Alþýðublaðið - 13.11.1919, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBL AÐIÐ
3
Auðvaldið ætlar að g'leypa ísland.
Hér sjá menn mynd af auðvaldinu (ske)jaskrimsli, sem hefir peningalagaö hreistur), sem ætlar að
fara að gleypa fsland. Á baki auðvaldsskrimslisins sitja þeir Jón og Sveinn, og er hinn siðar nefndi hálf-
sokkinn ofan í peningahreystrið, enda stýrir haun taumi þess. Á hala auðvaldsskrímslisins dmglar Jakob,
og kveður þar sinn vanasöng. Hinum megin sér maður þá Þorvaið og Ólaf geysa fram á hvitum hesti
ráttlætisins, til þess að vinna á skrímslinu. Eins og menn sjá, þá er Reykjavik sérlega í hættu, stór vig-
tönn skrímslisins miðar beint a borgina. Á myndinni sést andlit einhvers skapnaðar á t.ungu auðvaldsins,
en ekki er gott að sjá, hvort það er mynd af Kölska eða einhverjum jafningja hans.
Sveinn og Jakobina.
Áður var þess getið að Sveinn
væri að „dalla“ við Jakobínn í
fjarveru Jónínu. Jakobína er kona
Qiikil fyrir sér og hefir sig mjög
i frammi og leynir í engu sam-
bandi þeirra, en Sveinn hálfskamm-
ast sín fyrir mök sín við hana
°g vill aldrei sýna sig með henni
úti á götu. Fyrir skömmu lék
Jakobína (hún er leikkona góð) í
Sárunni, hlutverkið „frambjóðand-
inn sem fellur", og þótti mönnum
henni takast vel, var hún óvenju
stilt og brosandi, og hefir Sveinn
auðsjáanlega haft góð áhrif á hana
í Þá átt.
En eitt þótti mönnum furða, og
Það var, 'að Sveinn kom þar hvergi
hterri, hann þóttist sem sé vera
'»upptekinn“ annarsstaðar. Hann
hefir konuríki, ef konuríki' skyldi
hallast, því hann er ekki hrædd-
ur við Jónínu, heldur við ættingja
hennar og vini hér í Vík. Hann
0r hræddur við að frændi hennar
einn, er Jón heitir, ungur maður,
hnár og verkséður, husabraskari
°g sementskaupmaður, kunni að
hera honum illa söguna við Jón-
ihu, og svo hefir hann líka beyg
af Pétri smalamanni.
Klaitfi.
Vélrituðu bréfin.
Vélritaða bréfið frá Jóni Magn-
ússyni forsætisráðherra er nú
borið til kjósenda í bænum. Mun
margur vera hreykin af því, að
fá slík bréf, með eiginhandar und
irskrift forsætisráðherrans, að
minsta kosti meðan þeir vita ekki,
að bréfið er samið af skrifurum á
skrifstofu Sjálfstjórnar og undir-
skriftin stimpluð með stimpli sem
hanu lét gera í líkingu við hand-
skrift sína, þegar hann var bæjar-
fógeti hér, og notaði undir lög-
taksauglýsingar og þess háttar.
í bréfinu er skýit írá þeim
gleðiboðskap, að samkomulag sé
nú orðið milli hans og Sveins
Björnssonar, og að þeir bjóði
sig fram saman. Skorar hann
fastlega á heimastjórnarmenn að
kjósa sjálfstæðismanninn Svein
Björnsson!!!
Er hætt við að sumum þyki til
mikils mælzt, því naumast er
hægt að gera minna úr stjórn-
málafylgi kjósenda, en að gera
ráð fyrir, að þeir geti sameinast
um þá menn, sem öllum er vitan-
legt að standa á öndverðum meið
í öllurn þeim stórmálum, sem nú
skifta málum hér í landi.
Annað bréf með breyttum nöfn-
um hafa nokkrir gamlir sjálfstæð-
ismenn fengið, þar sem skorað er
á sjálfstæðismenn að kjósa heirna-
stjórnarmanninn Jón Magnússon!!!,
að því viðbættu, að báðir ætli
þeir Jón og Sveinn að vinna á
móti Alþýðuflokknum (jafnaðar-
mönnum).
Gamli i Hetta.
Símskeyti.
Khöfn 11. növ.
Anstnrrfkismenn fá matvæli.
Bindamenn lána Austuniki 500
milljóna fránka viiði í matvælum
og kolum.
Rúmenar fingralangir.
Rúmenar hafa lagt hald á 240
milj. ungv. króna á tollstofunni í
Budapest.
Lithá og Pólland.
Lithá óskar að semja frið við
Pólland.
Friðurinn við Bolsivíka.
Friðaruppastunga Lloyd Georges
mætir harðri mótstöðu í blöðum
Northcliffes lávarðar í Euglandi,
og í frönskum blöðum.