Verktækni - 01.02.1984, Síða 7

Verktækni - 01.02.1984, Síða 7
! unarstarfsemi þar í landi. Um- ) reiknað á íslenskar aðstæður i, þyrfti þetta að vera um 225 niilj. ísl. krónur. I Danir eiga lítið af dýrum 1 hráefnum og alla orku verða . Þeir að flytja inn eins og ) kunnugt er. En þeir hafa liug- kvaemni til að bera. Því hefur verið haldið fram Endiirmenntunarnámskeið að nítjánda öldin einkennist af því að þá hafi menn lært að reikna og hanna stórar brýr og byggingar, en sú tuttugasta af því að menn hafi lært að raða mólíkúlunum, kristöllunum og kornunum og svoleiðis dóti saman þannig að unnt sé að hanna efni eftir pöntunum. Nú er verið að hanna nýjar stálteg- undir sem eru margfalt sterkari en þær er áður þekktust. Ný hitaþolin efni, sem t.d. er hægt að nota í bílmótora, og önnur til þess að minnka orkutap í spennum og að umbreyta stein- steypu í efni er hefur styrkleika á við stál. En hvað gerum við íslend- ingar til þess að takast á við framtíðina? Tileinkum við okkur nýjustu tækni og vísindi, fylgjumst við með upplýsinga- byltingunni, efnabyltingunni, lífefnatækninni og öðrum tækniframförum? Fáar þjóðir vesturlanda leggja minna til rannsókna og þróunarstarfsemi miðað við fólksfjölda og er þá bæði talið framlag ríkis og atvinnuvega, sem er sorglega lítið. Fjárfest- ing í rannsóknar- og þróunar- búnaði hefur verið skorin við nögl i áratugi. Helst hefur verið unnt að afla fjármuna til bygg- inga og rannsóknaskipa en tæki og búnaður til rannsókna og þróunarstarfsemi? Sussu nei, nema í undantekningatil- vikum og þá hefur oftast þurft að greiða 100% ofan á innkaupsverð til ríkisins aftur vegna tolla og gjalda ýmis kon- ar. Slík tæki á íslenskum stofn- unum hafa oft og einatt verið fjármögnuð af erlendu gjafafé. Og svo spyrja menn um árang- ur. Hér býr þjóð í vanda. Ofur- kappsfjárfesting, óðaverð- bólga og minnkandi fiskgengd hefur rýrt lífskjörin um tíma. Við verðum að „framleiða okkur út úr vandanum” með því að hagnýta nýjustu tækni og vísindi, þekkingu, hug- kvæmni, frumkvæði og fram- tak okkar sjálfra. Við fáum ekki allar lausnirnar frá útlönd- um í „ódýrum” sérfræðiskýrsl- um. Hörður Jónsson Tölvur og notkun þeirra í iðnaði Markmiöiö meö þessu nám- skeiöi er aö fræöa þátttakend- ur um undirstöðuatriöi er varöa tölvur — kynna helstu hugtök og tækjabúnaö. Auk þess veröur þátttakendum kynnt hvaö hægt er aö fram- kvæma meö tölvum, einkum i iönaöi. Sérstök áhersla er lögö á aö kynna forritunarmál- iö Pascal. Efni: Grundvallarhugtök í tölvufræöum — Lýsing helstu tækja sem notuö eru ( dag — Hugbúnaður og vélbúnaöur — Forritunarmáliö Pascal — Æfingar á smátölvur — Kynn- ing seljenda á smátölvum — Upplýsingaleit. Þátttakendur: Námskeiðiö er ætlaö tæknimönnum sem starfa i iönaöi, og öörum sem vilja kynna sér hvernig nota má tölvur á þvl sviöi. Gert er ráö fyrir aö nemendur séu byrjendur I tölvutækni. Leiðbeinandi: Jón Þór Ólafs- son, rafmagnsverkfræöingur. Námskeiöiö stendur yfir frá 13. febrúar til 3. mars og kost- ar 3.500 krónur og er þá kennslubók og önnur náms- gögn innifalin. Fyrirlestrar veröa mánudaga, miöviku- daga ag fimmtudaga kl. 19 til 22. Tölvuæfingar verða á laug- ardögum kl. 9—-13. Alls tekur námskeiðið um 40 klukku- stundir. Námskeiöiö fer fram I Tækniskóla islands, Höföa- bakka 9, og fer skráning og_ greiösla þátttökugjalda fram á skrifstofu T.í. Þátttöku skal tilkynna fyrir 9. febrúar. Upplýsingaöflun á tækni- og vísindasviði Markmiöiö meö námskeiö- inu er aö kynna þátttakendum þá möguleika sem eru fyrir hendi varöandi öflun upplýs- inga á sviöi tækni og raunvls- inda. Efni: Gagnabankar og hagnýt- ing þeirra: möguleikar, tak- markanir, framtíöarhorfur. Upplýsingaöflun frá framleiö- endum og söluaöilum. Upp- lýsingaöflun um skráðar heimildir. Framtlóarhorfur I tölvu- og upplýsingamálum. Þátttakendur: Tækni- og vlsindamenn, forstöðumenn fyrirtækja, sem þurfa á tækni- legum eða vlsindalegum upplýsingum aö halda viö sln störf. Leiðbeinandi: Jón Erlends- son, deildarverkfræóingur, Upplýsingaþjónustu Rann- sóknarráös rlkisins. Námskeiöiö fer fram 21. og 22. febrúar kl. 16 til 19 og er alls 6 klukkustundir. Þátttöku- gjald er 500 krónur og eru námsgögn innifalin. Nám- skeiðiö veröur haldiö I Há- skóla íslands, og fer skráning og greiösla þátttökugjalda fram á aóalskrifstofu HÍ fyrir 16. febrúar. Stýritækni Markmiöiö er aó kynna þátt- takendum undirstööuaöferöir stýritækninnar og beitingu þeirra vió hönnun stýri- og reglunarbúnaöar. Efni: Grundvallarhugtök stýri- tækninnar — algengar gerðir stýrikerfa — stærðfræöileg likön — yfirfærsluföll — tlöni- greiningaraöferðir — hönnun sjálfvirkra stýrikerfa — PID stýringar og notkun tölva I stýrikerfum. Þátttakendur gera fimm æfingar meö aðstoö tölvu auk þess sem notuö eru sýnikennsludæmi. Leiðbeinendur: Þorgeir Pálsson dósent o. fl. Námskeiöiö fer fram 5. til 16. mars, mánudaga og fimmtudaga kl. 16 til 19, og veróur I húsi Verkfræöi- og raunvlsindadeildar, Hjaröar- haga 6. Skráning og greiösla þátttökugjalda fer fram I skrif- stofu Verkfræöistofnunar, slmi 25088 og ber aö tilkynna þátttöku fyrir 5. febrúar. Þátt- tökugjald er 5000 krónur og er kennsluefni og tölvunotkun innifalin. Allar upplýsingar um ofan- greind námskeió gefur Mar- grét Björnsdóttir, endur- menntunarstjóri, Nóatúni 17, Reykjavlk, slmi 23712. VERKTÆKNI • 7

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.