Verktækni - 01.01.1985, Blaðsíða 9

Verktækni - 01.01.1985, Blaðsíða 9
i jákvæð sitt i hönnuða ið vík mörg hús eða eina blokk. Svo er sérhúsfélag í sambýlishúsinu, sem er aðili að stóra húsfélag- inu.” — Miðað við þá rcynslu sem þið hafið af þessu verkefni, þar sem húsahönnun og deiliskipulag fara saman, finnst þér þá æski- legt að meira sé gert af slíku? ,,Já, tvímælalaust. Hér er hægt að leysa ýmiss deiliskipu- lagsatriði um leið og húsin eru hönnuð. Þannig er minni hætta á að einhver ákvæði i skipulaginu þrengi að húsahönnuninni. Það er ekki lengur um að ræða skipu- lag, með fyrirfram ákveðnum hugmyndum um það hvernig teikna á húsin heldur getur sá sem teiknar húsin aðlagað skipu- lagið að þörfum húsanna. Þetta gerist fram og til baka, „feed- back” eða „vise-versa” ferli. Sá sem tekur að sér hvort tveggja hefur miklu meiri möguleika en ella að láta húsin hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Þá er mikil- vægt að arkitektinn er þannig gerður ábyrgur fyrir bæði húsa- hönnuninni og deiliskipulaginu og hann getur ekki með nokkru móti skotið sér bakvið einhvern þröngan stakk sem skipulagið hugsanlega setur. Þar með er skipulag, hönnun og fram- kvæmdir komnar á eina hönd og í besta tilfelli er það hinn endan- legi notandi. Það erfiða við að vinna að skipulagi, og þurfa að setja hönnunina í hendurnar á öðrum, er að hugsanlega er mað- ur með góðar hugmyndir um það hvernig heildarmyndin á að vera og kemur þeim hugmyndum ekki á framfæri nema í gegnum skil- mála, sem eru forskrift að því hvernig hönnuðurinn á að vinna, nokkuð sem hann misskilur venjulegast. Annað hvort vilj- andi eða óviljandi.” — Þetta mál tengist vissulega þeirri umræðu hvort arkitektar eigi að sitja einir að skipulagi og húsahönnun? „Já, þetta gerir um leið kröfur til þess að það sé fullnuma fólk sem fæst við þessi verkefni. Full- numa fólk í þessu tilfclli eru ein- ungis arkitektar. Ég tel enga teg- und af hraðteiknurum verða full- numa fólk í þessu fagi og allra síst ef á að fara að vinna bæði í skipulagi og húsahönnun. Með slíku eykst gífurlega umfang og ábyrgð og þá skiptir miklu máli að menn kunni að brjóta odd af oflæti sínu og reyni að læra af öðrum. Arkitektar hafa það framyfir ófullnuma fólkið, að þeir hafa reynt að finna góðan skóla til að læra eitthvað af öðrum.” — Hvar liggur ábyrgðin í þess- um málum? „Það er enginn vafi að hér eru um pólitiskar ákvarðanir að ræða. Við sjáum hér skipulags- nefnd, borgarráð og borgar- stjórn. Ég get ekki kennt þeim um hvernig þessu er háttað í dag, þetta er einhvers konar almennur skilningsskortur. Skilningur þarf að aukast, þó ekki sé nema bara á því að vel hannað hús er meira virði en illa hannað hús. Ef illa hönnuð hús hafa einungis á sér svipmót, svokallað markaðssvip- mót, halda þau virði sem er ofan við eiginleg verðmæti þeirra. í verðlagningu húsa metur fólk ekki hönnunarþáttinn nógu stórt, því miður. Vel hannað hús með lélegri málningu getur verið metið minna en illa hannað hús með sæmilegri málningu. Þetta er skortur á kynningu eða skiln- ingi og við arkitektar, sem ein- staklingar og félag, berum að vissu marki einnig ábyrgð á þessu ástandi. Eins má benda á að léleg- ar lausnir eiga auðveldan aðgang að fólki og hér geta arkitektar og fasteignasalar tekið höndum saman. Þennan tíma sem ég hef verið í þessu starfi finnst mér samt að við höfum alltaf verið að reyna að koma okkar boðskap á framfæri og gengið illa. Þá má nefna, að fjölmiðlar tengjast þessu máli að verulegu leyti. Þeir gætu gert miklu meira en þeir gera i dag. Sumstaðar erlendis er það áberandi hvað fjölmiðlar hafa komið sér upp hæfu fólki til að fjalla um húsagerð og skipu- lag. í Hollandi og víða í Vestur- Þýskalandi þykir þetta jafn sjálf- sagt og leiklistargagnrýni. Hins vegar eru þessi mál með svipuð- um hætti á Norðurlöndum og hér á landi.” VERKTÆKNI «9

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.