Verktækni - 01.02.1984, Síða 3

Verktækni - 01.02.1984, Síða 3
Við þessi áramót eru tímamót i útgáfustarfssemi Verkfræðinga- félags Islands. Hið nýja fréttablað VFÍ og Tæknifræðingafélags íslands hefur nú göngu sína og leysir gamla fréttabréfið af hólmi. Þetta er löngu orðin tímabær ráð- stöfun, þvi þótt fréttabréfinu hafi verið vel tekið á sínum tima og það hafi leyst ákveðið hlutverk í útgáfustarfssemi félagsins, var farið að gæta doða i bæði inni- haldi þess og útliti. Þess er vænzt, að hinu nýja riti verði vel tekið, og félagsmcnn sjái sér hag í því að tryggja ritinu mikið og fjölbreytt efni án þess, að það þurfi að toga slíkt út úr þeint með glóandi töngum. Þeir félagsmanna, sem mest kvarta yfir þvi hversu blaðið og reyndar félagið sjálft sé lélegt ættu að liafa það í huga, að hvorttveggja endurspeglar aðeins afstöðu og vilja félagsmanna sjálfra. Það er sérstök ástæða til þess að fagna þeirri samvinnu, sem nú er hafin við Tæknifræðingafélag íslands um útgáfu sameiginlegs fréttablaðs. Stjórnir beggja félaga hafa að undanförnu hitzt og rætt ýmis samciginleg hagsmunamál. Útgáfa þessa nýja rits er fyrsti árangur þessara viðræðna, en Ijóst er, að þvi aðeins að félögin og reyndar félagsmenn einnig snúi bökum saman og taki upp víðtækt samstarf, er von til þess að hefja megi tæknimenn á íslandi upp úr þeim öldudal, sem þeir virðast sitja fastir i, og koma þeim til meiri áhrifa í atvinnulifi lands- manna, vonandi til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. Það hefur lengi þótt tilhlýðilegt hjá hinum voldugri fjölmiðlum þessa lands að leita álits formanna i ýmsum félaga- og hagsmunasam- tökum á ástandi atvinnuvega landsmanna og horfum i því efni við hver áramót. Ekki minnist undirritaður þess, að nokkru sinni hafi verið leitað til Verkfræðinga- félags íslands af þessu tilefni, enda virðist verkfræðingastéttin ekki hafa haft mikið til málanna að leggja á undanförnum árum. Við verðum því að láta okkur nægja eigin fjölmiðil til þess að koma slikum hugleiðingum á framfæri. Það er þó alls ekki ætlunin, að lausnar á vanda- málum atvinuveglifsins sé að lcita í þessum stutta pistli. Hins vegar væri ekki úr vegi, að verkfræðing- ar og tæknimenn létu meira í sér heyra um þessi mál en verið hefur. Við áramót hafa landsmenn vaknað upp við vondan draum. Ekki virðist nægur fiskur í sjón- um til þess að standa undir þeim lífskjörum, sem við höfum vanizt á undanförnum árum. Allt útlit er fyrir, að nokkur mögur ár séu nú framundan og óhjákvæmilegur samdráttur í atvinnulifinu. Mun þetta ekki hvað sízt koma niður á störfum tæknimanna. Reyndar er verkefnaskortur hjá sumunt ráðgjafarfyrirtækjum farinn að gera vart við sig og atvinnuástand verkfræðinga og tæknifræðinga ótryggt. Ekki bætir úr skák, að landsmenn virðast vera að vakna upp með timburmenn eftir það mikla orkufyllerí, sem við höfum verið á síðustu árin. Beizlun orku fallvatnanna og jarðhitans hefur reynzt dýrari en við áttum von á, og hin erlendu stóriðjufyrirtæki, sem við héldum að myndu standa í biðröð eftir að fá að byggja verksmiðjur á íslandi og kaupa af okkur orkuna, virðast hafa gufað upp. Það er því ljóst, að við stöndum nú á krossgötum og verðum að gera upp hug okkar hvernig við ætlum að koma