Verktækni - 01.01.1985, Side 8

Verktækni - 01.01.1985, Side 8
Að láta hús haf áhríf á umhverf ÞYRPING, HEIÐNABERG 1 — 16 REYKJAVÍK Arkitektar: Geirharður Þorsteinsson og Evgenia Gitseva á Vinnustofu Geirharðs og Hróbjartar sf. Þolhönnun: Sigurður Sigvaldason verkfræðingur Hermann Isebarn tæknifræðingur Byggjendur: Sigurður Guðmundsson Emil Petersen og Árni Vigfússon Meginmarkmið hönnuða voru: - að blanda saman mismunandi íbúðum í eina grennd, - að fá fram samstæða mynd húsa og sameiginlegs svæðis, - að gæta hófs í byggingarkostnaði, - að skapa hógværa fjölbreytni innan ein- falds ramma. Þyrpingin samanstendur af 11 raðhúsum og einu fjölbýlishúsi með fimm íbúðum. íbúðarstærðir eru frá 66 m: upp í 150 m2 að gólffleti. Nýtingarhlutfall á lóðinni allri er 0,43. Húsaþyrping við Heiðnaberg 1—16 í Reykjavík hefur vakið nokkra athygli þeirra sem gleggst fylgjast með byggingalist. Hér er um að ræða þyrpingu ellefu rað- húsa og eins sambýlishúss, með mismunandi stórum íbúðum, sem mynda eina samstæða heild. í verkefninu fóru saman deili- skipulag svæðisins og hönnun húsanna. Um verkið sáu arkitekt- arnir Geirharður Þorsteinsson og Evgenia Gitseva á Vinnustofu Geirharðs og Hrópbjartar sf., Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Geirharður var spurður um til- drög þess að þeim var falið ofan- greint verkefni við Heiðnaberg. ,,Við fórum fram á það við borgaryfirvöld á sínum tíma að þau gæfu okkur tækifæri á að teikna til enda einhverja af þeim hugmyndum sem við höfðum verið að halda að mönnum í skipulagsvinnu. Og í framhaldi af því fólu borgaryfirvöld okkur að fullhanna síðustu húsaþyrp- inguna sem húthlutað var á þessu svæði. Þetta var árið 1980 og teikningar voru síðan fullbúnar árið eftir.” — Hvað var lagt til grundvall- ar þegar ykkur var fengið í hend- ur þetta verk? ,,Nú, við vorum reyndar búnir að setja fram hugmyndir um blandaða byggð á svæðinu, ein- býli og sérbýli. Við höfðum þannig nokkuð frjálsar hendur að öðru leyti en því að við vorum búnir að festa okkur sjálfir fyrir- fram með því að setja fram hug- mynd sem skipulagshönnuðir; að leysa þennan reit með blöndu af sérbýlis- og sambýlisfyrirkomu- lagi. Þá vissum við ekki að við myndum verða hönnuðir að þessu sjálfir þó að það yrði síðan niðurstaðan. Breytingar á þeim meginmarkmiðum sem við sett- um fram urðu sáralitlar þegar við fórum að vinna að verkefninu. Það er síðan lagt uppí hend- urnar á okkur að teikna fyrir þrjá byggingameistara. Þess vegna gáfum við okkur það, að vinna Spjallað við Geirhaf Þorsteinsson, annan húsaþyrpingarinnar Heiðnaberg í Reykjí innan þeirrar tæknihefðar sem er ríkjandi. Við bættum því við einu nýju meginmarkmiði, þ. e. a. s. að leitast við að nota þær bygg- ingaraðferðir sem byggingameist- urum væri mest lagið að nota, steypu, bárujárn og venjulega glugga.” — Hver er sérstaða húsaþyrp- ingarinnar við Heiðnaberg? ,,í fyrsta lagi er þetta góð til- raun til að flétta saman sérbýli og sambýli, þ. e. a. s. það eru mis- munandi stórar ibúðir sem eru í einni þyrpingu. Það er verið að vinna á móti þeirri þróun sem verið hefur í skipulagi að setja smáíbúðirnar sér og stóru íbúð- irnar sér. Fra félagslegu sjónar- miði er hægt að telja upp fjöl- marga ókosti við þá aðgreiningu, en umhverfislega er hún líka óhagstæð. Kostir þyrpingarinnar við Heiðnaberg eru þannig fyrst og fremst að ná burt þeim ókost- um sem ég nefndi hér að framan. Með blöndun misstórra eininga er líklegra en ella að hægt sé að fá sambýli til þess að vera í þægi- legu umhverfi. Aðalvandamálið í þessum efnum í dag er nefnilega að litlu íbúðirnar, sem síst skyldi, lenda í „nöturlegasta umhverf- inu”. Þar sem menn fara að byggja litlar íbúðir er mjög nær- tækt að fara með þær í stór hús, jafnvel mjög há hús. Miðað við þá lausn sem við bendum á verða menn að gera það upp við sig hvort að þeir vilja leyfa íbúðum í þessum stærðarflokki að vera 10—15% dýrari gegn því að þær hafi miklu betra umhverfi. En er það yfirleitt verjandi sjónarmið að lækka íbúðarverð um t. d. 10%, miðað við það sem ég myndi vilja kalla normalt, með því að setja íbúðirnar í óviðun- andi umhverfi? Er það eðlilegt að fórna aðalatriðum umhverfis- þátta á þennan hátt? Hreint út sagt finnst mér að svo sé ekki.” — í framhaidi af þessu; er byggingakostnaðurinn í Heiðna- bergi óhóflegur? ,,Nei, hann er það alls ekki. Vegna þess að einingin er öll dálítið uppbrotin er nokkuð mik- ill þakfrágangur og hann er dýr- ari en gengur og gerist í t. d. venjulegri raðhúsabyggð. Bygg- ingameisturunum fannst hann reyndar nokkur þegar miðað er við hlutfall af uppsteyptu húsi. Allur þessi kostnaður kom inní söluverðið af uppsteyptu húsi, sem er þó ekki nema þriðjungur af heildarverðinu. Allur annar kostnaður, þ. e. a. s. 2A af heild- arverði, er alveg venjulegur.” — Hvað með samnýtingu í þessari einingu? „íbúarnir eiga innkeyrsluna sameiginlega, sem er jafnframt gangstígur, þeir eiga leiksvæði sameiginlega og það hafa þeir þegar útbúið leiktækjum og á þremur stöðum er möguleiki að útbúa kartöflugarða. Eins og í allri sameign er á staðnum hús- félag. Um leið og hús eiga ein- hverra sameiginlegra hagsmuna að gæta í skipulagsatriðum þá er íbúunum nánast skylt að stofna húsfélag. Það er sama form á þessu hvort heldur um er að ræða 8 • VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.