Til sjávar - 01.06.1999, Side 2

Til sjávar - 01.06.1999, Side 2
Frá forstjóra Ný bauja á Seyðisfirði Leiðarljós Siglingastofnunar Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár að dauðaslysum til sjós hefur fækkað. Hugarfarsbreyting sjómanna gagnvart öryggismálum hefur vafalaust haft mikil áhrif á þá þróun og eins og fram kemur í samtali hér í blaðinu við Sigmar Þór Sveinbjömsson. Jafnframt nefnir hann aukna fræðslu um slysavarnir og eiginleika skipa og ítarlegra skipaeftirlit en áður. Við hjá Siglingastofnun verðum vör við umræddar áherslubreytingar í störfum okkar og stofnunin hefur jafnframt verið virkur þátttakandi í þróuninni eins og eftirfarandi dæmi sýna. Áhugi sjómanna um aðstæður til sjósóknar er mikill samanber 8000 fyrirspurnir á mánuði um veður og sjólag á heimasíðu Siglingastofnunar. Stofnunin í samráði við fleiri aðila stóð fyrir kynningarfundum víðs vegar um landið um stöðugleika skipa síðastliðinn vetur. Unnið er skipulega að því að skip án haffæris stundi ekki sjóróðra og jafnframt að skip sem ekki hafa verið skoðuð lengi séu tekin af skrá. Þá hefur verið unnið við að koma á einsleitni í skoðunum, bæði með því að skilgreina kröfur og framkvæmd skoðana. í samræmi við breyttar aðstæður ákváðum við hjá Siglingastofnun að fara í stefnumótunarvinnu síðastliðinn vetur. Farið var yfir starfsemi stofnunar- innar, framtíðarsýn og hlutverk hennar í nánustu framtíð skilgreint, nokkurs konar leiðarljós sem hljóðar svo: „Siglingastofnun íslands er framsœkin þjónustustofnun sem vinnur að öryggi sjófarenda og aukinni hagkvœmni í sjósókn. Meö sérfrœðiþekkingu og skilvirkri miðlun upplýsinga um málefni hafna og siglinga þjónar Siglingastofnun stjórnvöldum, sjófarendum og útgerðarmönnum. Siglingastofnun íslands er virkur þátttakandi í mótun heildarstefnu stjórnvalda um samgöngur, skip, hafnir, strandlengju og umhverfismál sjávar. Stofhunin leggur áherslu á að tryggja að sérfrœðiþekking og reynsla starfsmanna leggi góðan grunn að opinberum kröfum um málefni sjávar og sjófarenda.. A sama hátt stendur stofnunin öruggan vörð um að þessar kröfur séu uppfylltar. Siglingastofnun vinnur einnig að því að tryggja að sjónarmið íslenskra útgerðarmanna og sjófarenda fái hljómgrunn í alþjóðlegu samstaifi, þannig að sérhœfð þekking og reynsla af íslenskum aðstœðum endurspeglist í alþjóðlegum reglum um siglingamál. “ Varað við El Grillo Ireglulegri eftirlitsferð starfsmanna vitasviðs Siglingastofnunar nú í júní verður m.a. komið fyrir nýrri bauju í Seyðisfirði - svokallaðri E1 Grillo bauju - eða á þeim stað þar sem samnefndu bresku olíubirgðaskipi var sökkt 10. febrúar 1944. A baujunni hefur verið komið fyrir skilti með upplýsingum um þennan atburð og viðvörun til sjó- farenda um að varpa ekki akkerum í námunda við staðinn. Jóhann B. Sveinbjörnsson, bæjar- gjaldkeri á Seyðisfirði, er manna fróðastur um örlög E1 Grillo. I samtali við Til sjávar sagði Jóhann að skipið hefði sokkið eftir árás þýskra sprengjuflugvéla á Seyðisfjörð. Ein sprengja hæfði stefni skipsins um 11 leytið 10. febrúar 1944 og skipið sökk síðar þann dag eða um 19.30, að sögn Jóhanns. E1 Grillo var hlaðið olíu þegar það sökk og í kjölfarið varð mikil olíumengun í Seyðisfirði. Olíubirgðaskipið E1 Grillo var 7264 brúttótonn og 147 metra langt. Flak þess liggur á um 45 metra dýpi. Um borð voru 48 skipverjar, þar af 9 skyttur, og björguðust allir. Umhverfisskýrsla 1998 komin út - markar upphaf umhverfisstefnu Siglingastofnunar s Iaprfl sl. kom út umhverf- isskýrsla samgönguráðu- neytisins og stofnana þess, þ.e. Vegagerðarinnar, Flug- málastjórnar, Ferðamálaráðs og Siglinga- stofnunar. Fjallað er um hverja stofnun fyrir sig og stefnu í umhverfismálum þeirra gerð skil. Hvað Siglingastofnun varðar þá markar þessi skýrsla upphaf skipulegs umhverfisstarfs í stofnuninni. Fyrst um sinn er sjónum aðeins beint að almennum rekstri í höfuðstöðvum stofnunarinnar en ætlunin er að víkka út umfang starfsins á næstu árum. I skýrslunni kemur m.a. fram að pappírsnotkun á hvern starfsmann Sigl- ingastofnunar í Kópavogi er um 31 kg og akstur sendibifreiðar er um 180 km á hvern starfsmann á árinu 1998. Þeir sem vilja kynna sér efni skýrsl- unnar frekar geta nálgast hana hjá stofnuninni um land allt. UMHVERFISSKÝRSLA 1998 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ OG STOFNANIR ÞESS SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofnunar. Heimasíða: www.sigling.is Fjölmiðlum er frjálst að nota efni blaðsins ef heimil- Útgefandi: Siglingastofnun íslands. Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) dar er getið. Óskum um áskrift er hægt að koma á Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Ábyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. framfæri við ritstjóra. Sími: 560 0000 Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Ljósmynd á baksíðu er eftir Hjálmar R. Bárðarson, Bréfasími: 560 0060 Efni tilbúið í prentsmiðju 31. maí 1999. fyrrv. siglingamálastjóra. 2

x

Til sjávar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.