Verktækni - 01.02.1984, Page 5
íslenskur sj ávarútvegur:
AWinmibóta-
vmna
eða arðsemi?
„Á sjávarútvegurinn að vera
atvinnubótavinna, og þar með rekinn
með tilliti til þess að halda uppi at-
vinnu út um byggðir landsins, eða er
ætlast til þess að hann skili arði?”
Þessi spurning var megin inntak
þeirrar framsögu sem Ólafur B.
Ólafsson, tæknifræðingur og útgerð-
armaður í Sandgerði, flutti á fundi
VFÍ 8. des. sl. um „Verkfræðilegar
lausnir í sjávarútvegi”, en þetta var
þriðji fundurinn í fundaröð um
„verkfræðinginn í þjóðfélaginu”.
Ólafur taldi eina helstu skýringuna
á því hvernig nú er komið fyrir
íslenskum sjávarútvegi vera þá, að við
fjárfestingarákvarðanir á undanförn-
um árum, eða jafnvel áratugum,
hefði arðsemissjónarmiðið í þessum
undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar
verið látið víkja fyrir ýmsum félags-
legum og byggðalegum markmiðum.
Sem dæmi um öfugþróun í þessum
málum nefndi Ólafur, að á sama
tíma og fiskvinnslufyrirtæki á suð-
vesturlandi hefðu átt í ýmiskonar
vandræðum, og jafnvel þurft að loka
vegna verkefnaskorts, þrátt fyrir að
þau væru næst þeim miðum þar sem
þorskstofninum stafaði hvað minnst
hætta af veiðum, hefði átt sér stað
stórkostleg fjárfesting í frystihúsum
og togurum á Vestfjörðum, en út af
þeim landshluta eru uppeldisstöðvar
þorsksins og þar er stofninn viðkvæm-
astur fyrir ofveiði. Þetta væri dæmi-
gert fyrir það þegar önnur sjónarmið
en hagkvæmni og skynsemi réðu
ferðinni.
I framsöguerindi sinu byrjaði
Þórður Vigfússon, hag- og reksturs-
verkfræðingur, á því að skipta sjáv-
arútveginum upp i fjóra þætti: 1)
Auðlind — 2) Veiðar — 3) Vinnsla —
4) Markaður. Þórður taldi að hingað
til hefði um of verið einblínt á þætti 2
og 3, en endaþáttunum, sem þrátt
fyrir allt væru kannski þeir mikil-
vægustu, hefði ekki verið nægilega
sinnt. Það væri eins og menn
gleymdu stundum þeim einföldu
sannindum að það er beint samband
milli allra þessara þátta — það væri
ekki hægt að veiða fisk sem ekki væri
til, ekki hægt að verka fisk sem ekki
veiddist o. s. frv.
Þórður sagði að verkfræðingar
væru að ýmsu leiti undir sömu sök
seldir — þeir hefðu fyrst og fremst
sinnt þáttum 1 og 2, þ. e. a. s. annars
vegar hefðbundnum skipasmíðum og
hins vegar vélabúnaði fyrir fisk-
vinnslufyrirtæki. Lítið sem ekkert
væri um að verkfræðingar legðu
hönd á plóginn varðandi hina mikil-
vægu endaþætti 1 og 4.
Loks sagði Þórður að svo fremi
sem menn misstu ekki sjónar á megin
markmiði með sjávarútvegi á íslandi,
sem hlyti að vera hámarksafrakstur,
ætti að vera grundvöllur fyrir því að
taka réttar ákvarðanir, hvort sem um
stjórnvöld eða einstaklinga væri að
ræða. Mönnum hefði hins vegar hætt
til að missa sjónar á markmiðinu og
það hefði leitt af sér rangar ákvarð-
anir.
Þorkell Helgason, dósent, gerði
grein fyrir reiknifræðilegum athug-
unum, sem hann og ýmsir aðrir hafa
gert að undanförnu, með það fyrir
augum að setja saman það sem hann
kallaði „sjávarútvegslíkan”. Þorkell
talaði um nauðsyn þess að fá gleggri
mynd af samspili auðlindarinnar, þ.
e. fiskistofnanna, og veiðanna og í því
sambandi þyrfti að auka vitneskjuna
um tengsl fiskistofnanna innbyrðis.
Markmiðið með þessu starfi væri
ekki síst að koma saman nothæfu
spálíkani, sem gæti þjónað sem
hjálpartæki stjórnvalda.
Nokkrar umræður sköpuðust að
loknum framsöguerindunum og kom
þar fram, m. a. í máli dr. Jakobs Sig-
urðssonar, að út af fyrir sig væri ekki
nema gott eitt um það að segja að
menn reyndu að ráða fram úr vanda
sjávarútvegsins „á skrifborðinu”,
en hins vegar væru margir óvissu-
þættir í málinu, svo sem veðurfar,
sjávarhiti, ætið í sjónum og þar fram
eftir götunum, að þess væri tæpast
að vænta að menn gætu reiknað sig
fram úr vandamálunum.
Fundarstjóri var Júlíus Sólnes,
formaður VFÍ.
BES'BK 1PH- g/g =
Stílhrein
húsgögn fyrir
teiknistofur
l^KRIFSTOFLmjJ^O^
Hallarmúla 2, sími 83211.
VERKTÆKNI • 5