Til sjávar - 01.06.1999, Page 3

Til sjávar - 01.06.1999, Page 3
Spjallið Hugarfarsbreyting sjómanna stærsta breytingin - Sigmar Þór Sveinbjörnsson í spjalli um öryggismál sjómanna Sigmar Þór Sveinbjörns- son er sá fyrsti sem tekinn er í „Spjall“ á síðum Til sjávar. Framvegis verður „Spjallið" fastur þáttur í efni blaðsins. Hvenœr liófnst afskipti þín af öryggismálum sjómanna? „Það var í kringum 1968-69 í kjölfar sjóslyss þar sem margir félagar mínir fórust. Síðan hef ég tengst þessum málum órjúfandi böndum." Hver finnst þér vera megin- breytingin sem átt liefur sér stað á þessum tíma? „Það er fyrst og fremst hugarfars- breyting sjómannanna sjálfra. Hér áður fyrr var gert grín að þeim mönnum sem hugsuðu um öryggismál en því er ekki að heilsa í dag, þvert á móti, og það má ekki síst þakka Slysavarnaskóla sjómanna. Siglingastofn- un og forveri hennar hafa einnig sinnt mikilvægu hlutverki við fræðslu og upplýsingamiðlun." A síðustu árum hefur sjóslysum fœkkað, sérstaklega dauðaslysum. Hvað skýrir þá þróun? „Það eru margir aðilar sem koma að slysavörnum sjómanna og skiljanlega vilja allir eiga hlutdeild í árangrinum. Sjálfur hef ég í yfir 20 ár, ásamt félögum mínum í Vestmannaeyjum, barist í þessum málum og með nokkrum árangri að okkar mati. Nefna má baráttu okkar fyrir marg- umtöluðum sleppibúnaði gúmmíbjörg- unarbáta sem hefur bjargað 22 sjómönnum frá árinu 1981. Þetta hefur komið fram í sjóprófum undanfarinna ára og segja má með sanni að þetta eigi sinn þátt í fækkun dauðaslysa á sjó. Ég fagna því sérstaklega að sleppibúnaðarmálið er loksins til lykta leitt eða ég vona að svo sé. Það er fleiri aðilar sem hafa átt þátt í að bjarga sjómönnum frá dauða. Ég vil nefna fyrst þyrlur Landhelgisgæslunnar, ekki hvað síst nýju þyrluna, TF Líf, og áhöfn hennar sem bjargað hefur tugum sjómanna t.d. í hinni frækilegu björgun áhafnar Dísarfellsins sem fórst 9. mars 1997 og í sömu viku áhöfnum Víkartinds og Þorsteins GK, alls 39 sjómönnum. Einnig má nefna að eftirlit með skipum hefur verið hert og þar vil ég sérstaklega nefna stöðugleikaátakið sem hófst 1992 með stöðugleika- mælingum á minni þilfars- skipum um allt land. Og á síðustu tveimur árum hefur sambærilegt átak verið í stærri skipum. Þetta átak Siglingamálastofnunar og síðar Siglingastofnunar hefur án efa átt þátt í að færri dauðaslys hafa orðið á síðustu árum. Enn fleiri þætti mætti nefna og ekki síst Slysavamaskóla sjómanna sem unnið hefur mjög gott starf og sömuleiðis loftskeytamenn strandastöðva, sem sjaldan fá hrós fyrir sitt mikilvæga starf í tengslum við sjóslys. Auðvitað koma fleiri aðilar og þættir til, sem stuðla að færri dauðaslysum en í stuttu viðtali er því miður ekki hægt að telja alla upp.“ Hver eru helstu verkefnin framundan sem taka þarfá? „Það er mjög margt sem hægt er að gera í því skyni að fækka sjóslysum. Siglingastofnun hefur þar verk að vinna og ég vona að hún eigi í framtíðinni eftir að standa sig vel í að gæta öryggis sjómanna við íslands- strendur. Hún hefur alla burði til að gera það.“ Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár að dauðaslysum til sjós hefur fækkað allverulega og binda menn vonir við að hér sé um varanlega tilhneigingu að ræða. Enga einhlíta skýringu er að ftnna og vafalaust margir samvirkandi þættir sem skiia árangri. Til sjávar fékk Sigmar Þór Sveinbjörnsson í stutt spjall um þessa þróun og almennt um öryggismál sjómanna. Sigmar, sem er fæddur 1946 í Vestmannaeyjum, er einn þeirra manna sem er vakinn og sofinn yfir öryggismálum sjómanna. Hann var lengi til sjós á ýmsum bátum frá Veslmannaeyjum og stýrimaður á Herjólft. Einnig gegndi Sigmar starfí umdæmisstjóra Siglingastofnunar í Vestmannaeyjum í 5 ár. Um þessar mundir er Sigmar starfsmaður stofnunarinnar í Kópavogi. Vitavarðaskipti Nýr vitavörður á Bjargtöngum... Vitavarðarskipti hafa orðið á Bjargtöngum. Jónas Hörðdal Jónsson hefur látið af störfum og við hefur tekið Keran Stueland Ólason. Hann er frá Geitagili í Örlygshöfn. Keran keypti jörðina Breiðavík af Jónasi og hefur hafið búskap þar. ... líka í Dyrhólaey Stefán Gunnarsson, vitavörður í Dyr- hólaey, er að láta af störfum og í stað hans kemur um stundarsakir Þorsteinn Gunnarsson, bróðir Stefáns, á Vatns- skarðshólum. Óli aftur á Horn? Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður á Hornbjargi, starfar í sumar við land- vörslu á Horni og sinnir einnig þjónustu við ferðamenn. Óli mun dvelja í vita- varðarhúsinu. sigling.is nýtur ntikilla vinsælda Vefsetur Siglingastofnunar, www. sigling.is, nýtur vaxandi hylli. Langmest umferð er inn á upplýsingakerfið um veður og sjólag og er komið inn á þá síðu um 8.000 sinnum í hverjum mánuði. Umsókn samþykkt A aðalfundi Parísarsamkomulagsins um hafnarríkiseftirlit í Stokkhólmi í maí var umsókn íslands um fulla aðild að samkomulaginu samþykkt. Nýr starfsmaður I móttöku á skrifstofusviði er kominn nýr starfsmaður, Þórlaug Haraldsdóttir, sem hóf störf í aprfl sl. Hafnarframkvæmdir á Djúpavogi Hafnaáætlun gerir ráð fyrir að hafnar verið framkvæmdir árið 2000 við nýjan viðlegukant við fiskimjölsverksmiðjuna, sem stendur við Innri Gleðivík. Sam- gönguráðuneytið hefur nú heimilað að framkvæmdunum verði flýtt þannig að byrjað verði á verkinu þegar á þessu ári. A Siglingastofnun er nú unnið að gerð frummatsskýrslu um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmdarinnar og gert er ráð fyrir að henni verði skilað til skipulags- stjóra ríkisins í þessum mánuði. 3

x

Til sjávar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.