Verktækni - 01.01.1985, Qupperneq 5
Framkvæmdir hafnar við
verkfræðingahús
Nú rétt fyrir jólin tók Davíð Oddsson borgarstjóri,
fyrstu skóflustunguna að hinu nýja húsi Verkfræðinga-
félagsins og lífeyrissjóðsins, sem reist verður á svoköll-
uðum Ásmundarreit norðan við Suðurlandsbraut —
skáhallt á móti Hótel Esju. Við þetta tækifæri flutti
Vífill Oddsson formaður húsráðs, ræðu þá sem hér fer
á eftir.
Vífill Oddsson.
Forsaga
Þegar þessum merka áfanga
hefur verið náð, er margs að
minnast.
Jón Þórláksson (forsætisráð-
herra og borgarstjóri) var sá
fyrsti sem lagði fé til verkfræð-
ingahúss, en það var árið 1921 og
var því vel viðeigandi að borgar-
stjórinn í Reykjavík tók fyrstu
skóflustunguna. Frá þessum tíma
var stöðugt safnað fé til væntan-
legs verkfræðingahúss og fyrir
stríð voru töluverðir peningar
fyrir hendi í sjóði, en verðbólga
stríðs- og eftirstríðsáranna rýrðu
sjóðinn verulega.
Á árinu 1951 var síðan skipað
húsráð til að sjá um framkvæmd-
ir í húsnæðismálum félagsins og
var Finnbogi Rútur Þorvaldsson
kosinn fyrsti formaður þess. Með
honum í þessu húsráði var m. a.
Jakob Gíslason, sem er einn eftir-
lifandi.
Störf þessa fyrsta húsráðs
leiddu síðan til kaupa á Vt hlut-
um í 3. hæð húseignarinnar
Brautarholt 20, sem keypt var
árið 1958 og 10 árum síðar var
lokið öllum greiðslum vegna
þessara húsakaupa.
Fljótt varð ljóst að Brautarholt
20 væri ekki viðunandi húsnæði
fyrir félagið og var það einkum
vegna sambúðarinnar með
skemmtistaðnum Þórscafé.
Því kontu fljótlega, eftir að
Brautarholtið var keypt, fram
óskir um að félagið ætti að koma
sér upp öðru húsnæði, byggja
eða kaupa annars staðar. Á 50
ára afmæli félagsins 1962 gaf
Reykjavíkurborg félaginu fyrir-
heit um lóð undir eigið hús.
Menn voru broshýrir cflir að borgar-
stjórinn liafði tekið fyrstu skóflu-
stunguna, enda langþráðu markmiði
náð. Eftir art verkirt var hafið með
stunguskóflu tóku stórvirkari tæki
við. Ekki ber á öðru en að Ágúst
Valfells, formaður VFÍ, sé liæst-
ánægður með framvindu mála.
Á áttunda áratugnum skaut
húsbyggingarmálinu upp öðru
hvoru og voru þá meðal annars
gerðar kannanir á því, hvort
verkfræðingar vildu byggja og þá
hversu stórt og hvort vera ætti í
samvinnu við önnur félög um
slíka byggingu.
Árið 1980 var svo skipað nýtt
húsráð með Ragnari S. Halldórs-
son sem formann. Húsráð fékk
það vegarnesti frá stjórn
félagsins að fá lóð undir væntan-
legt verkfræðingahús og hefja
undirbúning að byggingu þess í
samvinnu við Lífeyrissjóð VFÍ.
Húsráð þetta starfaði af mikl-
um krafti næstu 4 árin og á þeim
tíma fékkst þessi ágæta lóð, sem
við erum nú nýkomnir frá og
veitti borgarstjóri fyrrverandi og
núverandi og borgarverkfræð-
ingur félaginu mikilvægan stuðn-
ing í því máli og eiga þeir bestu
þakkir skilið. Þá tókst að selja
eignina í Brautarholti á viðun-
andi verði og var Þórshöll hf.
kaupandi. Þá hélt áðurnefnt hús-
ráð einnig samkeppni um
væntanlegt hús og hlutu arkitekt-
arnir Egill Guðmundsson og Þór-
arinn Þórarinsson 1. verðlaun í
þeirri samkeppni.
l.ýsing á húsi og
væntanlegum frainkværndum
í byrjun þessa árs var skipað
nýtt húsráð. Þetta húsráð skyldi
sá um framkvæmdir við væntan-
legt verkfræðingahús. í byrjun
voru valdir meðhönnuðir og
hafist handa við að fullgera
teikningar. Þá var gengið frá
sameignarsamningi milli VFÍ og
LVFI og á Verkfræðingafélagið
60%, en Lífeyrissjóðurinn 40% í
húsinu.
Áformað var að hefja fram-
kvæmdir við grunn nú í ágúst-
mánuði, en málið tafðist af ýms-
um orsökum. En nú eru þeir erf-
iðleikar yfirstignir og búið að fá
gott tilboð frá góðum verktaka í
að gera grunn hússins.
Um miðjan febrúar er siðan
áformað að bjóða húsið út til-
búið undir tréverk og á þeinr
áfanga að ljúka um áramót ’85—
’86 og þá verður hafist handa við
lokafrágang 2. hæðar hússins og
e. t. v. meir, eftir því sem fjár-
hagur leyfir. Áformað er að
félagið og lífeyrissjóðurinn geti
flutt í hið nýja hús fyrri hluta
ársins 1986.
Stærð hússins er sem hér segir:
Jarðhæð 438 m1
!. hæð 450 m!
2. hæð 412 m!
3. hæð 228 m1 + þakrými 42 m;
Samtals 1570 m1 og 5600 m’
VERKTÆKNI • 5