Til sjávar - 01.06.1999, Side 6

Til sjávar - 01.06.1999, Side 6
Niðurstöður útboða Tvö tilboð yfir kostnaðaráætlun Dags. Heiti útboðs Kostnaðaráætlun Lægsta tilboð % Verktaki m. lægsta tilboð Fj. tilboða 13.04.99 Vopnafjörður/Kokkálsvík - Dýpkun 92.500.000,- 88.967.500,- 96 Dýpkun sf. 2 15.04.99 Akranes - Styrking á aðalhafnargarði og sjóvöm 21.560.000,- 14.646.250,- 68 Suðurverk hf. 8 20.04.99 ísafjörður - Sundabakki, stálþil 25.379.970,- 22.971.260,- 90 Guðlaugur Einarsson, Sauðárkr. 3 20.04.99 Sigluíjörður - Skjólgarður 27.322.545,- 24.858.490,- 91 Víðimelsbræður ehf. og Gestur H.* 10 28.04.99 Flateyri - Endurbygging stálþils 38.198.800,- 40.583.840,- 106 Gáma- og tækjaleiga Austurlands 3 11.05.99 Bolungarvik - Flotbryggja 6.410.000,- 6.963.036,- 109 Króli ehf. 1 * Samið var við Suðurverk, sem bauð næst lægst. Þingsályktun um vinnuumhverfi sjómanna samþykkt - sambærilegar reglur gildi á sjó og í landi Alþingi samþykkti í vor þingsályktun um vinnuumhverfi sjómanna. Flutningsmenn voru Guð- mundur Hallvarðsson, Gísli S. Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Kristinn H. Gunnarsson og Stefán Guðmundsson. Alyktunin hljóðar þannig: Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að stuðla að því að vinnuumhverfi sjómanna sé bœtt. Meðal annars þarf að liuga að mengunarvörnum um borð í skipum, eftirliti með meðferð matvœla og meðferð hœttulegra efna, auk þess sem gefa þarf gaum að vinnuvernd um borð í fiski- skipum og kaupskipum á þann hátt að um vinnuumhverfi sjómanna gildi vinnu-, hollustu- og mengunarvarnarreglur sambœrilegar við þœr sem gilda hjá öðrum starfsstéttum. I umsögn samgöngunefndar um málið kemur fram að gefnar hafa verið út tvær reglugerðir á þessu sviði, nr. 785/1998 um lágmarkskröfur er varða öryggi, hollustuhætti og heilsu við vinnu um borð í fiskiskipum og reglugerð nr. 786/1998 um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum. Siglingastofnun er um þessar mundir að vinna að nánari útfærslu á einstökum ákvæðum reglugerðanna og segir í áliti samgöngunefndar að hún telji mikilvægt að efni þingsályktunartillögunnar verði haft til hliðsjónar við þá vinnu. Fjallað verður nánar um þetta efni þegar niðurstöður úr vinnu starfsmanna stofnunarinnar liggja fyrir. Búnaður Varðelds ehf. Framleiðandi: Varðeldur ehf., Kópavogi. Hönnuður: Þorbjörn Á. Friðriksson. Stutt lýsing: Gerður fyrir allt að 12 manna gúmmíbjörgunarbáta. Byggt er á svokallaðri knýiefnatækni. Bátnum er varpað fyrir borð af spymu (tjakki) sem knúin er sprengiefnablöndu og ræstur með rafkveikju. Neyðarrofar eru í brú skipsins, við bát og annars staðar þar sem þurfa þykir. Skynjarar sem nema þrýsting o.fl., senda boð til tölvu sem metur hvort björgunarbátnum skuli skotið sjálfvirkt fyrir borð. Eiginleikar tjakksins: Hefur ákveðið afl sem nægir til að varpa bát hæfílega langt frá skipshlið. Losar bát úr allri ísingu. Varpar bátnum á auðan sjó þótt skip hallist 45° á gagnstætt borð. Losar bátinn neðansjávar. Nánari lýsing: Sjá kynningarefni sem Varðeldur hefur gefíð út og heimasíðu - www.vortex.is/vardeldur Sigmundsbúnaður Framleiðandi: Vélaverkstæðið Þórhf., Vestmannaeyjum. Hönnuður: Sigmund Jóhannsson. Stutt lýsing: Gerður fyrir allt að 16 manna gúmmíbjörgunarbáta. Sjósetning getur verið handvirk, með fjarstýringu, en þá er togað í handfang sem tengt er búnaðinum með vír, og sjálfvirkt, þ.e. þá ræsist búnaðurinn af sjóstýribúnaði sem tengdur er sjósetningar- búnaðinum. Sjálfvirk sjósetning: Þegar sjór fer um sjóstýribúnað leysist upp sérstök tafla og búnaðurinn togar í vír, sem tengdur er læsingar- armi í svonefndum læsingarkassa. Taflan heldur fjöður forspenntri þannig að þegar spennan fer af fjöðrinni opnast fyrir þrýstihylki og lofttegund sem í hylkinu er, virkar á bullu som togar í vírinn og læsingararmurinn gengur til. Nánari lýsing: Sjá kynningarefni sem Vélaverkstæðið Þór hefur gefið út og heimasíðu - www.sigmund.is Ný reglugerð um bótagreiðslur til sjómanna Dags. Heiti Nr. S01 nr. Gildistaka 19.03.99 Rgl. um greiðslu bóta fyrir eignir skipverja á íslenskum skipum, sem eyðileggjast við sjóslys eða bruna 224/1999 7.2.14 19.03.99 6

x

Til sjávar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.