Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 2

Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 2
EL TE frh. af bls. 1 Þegar komið var að Þormóðsskeri 'hafði bætt talsvert í vind og jafnvel talið tvísýnt hvort væri fært í vitann. Lúðvík Friðbergsson, 2. stýrimaður, taldi þó að svo væri - ástandið væri betra á lendingarstað í þessari vindátt en það liti út fyrir. Gert var klárt fyrir ferð í vitann, taka þurfti nýja rafgeyma með, sólarspegil, verkfæri og annan búnað. Auk Lúðvíks voru með í för hásetarnir Gaui og Bjössi og einn nemandi, sem leið ekki allt of vel í þessu volki og hlakkaði bersýnilega ekki til fararinnar. Gúmbátur var gerður klár. Fyrsta ferðin í gúmbát af fjölmörgum í þessari ferð var staðreynd. Þetta var spennandi. Sem betur fer örlaði ekki á sjóveiki og ferðin gekk vel undir öruggri stjórn Vitinn á Þormóðsskeri í drungalegu veðri Lúðvíks stýrimanns sem virtist gjörþekkja aðstæður og hásetamir unnu fumlaust við nokkuð erfiðar aðstæður í lendingunni. Reisulegur viti Klukkan var nokkuð gengin í ellefu. Vitinn kom manni á óvart, reisulegur og fallegur. Fyrir höndum var mikil vinna hjá Guðmundi og Sigurjóni. Koma átti fyrir nýjum sólarspegli fyrir radarsvara og var hann settur upp af Sigurjóni við mjög erfiðar aðstæður: Hávaðarok, skuggsýnt og klifra þurfti hátt upp með þunga borvél að vopni í annarri hendi og sólarspegil í hinni. Auk sólarspegils var nákvæm staðsetning vitans mæld með sérstöku GPS-mælingatæki, geymar voru sýru- mældir, rúður og speglar í ljóshúsi þrifnir, perur í merkjagjafa athugaðar, einnota geymum skipt út og öðrum komið fyrir. Ástand vitans var gott að mati Guðmund- ar og hann var ánægður með hvemig til tókst. Þegar vinnu var loks lokið í vitanum um fimm leytið um nóttina var veður orðið allslæmt. Örlítið var farið að rökkva en nýr dagur rétt ókominn. Ferðin í gúmbátnum tókst þó vel þrátt fyrir kalda(skít) og stöðuga ágjöf. Varla var þurr þráður á okkur sem vorum ekki í flotvinnugalla. Um nóttina bætti enn í vind og skipið valt mikið. Ég tók ákvörðun um að sleppa því alfarið að taka inn sjóveikispillu. Óttinn við sjóveiki, sem reyndist sem betur fer ástæðulaus, var þó enn fyrir hendi og gerði ég mér ekki grein fyrir því hvort ég var sofandi eða vakandi það sem eftir lifði nætur. Baujuvolk á Breiðafírði 22, iúní: Siglt var um nóttina inn á Breiðafjörð. Þar lágu fyrir mörg verkefni. Við vorum ræstir um kl. 11, snöruðum okkur í morgunmat og um hádegisbil var haldið í fyrstu baujuna, Rifsbauju. Veður var öllu skaplegra en í Faxaflóanum um nóttina. Þama var skipt um rafhlöðu sem vegur yfir 30 kg (samanstendur af um 200 raðtengdum rafhlöðum). Einnig var skipt um pem í ljósi baujunnar. Á hverju ári er skipt um rafhlöður í baujum og er Rifsbauja ein af níu sem stofnunin rekur til leiðbeiningar fyrir sjófarendur. Þessar baujur eru hreint ekki litlar en svæði til athafna er lítið og það var skrítin tilfinning að velkjast um á henni út í miðju hafi. Skyldu þessar vinnuaðstæður uppfylla EES-reglur? I baujuferðum er ávallt einn stýri- maður með í för og einn háseti. f ferðimar út í vita bættust við einn nemandi og stundum einn eða tveir hásetar til viðbótar eftir því hvert umfang verksins var hverju sinni. Næsti viðkomustaður var Ólafsvík en þar var komið fyrir nýrri innsiglingar- bauju fyrir Ólafsvíkurhöfn. Baujan var hífð frá borði og komið fyrir á planka milli tveggja gúmbáta og þaðan dregin á áfangastað. Skipverjar sýndu mikla leikni í þessum athöfnum og var gaman að fylgjast með hvernig Gunn- ar Örn Arnarson, yfirstýri- maður, og félagar hans báru sig að. Um kl. 20 var farið í Vesturboða, bauju út af Grundarfirði, og þar var skipt um rafhlöðu líkt og í Rifsbauju. Að því búnu var farið í Höskuldsey á Breiðafirði. Þar var venjubundið eftirlit, sýrumælingar, þrif og GPS-mæling. í eynni var mikið fuglalíf, ungar að skríða úr eggjum og ganga þurfti um með mikilli varúð því hreiður leyndust vfða og á ólík- legustu stöðum. Um kl. 22.30 var farið í þriðju baujuna á Breiðafirði, Ólafsboða, og skipt um rafhlöðu. Vinnudeginum lauk síðan skömmu fyrir miðnætti en ætlunin var að byrja næsta dag snemma og fara í Elliðaey. Einar skipherra og Guðmundur rafvirki mátu stöðuna svo að það væri hyggilegast að vinna upp þann tíma sem glataðist við seinkun á brottför. Hart keyrt í „Breiðafjarðarblíðunni“ 23. iúnf: Við vorum ræstir kl. 6, slepptum morgunmat en kaffx tekið með og lagt af stað út í Elliðaey. Ekki var laust við að við værum eilítið framlágir svona snemma dags en blessuð „Breiðafjarðar- blíðan“ vakti okkur til lífsins. Þennan morgun var allhvasst og ekki sumarlegt um að litast á Breiðafirði; hvítfyssandi öldur. Þegar upp í vitann var komið var vart stætt fyrir roki. í Elliðaey var hefð- bundið eftirlit, mælingar á geymum, GPS- mæling, þrif á speglum og rúðum. Verkið gekk vel og lauk laust fyrir klukkan nfu. frh. á bls. 4 Við Þormóðssker strandaði franska hafrannsókna- skipið Pourqoipas? árið 1936.1 vitanum er minn- ingarskjöldur um þennan atburð og skipstjórann Jean-Baptiste Charcot. I áliöfn voru 39 ogfórust allir nema einn. Til sjávar. Fréttabréf Siglingastofnunar. Heimasíða: www.sigling.is Fjölmiðlum er frjálst að nota efni blaðsins ef heimil- Útgefandi: Siglingastofnun íslands. Ritstjóri: Sigurjón Ólafsson (sigurjon@sigling.is) dar er getið. Óskum um áskrift er hægt að koma á Vesturvör 2, 200 Kópavogur. Ábyrgðarmaður: Hermann Guðjónsson. framfæri við ritstjóra. Sími: 560 0000 Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Bréfasími: 560 0060 Efni tilbúið í prentsmiðju 31. ágúst 1999. 2

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.