Til sjávar - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Til sjávar - 01.06.1999, Blaðsíða 4
Leiðsögumál Evrópskt GPS kerfi í uppsiglingu? - áætlaður kostnaður við Galileo um 200 milljarðar króna Avettvangi ESB nú í júní 1999 verður tekin ákvörðun um livort farið verði í uppbyggingu á evrópsku gervihnattakerfi, sem er nefnt Galileo. A nýlegum fundi á vegum ESB var fjallað um málið og þar var fulltrúi Siglingastofnunar, Sigurbergur Björns- son, forstöðumaður gæðamála og áætlana. Til sjávar innti Sigurberg um helstu tíðindi af fundinum. Tillögur framkvæmdastjórnar ESB Sigurbergur sagði að á fundinum hefðu áform ESB um Galileo verið kynnt og að núna í lok mars hefði framkvæmda- stjórnin lagt fram tillögur sínar í þessum efnum. Fram kom að ESB telur mjög nauðsynlegt að koma upp eigin staðsetningarkerfi af eftirfarandi ástæðum: • Nauðsynlegt er að hafa varakerfi ef GPS verður af einhverjuro ástæðum óvirkt. Rússneska kerfið, Glonass, er of stopult til þess að þjóna sem slfkt auk þess sem það er undir stjóm Rússa. • ESB hefur engin bein áhrif á GPS kerfið. Bandaríkjamenn geta því stjórnað því að vild og nýtt sér það við hernaðarátök. • Áætlað er að viðskipti með GPS búnað nemi um 4000 milljörðum króna árlega. ESB vill stærri sneið af þessari köku og telja að eigið gervihnattakerfi muni styrkja stöðu evrópskra fyrirtækja á þessum markaði. • Loks er óvíst hvort eða hversu lengi GPS kerfið verður ókeypis. Hugsanlegt er að grunnþjónusta verði án endurgjalds en það þurfi áskrift að viðbótum við kerfið. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að það verði án endurgjalds til ársins 2004. Þjónusta í þremur flokkum • Að sögn Sigurbergs gera tillögur ESB ráð • fyrir því að Galileo verði samsett af 21 tungli sem hringsóli um jörðina og þremur staðbundnum gervitunglum. Það verði í millisporbaug eins og tungl Bandaríkjanna en sú tilhögun hefur gefist vel. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði í þremur flokkum og aðgangur að fyrsta flokknum verði ókeypis en þar má gera ráð fyrir innan við 10 m staðsetningar- nákvæmni. Gjald verður að öðrum flokkum og í staðinn fá menn aukna nákvæmni og ábyrgð á þjónustunni. Ef skip strandar eða ferst vegna mistaka í staðsetningarmerkjum ber ESB kostn- aðinn af því. Óar ekki við kostnaðinum Gert er ráð fyrir að kostnaður við að koma þessu kerfi á laggimar verði um og yfir 200 milljarðar íslenskra króna. Sigurbergur segir að þrátt fyrir að kostnaðurinn sé mikill þá sé hann ekki stór hindrun. Fulltrúar aðildarríkja ESB benda til dæmis á að áætlaður kostnaður af Galileo sé minni en kostnaður eins ESB ríkis, Danmerkur, við byggingu Stórabeltisbrúarinnar. Áætlað er að kerfið verði komið í gagnið árið 2008. Ekki megi draga lengur að hefja verkið þvf þá er hætt við að erfitt verði að vinna upp forskot annarra. Að sögn Sigurbergs er gert ráð fyrir því að Galileo verði að hluta fjármagnað með því að innheimta sérstakan skatt af öllum seldum móttökutækjum fyrir staðsetningarmerki. Skipin hafa verið stærsti markaðurinn hingað til fyrir GPS móttakara. Tvö kerfi betri en eitt Að mati Guðjóns Scheving Tryggva- sonar, verkfræðings hjá Siglingastofnun getur þetta nýja kerfi komið íslenskum sjófarendum til góða. Það kemur til með að tryggja notendum áframhaldandi aðgang að gervihnattakerfum til staðar- ákvörðunar. „Helstu ókostir við GPS kerfið, fyrir utan að hafa ekki varakerfi, eru þeir að almennir notendur hafa ekki aðgang að fullri staðsetningamákvæmni kerfisins og ekki síst að það getur tekið langan tíma að taka bilaðan gervihnött úr notkun. Reyndar er búið að lofa endurbótum á GPS kerfinu, sem kemur með næstu kynslóð gervihnatta, og gera má ráð fyrir að verði komin í gagnið um 2006 til 2008. Tvö óháð staðsetningarkerfi, GPS og Galileo, gefa möguleika á að sannreyna niðurstöður úr öðru kerfinu. Staðsetn- ingarnákvæmni Galileo verður sú sama og stefnt er að því að GPS kerfið hafi i lok næsta áratugar. Verði Galileo kerfið samhæft við GPS munu fljótlega koma á markað ódýr notendatæki sem gefa öruggari og nákvæmari staðsetningu en kerfin gefa sitt í hvoru lagi, og verða þá almennir notendur komnir með nokkurra metra staðsetningarnákvæmni, sent aðeins er unnt að ná með leiðréttingar- kerfum í dag. I það heila tekið þá er tilkoma Galileo, ef af verður, mjög jákvæð fyrir íslenska sjófarendur og aðra notendur", sagði Guðjón að lokum. 4

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.