Verktækni - 01.01.1985, Qupperneq 12

Verktækni - 01.01.1985, Qupperneq 12
ingahúsum er ekki fyrir hendi hérlendis, og sama gildir raunar um framleiðslu ýmissa hluta í byggingariðnaði, eins og áður getur. Samkvæmt byggingarreglu- gerð verður því að líta svo á sem byggingarfulltrúum sé ætlað að fylgjast með hönnun og smíði/ uppsetningu einingahúsa sem og annarra húsa. Hinsvegar er sá munur á að einingahús geta kom- ið sem frágengnar, lokaðar ein- ingar inn í umdæmi viðkomandi byggingarfulltrúa. Augljóst er því að byggingarfulltrúi hefur ekki möguleika á að kanna sum þau atriði sem eru úttektarskyld samkvæmt grein 4.11 í Bygg- ingarreglugerð, og vísað er til í byrjun. Einkum er úttekt á raka og vindvarnarlögum, ásamt grind, bitum og þaki og loks hita- einangrun (liðir 4,7 og 10) oft torveld. Möguleikar byggingar- fulltrúa heftast ennfremur af miklum byggingarhraða miðað við hefðbundnar byggingarvenj- ur. Ákvæði Byggingarreglugerðar um eftirlit byggingarfulltrúa með húsbyggingum, og ábyrgð meist- ara eru því erfið í framkvæmd eða jafnvel ekki sinnt þegar ein- ingahús eiga í hlut. Augljóslega þarf mismunandi eftirlit með fjöldaframleiðslu annarsvegar þar sem varan er síðan flutt viðsvegar um land, og hins vegar með staðbyggðum húsum. Með samræmdu eftirliti mætti jafnvel einfalda verulega hefðbundin samskipti byggingar- fulltrúa og einingahúsaframleið- anda varðandi gögn sem skila þarf inn m. m. Slíkt eftirlit þarf að vera unnið af óháðum aðila, og ætti þá að tryggja aukin gæði og koma jafnt framleiðendum sem kaupendum til góða. Framleiðslueftirlit með ein- ingahúsum má hugsa sér þrískipt, og skiptist eðlilega á fleiri en einn aðila. Eftirlit yrði með Hönnun Framleiðslu eininga Vinnu á byggingarstað — forvinnu — uppsetningu Þessir þættir vega misþungt í endanlegum gæðum hússins: Hönnun er aðaláhrifsþáttur varðandi endanlegt verð hússins, en ræður einnig hversu flókin uppsetning hússins verður. Hönnunargallar geta orðið til þess að gæði húss verði aldrei viðunandi, t. d. skortur á stíf- leika, eða að gæði náist aðeins með óeðlilega flókinni eða tima- frekri vinnu á vinnustað. Húsnæðisstofnun ríkisins yfir- fór árið 1982 hönnunargögn fimmtán einingahúsaframleið- enda til þess að ganga úr skugga um lánshæfni húsanna. Stofn- unin óskaði eftir upplýsingum um forsendur hönnunar allra húsgerða hvers framleiðanda, ásamt þeim teikningum, útreikn- ingum og öðrum gögnum sem ber að skila til byggingarfulltrúa. Raunin var sú að margir fram- leiðendur reyndust ekki hafa gögn handbær, en eitthvað var unnið af slíku svo ofannefnd yfirferð yrði möguleg. Þessari könnun hefur ekki ver- ið fylgt eftir, og hönnunareftirlit því að öllu leiti í höndum bygg- ingarfulltrúa. Síðan könnunin var gerð hefur reglugerð verið breytt varðandi einangrunar- og þéttleikakröfur, auk þess sem hönnun húsanna kann að hafa verið breytt. Um innflutt einingahús gegnir að hluta til öðru máli heldur en innlend. Vorið 1983 (mars) var gerð breyting á Byggingarreglu- gerð, og þess krafist að Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins yfirfari og samþykki öll hönn- unargögn áður en byggingarleyfi er veitt. í þessu felst m. a. að allir hönnunarreikningar eru yfirfarn- ir og þess krafist að húsið sé full- hannað, fyrir íslenskar aðstæður. Reynslan sýnir að slík yfirferð tekur 50—100 klst. á húsgerð, breytilegt eftir því hve vel úr garði gerð hönnunargögnin ber- ast Rb. Þess má geta að í flestum til- vikum hafa hönnuðir þurft að gera veigamiklar breytingar á hönnun húsanna, og valda þar mestu háar kröfur til vindálags hérlendis. Að lokinni yfirferð, og ef hús- ið hlýtur samþykki, þá er veitt byggingarleyfi fyrir umræddri húsgerð til eins árs. Að þessu ári liðnu eru uppsett hús skoðuð og byggingarleyfi framlengt ef ekki hafa komið fram gallar. Ef ná á samræmdu eftirliti með einingahúsaframleiðslu, þá er nauðsynlegt að hönnun hús- anna, og hönnunarforsendur sé athugað af einum aðila. Jafn- framt mætti yfirfara og gefa út vottorð um þol einstakra eininga. Með þessu móti nægir að einn aðili yfirfari megnið af hönn- unargögnum hverrar húsgerðar. Framleiðslu eininga er ætlað að gefa jöfn gæði frá einum tíma til annars, jafnframt því að halda framleiðslukostnaði niðri. Óná- kvæmni í framleiðslu eininga veldur vandkvæðum við upp- setningu þar sem öll frávik verða til þess að einingar falla ekki rétt saman og samskeyti því flóknari en ella. Eftirliti með framleiðslu þarf að sinna í verksmiðju, auk þess sem prófanir á einingum geta gefið mikilverðar upplýsingar um þol þeirra, og hönnun. Vinna á byggingarslað ræður því þó endanlega hvaða árangur næst. - Forvinna við sökkul og gólfplötu leggur grunninn að því kerfi sem einingarnar síðan mynda. Skekkjur í forvinnunni valda því þessvegna að kerfið gengur ekki upp, þ. e. eining- arnar falla ekki hver að annarri eins og til var ætlast. Slíkt útheimtir því lagfæringar og breytingar við uppsetningu sem bæði er erfitt vegna ytri aðstæðna svo og vegna tíma- pressu. Nauðsynlegt er að úttektir séu framkvæmdar við verk- skipti, t. d. ætti alltaf að taka út fótreim eða festupunkta veggeininga þegar annar aðili reisir hús heldur en sá sem gekk frá grunni. Slík úttekt ætti allt- af að fela í sér hæðarmælingu fótstykkis, og mælingu á legu veggja (hornaskekkjur, lengd- arskekkjur). Einingahús á Siglufirói. 12 • VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.