okkur út úr þeim ógöngum, sem við höfum ratað í. Ekki verður það gert með þeirri óbyggðastefnu undanfarinna ára, sem smám saman er að leggja landið í eyði utan Reykjanes- skaga. Ef rétt væri haldið á málunum leikur engin vafi á því, að hinar 240 þúsund sálir, scm hér búa gætu lifað góðu lífi. Það gerist hins vegar ekki með því að halda, að hægt sé að veita full- komna þjónustu og byggja upp iðnvætt þjóðfélag í þúsund 200 manna smáþorpum jafndreifðum um allt landið. Nei, virkja þarf betur gáfur, dugnað og menntun einstaklinganna og gefa þeim kost á að beita kröftum sinum án óþarfa afskipta rikisvaldsins. í almennri utanríkisverzlun og Júllus Sólnes, tormaöur Verklræð- ingalélags islands. viðskiptum getum við gert miklu betur ef fullt athafnafrelsi rikti í stað þeirra einokunarsjónarmiða, sem virðast landlæg á íslandi. Þá ber að nefna möguleika á hátækniiðnaði og þekkingar- iðnaði, þar sem hugvitið og menntunin er látin ráða rikjum. Iðnvæðing án virkar þátttöku innlendra tæknimanna er fyrir- fram dauðadæmd. Ef brjóst- vitsmennirnir fá að ráða og ætla sér að koma upp iðnfyrirtækjum með því að flytja inn lokaða framleiðslupakþa frá útlöndum í samvinnu við erlenda aðila eingöngu er eins gott að fara að huga að búsetu annars staðar. Að vísu er boltinn hjá okkur tæknimönnum, því við megum ekki halda að okkur höndunum og bíða eftir, að okkur séu færð verkefnin á silfurbakka. Við verðum sjálfir að taka þátt í þessari nauðsynlegu breytingu á atvinnulífinu og hafa þar frumkvæði. Júlíus Sólnes Með útgáfu þessa fréttablaðs, sem nú hefur göngu sína, og VSI og VFÍ standa saman að, má vissulega segja að nýr þáttur í samvinnu þessara félaga sé hafinn. Upphaf útgáfunnar má rekja til þess, að á sl. ári ákvaðu stjórnir beggja félaganna að stofna til umræðna um það á hvern hátt árangursrikast yrði að koma á samvinnu og samstarfi um sameiginleg áhugamál. Haldnir voru tvcir fundir með hæfilegu millibili og gafst mönnum tími til þess að athuga ýmsar hugmyndir sem fram komu. Frá hendi beggja aðila beindist áhuginn fyrst og fremst að bættri útgáfustarfsemi enda augljóst að þar er um að ræða þann flokk mála I félags- starfsemi sem nauðsynlegt er að efla. Takist vel til á þessum vett- vangi eins og að cr stefnt, styrkj- ast böndin rnilli félaganna og félagsmanna, en Iramvinda þessa máls verður væntanlega mæli- kvarði á nánara samstarf á öðrum sviðum. Það fer ekki á milli mála, að sameiginleg fagleg áhugamál manna innan vébanda þessara félaga eru fjölmörg, enda vinnu- staðir i mörgum tilvikum þcir sömu. Innbyrðis samstarf er því meira en vitneskja er til um og rennir það stoðum undir þá skoðun, að við eigum sameiginleg markmið, sem fengur er í að virkja og koma á framfæri á þann liátt sem nú er stefnt að. Farsæld þessarar útgáfustarfsemi ræðst umfram annað af því hvern áhuga við berum til hennar og hvert framlag okkar verður. Vil ég í þvi sambandi hvetja alla félagsmenn til þess að leggja þessu máli lið með þvi að senda blaðinu grcinar og aHa því auglýsinga og stuðla þannig að sköpun brcið- fylkingar um félagsleg áhugamál okkar. Gunnlaugur Hclgason Gunnlaugur Helgason, formaður Tæknifræöinga/élags islands. VERKTÆKNI • 3

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.