Til sjávar - 01.04.1999, Síða 4

Til sjávar - 01.04.1999, Síða 4
Skipastóllinn Nýskráðum skipum fer fjölgandi í ár - en flotinn hefur minnkað undanfarin ár Asíðastliðnu ári varð liðlega 10% aukning í eigendaskiptum (umskrán- ingum) á bátum og skipum. Arið 1998 áttu eigendaskipti sér stað í 500 tilvikum samanborið við 453 árið 1997. Þegar litið var til fyrstu fjögurra mánaða ársins 1998 stefndi í verulega aukningu á umskráningum fyrir árið í heild sinni en heldur dró úr þeim á síðari hluta ársins. Fyrsti þrjá mánuði 1999 voru umskrán- ingar alls 137 og stefna því í að verða svipaðar og árið á undan. Nýskráningar hafa verið óvenju margar á fyrsta ársfjórðungi 1999 eða 18 og virðist ekkert lát á þeim að sögn Steindórs Arnasonar hjá Siglingastofnun. Mikið er að gera í skipasmíðastöðvum og er það mat Steindórs að nýskráningum muni fjölga verulega frá fyrra ári. Allt árið 1998 voru nýskráningar 49 og 41 árið 1997. Afskráningar hafa verið fáar það sem af er árinu eða 8. A síðasta ári var hins vegar gert átak í að taka skip, sem ekki höfðu verið skoðuð árum saman, af skrá og var hcildarfjöldi afskráninga 182 á síðasta ári. Tölurnar eru því ekki samanburðarhæfar fyrir þetta ár. Um 40% aukning í útgáfu mælibréfa ffeildarfjöldi útgefinna mælibréfa og skrásetningarskírteina árið 1998 var 776 samanborið við 557 árið 1997 sem er aukning um rúmlega 39%. Utgefin þjóðernisskírteini árið 1998 voru 141 en 1997 voru gefin út 106 skírteini og er því um 33% aukningu að ræða. Aukningin í útgáfa mælibréfa og skrá- setningarskírteina ásamt útgáfu þjóðernis- skírteina ber vott um aukna nýliðun, tíð eigendaskipti og miklar breytingar á íslenska skipaflotanum á síðasta ári. Aukningin virðist ekki halda áfram á þessu ári því á fyrsta ársfjórðungi 1999 hafa aðeins verið gefin út 111 mælibréf og skrásetningarskírteini og 24 þjóðernis- skírteini, Skip og bátar í einni skrá Á hverju ári gefur Siglingastofnun út skrár yfir öll skráð þilfarsskip og opna báta miðað við 1. janúar. Að þessu sinni voru skrárnar sameinaðar í einu riti: Skrá yfir íslensk skip og báta 1999. Um sl. áramót voru 2.351 skip á skrá Siglingastofnunar íslands en voru 2.484 árið 1998. Heildarfækkun í flotanum er því 133 skip. Stóran hluta þessarar fækkunar má skýra með átaki í afskráningum sem getið er hér að framan. I þessu átaki voru 24 þilfarsskip og 60 opnir bátar teknir af skrá. I brúttótonnum (BT) talið minnkar flotinn um 6.935 tonn milli ára, var 249.341 BT árið 1998 en er nú 242.406 BT. Þilfarsskipum fækkar um 23 og í brúttótonnum (BT) minnkar flotinn um tæp 7.000 tonn. Opnum bátum fækkar verulega eða um 110. Engu að síður mælist aukning í brúttótonnum um 46 tonn. Ástæðan er sú að á árinu 1998 voru skráðir nýir prammar sem mældust yfir 400 brúttótonn. Skipum í flokki fækkar Skip sem eru skráð hjá viðurkenndum flokkunarfélögum og eru undir eftirliti þeirra hefur fækkað undanfarin ár. Árið 1997 voru þau 178, fækkaði í 166 árið 1998 og nú 1. janúar 1999 voru þau samtals 159 eða tæp 17% af þilfarsskipum á skrá. Elsta þilfarsskipið á skrá er Baldur VE- 24, smíðaður 1930. Elsti opni báturinn á skrá er Síldin SH-650, sem var smíðaður árið 1860. Meðalaldur íslenskra þilfars- fiskiskipa er um 21 ár. Flest fiskiskip á Vcstfjöröum Þegar skoðuð er skipting á landshluta þá kemur í ljós að flest skip og bátar eru á höfuðborgarsvæðinu og munar þar mestu um að stærstu hluti skemmtibáta er á því svæði. Flest fiskiskip eru á Vestijörðum. Mest ljölgun milli ára er á Suðurlandi en fækkun í skipaflotanum er helst að finna á Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu eins og súluritið hér að neðan ber með sér. íslensk skip 1997-1999 1997 Heimild: Siglingastofnun íslands Fjöldi skipa eftir landsvæðum 1997-1998 □ Opnir bátar □ Þilfarsskip ■ Heildarf jöldi Suðumes Vesturland \tetfin5ir Norðurl-v Norðurl-e Austurland Suðurland Heimild: Siglingastofnun íslands og Hagstofa íslands 4

x

Til sjávar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.