Verktækni - 01.01.1985, Síða 13

Verktækni - 01.01.1985, Síða 13
Uppsetning byggir á hönnun, framleiðslu eininga og forvinnu á byggingarstað. í uppsetning- unni verður því að leiðrétta all- ar skekkjur sem þessir þættir hafa valdið, auk þess sem tryggja þarf að vinnan við upp- setningu sé í samræmi við þær kröfur sem hún á að uppfylla. Byggingarfulltrúi hefur eftir- lit með uppsetningu. Jafnframt er hægt með tiltölulega ein- faldri þéttleikamælingu að taka stikkprufur á þéttleika hús- anna. Þar sem einingarhús eru byggð upp úr einhverjum fjölda frágenginna og almennt nokkuð þéttra eininga, þá valda mistök í uppsetningu og frágangi því að húsið verður óþéttara en annars væri. Af þessum sökum þá gefur þétt- leiki hússins góða vísbendingu um hvernig tekist hefur til við alla framkvæmd byggingarinn- ar. Mæld loftskipti íslenskra eininga- húsa við 50 Pa mismuna þrýsting. Alls skoðuð 64 einingnhús frá 10 Iramlciðendum. Skástrikuð eru 23 hús sama framleiðenda, af tveim mis- munandi grunngerðum. Kröfur h.vggingareglugerðar (mars 1984) cru að lol'tskipti/klst. scu mcst 3 v. 50 Pa. I mynd eru birtar niðurstöður loftþéttleikamælinga á innlend- um einingahúsum. Sýndur er fjöldi húsa sem mælist með úkveðinn óþéttleika við 50 Pa mismunaþrýsting. Eins og sjá má af línuritinu þá er veruleg dreifing í mæligildum. Húsin mælast allt frá0,5—I loft- skipti/klst. og upp í 8—8,5 loft- skipti. Áberandi flest húsanna 'iggja á bilinu 1,5—4,0 loft- skipti/klst, og af alls 64 mældum einingahúsum uppfylla 29 nú- gúdandi kröfu byggingarreglu- gerðar um loftþéttleika (=<3,0 loftskipt/klst). Dreifingin í mæligildunum er ekki einvörðungu vegna þess að um hús frá 10 framleiðendum er að ræða, heldur er einnig um verulega dreifingu að ræða þótt eingöngu sé litið á hús frá einum framleiðanda. Skástrikað á mynd eru sýndar mæliniðurstöður fyrir tvær grunngerðir húsa frá einum framleiðanda. Þéttleiki þessara húsa liggur á bilinu 2,0—6,5 loft- skipt/klst. Niðurstöður benda því til þess að uppsetning ein- ingahúsa sama framleiðanda takist mismunandi vel (raunar þekkt af misgóðri reynslu íbúa líka). Það skal þó haft í huga að hús- in sem mæliniðurstöður eru birt- ar fyrir eru ekki öll afhent full- grágengin af framleiðanda, og því ekki nein vissa fyrir að rekja megi ástæður fyrir þessum mis- munandi niðurstöðum til hans í öllum tilvikum. Lokaorð Óviðunandi er að byggingar- efni eða hlutar sé framleitt hér- lendis án gæðaeftirlits. Gildir þetta ekki síst fyrir burðarvirki. Auðvell er að hafa kerfisbund- ið eftirlit með hönnun, fram- leiðslu og uppsetningu og ná þannig framleiðsluþróun, auk tryggingar fyrir kaupanda. Ýmis hefðbundin samskipti byggingarfulltrúa og fram- kvæmdaraðila varðandi gögn sem skila skal inn má einfalda. Jafnframt er eðlilegt að hönnun- areftirlit með fjöldaframleiddum einingum sé ekki í höndum bygg- ingarfulltrúa, sem í fæstum til- vikum hefur þann mannafla eða tíma sem til slíks þarf. Þetta á sérstaklega við um einingar sem eru fluttar inn á svæði viðkom- andi aðila. Oft er um fjöldaframleiðslu eininga að ræða, sem síðan er raðað saman á mismunandi vegu. Sem best mætti því hafa sam- ræmt eftirlit með hönnun og gerð eininga, og gefa síðan út yfir- lýsingar um eiginleika og getu eininganna, t. d. burðarþol m. m. Reynslan sýnir að misvel getur tekist til við gerð húsa, og eru einingahús þar engin undan- tekning. Með gæðaeftirliti inætti auka líkur á jöfnum gæðum ein- ingahúsa, og jafnframt bæta þau frá því sem nú er. Björn Marteinsson oventrop Leitió upplýsinga. VATNSVIRKINN//J ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SlMI: VERSLUN: 686455, SKRIFSTOFA: 685966 SÖLUM.: 686491 lansm DIESEL OG RAFMAGNSLYFTARAR AF ÖLLUM STÆRÐUM OG STYRKLEIKA úrval aukahluta HAFIÐ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR «Ss_________________________________ BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykiavík S. 38 900 VERKTÆKNI • 13

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.