Unga Ísland - 01.03.1935, Side 17

Unga Ísland - 01.03.1935, Side 17
UNGA ÍSLAND 43 ugasti, af því að hann fékk nóg að éta hjá Indíánunum. Amarvængur var oft einn hjá bangsa á daginn. Þá notuðu þeir taskifærið og léku sér af miklu fjöri. ^angsi dansaði um gólfið, og strák- ur reið honum hringinn í kring í tjaldinu. Einu sinni, þegar leikurinn stóð sem hæst, fór Arnarvængur allt í einu að háskæla. Bangsi skildi ekkert í þessu. Hann sneri sér við, og sá þá tvær gaupur, sem ráku hausinn inn úr dyrunum. Gaupan er rándýr. Hún er skyld kettinum, grimm. og fullt eins stór °g úlfur. Þessar tvær gaupur voru glorhungraðar, og svo illilegar að það var sem eldur brynni úr aug- u*n þeirra. Arnarvængur veinaði: ^Þær ætla að bíta mig«. En Blakk- ur sá um að þær gerðu litla drengn- um ekkert mein. Arnarvængur hnipr- aði sig saman innst inni í horni á tjaldinu, meðan svarti bangsi, vinur hans, rak gaupurnar í burtu. Þær urðu svo hræddar við bangsa, að þær hlupu út í skóg og þorðu aldrei framar að koma nálægt tjaldinu. Þegar foreldrar Arnarvængs komu heim, sáu þau förin eftir gaupurn- ar heim að tjaldinu. Það er ekki hægt að lýsa gleði þeirra, þegar þau fundu drenginn sinn heilan á húfi. Þau höfðu mesta dálæti á bangsa eftir þetta og söknuðu hans sárt, þegar hann yfirgaf þau um vorið. Arnarvængur var mjög sorg- bitinn, þegar Blakkur var farinn. En svarti bangsi gat ómögulega verið lengur, því að hann þurfti nauðsynlega að segja gráa frænda sínuin fréttirnar úr Indíánatjaldinu.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.