Alþýðublaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1924, Blaðsíða 2
AtÞYÐtJBLAÐIÐ 2 Gengisfallið. Hrað á að gera? t>að er þriðja atriðið, sem vert er að athuga, hvað eigi að gera til varnar því tjóni, sem lands- menn bíða beint og óbeint við þetta hringl og hrun á íslenzk- um peningum. Að visu er ekki líklegt, að það hafi mikla þýð ingu, þótt bent sé á ráð tll varn- ar, þegár meiri hluti kjósenda er nýbúinn að vera þeir brjóstum- kennanlegir aular að fá þeirri stétt í hendur lðggjatarvald sitt, sem hag hefir af lággengi og braski og hvers kyns óáran, er af mannlegum völdum má stafa. En þar eð >ekki veldur sá, er varlr<, þótt verr iari, virðistrétt að benda enn einu sinni á þau einu]J|óbrigðulu varnarráð, sem vðl er á. t>að er viðurkent, að gengið sé, þegar ekkl eru brögð í tafli, komið undir jafnvægi innflutn- ings og útfiutnings. Er þá um tvent að gera til að koma því til leiðar, annaðhvort að auka útflutninginn, svo að hann jafn- ist á við innflutninginn, eða þá að draga úr innflutningnum, unz hann nemur ekki meira en út- flutningurlnn, Hvort tveggja er mjðg erfitt, þegar yfirráðin um verzlunina eru dreifð á marga menn, sem hver um sig geta lltlu til ieiðar komið og auk þess hljóta vegna • ýmisiegra orsaka að vera ósam- taka, Það er því óhjákvæmilegt, að ríkið, sem eitt hefir eða á að hafa tök á sameiginlegum mætti einstaklinganna, taki í taumana, enda virðist ekki eiginlegur ágreiningur um það, heldur um hitt, hvernig eigi að vera að-. gerðir ríkisins, og þar fara skoð- anlrnar eftir fiokkunum. Burgeisafiokkurinn, sem trúir á frjálsa samkeppni, viil helzt, að aðgerðir af hálíu hios opinbera séu að yfirvarpi og sem minstar, en ef nokkrar séu, þá með þeim hætti, að ríkið reyni að styðja að útflutningi með því að létta gjötd um af útflutningsvörunum og ýta undir aukning útflutningsins með fjárframlögum í þágu útflytjenda. Það liggur beint við, að þetta pr ekk! annað en grfmukiædd gróðatilraun af hálfu úiflytjenda, því að létting á gjöldum þeirra yrði að eins aukinn gróði þeirra, og fjárframlögln yrði að taka úr annara vösum, því að það væri að fara í gegnum sjáltan sig, et útflytjendur greiddu té í rfkissjóð tii þess, að ríkið greiddi þeim það aftur. Ea svo er bæði óvíst, að útflutningur ykist við þetta, o g einnig, að ávinningurinn, þótt útflutningurinn ykist, kæmi nokkurn tíma áftur inn í íandið. í slfkum aðgerðum er því ekkert lið í rauninni, Hins vegar virðist Framsókn- arflokkurinn leggja áherziu á takmörkun innflutnings, og er það f fullu samræmi við baráttu hans gegn kaupmannastéttinni, þvf að gróði hennar er sérstak- lega reistur á iunflutningsverzl- uninni. Þessari innflutningstak- mörkun vill flokkurinn koma til vegar með innflutningshöftum, lögum um algert bann gegn incflutoingi tiiteklnna vara, sem framleiða má í landinu, og að því, er virðist, að einungis sé leyft að flytja inn takmarkað vörumagn af öðrum vörum. Hins vegar sé útflutningurinn að mestu frjáls. Það gefur auga leið, að ef þetta væri fram- kvæmanlegt, leiddi af því tak- markalausa dýrtíð, en annars er ekki svo góð reynsla um lög- hlýðni manna hér í landi, að nokkur von sé til, að slík lög kæmu að haldi, því að bæði myndi verða farið taumiaust í kriág um þau og í annan stað yrðu sjálfsagt nógar undanþágur veittar þeim, er viidu og tök hefðu á að koma sér við váldsmennina, og um takmörk- uðu vörurnar yrði háft eins og nú: vörurnar fluttar inn og leyfi fengið eftir é, þegar varla er hægt annað en veita það. Þessar tilllögur eru því handónýtar og jafnvel skaðlegar aiþýðu f fram- kvæmd, þótt þær séu ekki óálit- legar í bili fyrir þröngsýna menn. En á stefnuskrá Atýþðuflokks- ins er þióðnýting viðskiftanna við útlöod. Full framkvæmd hennar þýðir landsverzlun með bæði innfluttar og útfluttar vörur. Með þvf móti getur þjóðin haft alt í hendi sér: Aukning útflutoings- ins og takmörkun innflutninga* Afgreiðsla blaðsiDS er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti. Sími 988. Auglýsingum só skilað fyrir kl. 8 að kveldinu fyrir útkomudag þang- að eða í prentsmiðjuna Bergstaða- stræti 19 eða í síðasta lagi kl. 10 útkomudaginn. Áskriftargjald 1 króna á mánuði. Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka. Útsölumenn eru beðnir að gera skil afgreiðslunni að minsta kosti ársfjórðungslega. ins, svo að jatnvægi haldist, yfir- ráð yfir meðferð gjaldeyrisins og taumhald á verðlagi innan- lands. Með þvf móti væri hægt að halda genginu i fuilu stilli, svo að fyrirbygt væri með öilu, að eignastéttin gæti haft fyrir- hafnarlausan ábata af tjóni vinnu- stéttarinnar, alþýðunnar. Með þessu mótl yrði líka auðveldara að koma á jafuvægi milli at vlnnuveganna innan lands og girða fyrir atvinnuleysi með ákvörðun hæfifegs vinnutfma á mánn og testa kaupgjald. Ölluro, sem geta hugsað og nenna því, má vera ljóst. að þarna er rétta lelðin til að bæta úr öllu viðskiftamála-ólagi voru, og Alþýðuflokkurinn hefir gert sitt til að reyna að ýta þjóðinni f áttina að þessu, er þingmaður hins bar fram frumvörpin um einkasölu á sáitfiski og sild. Þ-ið er vatalaust, að gengið hetði batnað en ekki versnað, ef þau hefðu verið samþykt, og og alþýða nyti betri lífskjara en nú, en burgeisarnir réðu þá, og þeir ráða enn. En nú er ekki nema tvent til. Annaðhvort viil íslenzk alþýða vera í ánauð hjá burgeisunum eða ekki. Ef hún vill það, þá getur húo látið sitja við það, sem er, en ef hún vill það ekki, þá er ekki um annað að gera en rísa upp, taka höndum sam- an og hrinda valdi burgeisanna, Það getur alþýðan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.