Til sjávar - 01.04.1999, Qupperneq 2

Til sjávar - 01.04.1999, Qupperneq 2
 Raðgjafarstörf erlendis Framtíðarskipan hafnamála Framtíðarskipan hafnamála er nú mjög í deiglunni hér á landi og kemur þar margt til. Undanfarin ár hefur löggjaFinn markvisst unnið að því að breyta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og jafnframt hefur hann stuðlað að aukinni samkeppni í efnahagslíFinu með því að aFnema samræmdar gjaldskrár, setja samkeppnisreglur og skýrar reglur um rekstur hins opinbera í samkeppni. Hingað til hefur þetta lítið snert hafnirnar en nú bendir ýmislegt til breytinga. Viðskiptavinir hafa gert athugasemdir við uppbyggingu gjaldskrár hafnanna og réttmæti þess að hún sé samræmd fyrir allt landið. Síðastliðið ár hefur stefnumótun (grænbók) Evrópusambandsins í hafnamálum verið til umræðu en þar er meðal annars komið inn á gjaldtöku fyrir afnot af hafnarmannvirkjum, fyrirkomulag ríkisstyrkja og lagt til að reglur um þjónustu í höfnum verði samræmdar. Þá hefur Evrópusambandið lagt áherslu á að auka sjóflutninga og þar með mikilvægi hafnanna og efla þannig umhverfisvænan flutningsmáta. í framhaldi af ályktun ársfundar Hafnasam- bands sveitarfélaga síðastliðið haust skipaði samgönguráðherra tvær nefndir snemma á þessu ári til að gera tillögur í þessum efnum. I nefndunum sitja fulltrúar ráðuneytisins og Hafnasambandsins og skal önnur nefndin fjalla um gjaldskrármál og hin um framtíðarskipan hafnamála. Nefndimar fara væntanlega yfir þau atriði sem sett voru fram í ályktun Hafnasambandsins og má þar nefna: 1) Leikreglur um samskipti ríkis og sveitarfélaga hvað varðar fjármögnun framkvæmda og ákvörðun gjaldskrár. 2) Flokkun hafna eftir Qárhagslegri getu. 3) Reglur um hvemig styðja skuli litlar hafnir sem ekki hafa tekjur eða aðrar forsendur til að standa undir rekstri eða nýframkvæmdum. 4) Samræmingu gjaldtöku milli mismunandi flutningsmáta. Hér er vandasamt verk að vinna en vonandi tekst að koma fram með tillögur sem taka fullt tillit til séríslenskra aðstæðna, þ.e. byggðasjónarmiða og fjölda lítilla fiskihafna í dreifðum byggðum. Tillögur sem jafnframt verða að taka mið af Unnið við ráðgjöf í Noregi og Namibíu s I iglingastofnun vinnur um Iþcssar mundir að ráðgöf í Noregi og Namibíu á sviði hafnamála. I Noregi er unnið að hönnun brimvarnargarðs við Sirevág á vesturströndinni. Fulltrúar Kystverket í Noregi hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum og komist að raun um að lausnir stofnunarinnar í hönnun brim- varnargarða hentar þeim. I apríl mun Siglingastofnun skila tillögum um verkið og verður ijallað nánar um þær síðar. Tildrög verkefnisins sem Siglinga- stofnun kemur að við Walvis Bay í Namibíu eru þau að fulltrúar stjómvalda í Namibíu vom hér á landi þegar unnið var við líkantilraunir af Hornafjarðarósi. Vandamál sem Homfirðingar glímdu við í ósnum em svipuð þeint sem Namibíumenn eiga við. Óskuðu þeir því í framhaldi eftir aðstoð Islendinga og Siglingastofnunar. I mars sl. héldu tveir starfsmenn Siglinga- stofnunar til Namibíu til að skoða aðstæður. Lögð var upp áætlun um gagnasöfnun og rannsóknir til að meta umfang vandans. Gerðar verða dýptar- mælingar, jarðtækniupplýsingum safnað og loftmyndir teknar. Framhald málsins ræðst síðan á gmndvelli þessarar athugunar. Úr Namibíuferð starfsmanna Siglingastofnunar Áhersla á gæðamál Nýtt skipurit Siglinga- stofnunar tók gildi þann 26. mars sl. en um hríð hefur stofnunin unnið að stefnu- mótunarvinnu í samvinnu við VSÓ. Helstu breytingar frá fyrra skipuriti eru þær að embætti gæðastjóra Siglingastofnunar var sett á fót. Með því vill stofnunin leggja aukna áherslu á gæðamál á öllum sviðum stofnunarinnar. Sigurbergur Björnsson, fjármálastjóri Siglingastofnunar, hefur tekið við embætti gæðastjóra. Aðrar breytingar era m.a. þær að efla á starfsemi skoðunarsviðs á landsbyggðinni. Skoðunarsviði er ekki lengur skipt form- Skipa- og báta- skrá 1999 SKRÁ YFIR ÍSLENSK SKIP OG BÁTA1999 % SiaiNCASHWNUN stefnumótun Evrópusambandsins. lega upp í tækni- og eftirlitsdeild og verka- skipting milli sviða er gerð skýrari. Skipaskráin er með breyttu sniði í ár. Skrá yfir þil- farsskip og opna báta var sameinuð í eina skrá. Ritið fæst í öllum umdæmum Sigiingastofnunar. Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofnunar. Heimasíða: www.sigling.is Fjölmiðlum er fijálst að nota efni blaðsins ef heimil- Útgefandi: Siglingastofnun íslands. Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) dar er getið. Óskum um áskrift er hægt að koma á Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Abyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. framfæri við ritstjóra. Sími: 560 0000 Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bréfasími: 560 0060 Efni tilbúið í prentsmiðju 12. apríl 1999. 2

x

Til sjávar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.