Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 1

Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 1
r 1 Lagt úr höfn 2 Þormóðssker 3 Einar skip- herra í spjalli 4 „Breiðafjarð- arblíðan" 5 Siglt um Vestfirði 6 Leiðarlok 7 Unnið að viðhaldi 3. tbl. 3. árg. ágúst 1999 F r é tta b r é f Siglingastofnuna Eftirlit með vitum og baujum Afskekktir vitar undir eftirliti - frásögn af vitaferð sumarið 1999 Selskersviti í Húnaflóa Það fer ekki alltaf mikið fyrir umfjöllun um vita og starfseminni í kringum þú hin síðari ár. Þessi starfsemi er umfangsmeiri en margan grunar. Til sjávar slóst í för með rafvirkjum Siglinga- stofnunar á varðskipinu Oðni í sumar og varð margs vísari. ann 21. júní 1999 var lagt upp í árlega ferð til að sinna eftirliti með baujum og vitum á afskekktum stöðum, eyjum og skerjum. Varðskipið Oðinn var leigt til verksins. I áhöfn voru alls 27, þar af 18 frá Landhelgisgæslunni, 6 nemendur á grunnskólaaldri í starfskynningu auk þriggja starfsmanna Siglinga- stofnunar, rafvirkjanna Guðmund- ar Bernódussonar og Sigurjóns Eiríkssonar og undirritaðs. Skip- herra var Einar Heiðar Valsson. Undirbúningur 21. júní: Á bak við ferð sem þessa er mikill undirbúningur sem Guðmundur og Sigurjón hafa annast. Guðmundur hefur farið slíkar ferðir á hverju ári sl. 8 ár en Sigurjón var að fara í þriðja sinn. Vinnan í hverjum vita fyrir sig er þaulskipulögð en alls á að fara í um 40 vita. Þeir hafa tekið saman búnað sem þarf vegna eftirlits og/eða breytinga, merkt, raðað á bretti, sett í töskur og aðrar hirslur. Engu má gleyma þvf ekki er hlaupið að því að útvega aðföng þegar út á sjó er komið. Auk fjölda rafgeyma, rafhlaðna, sólarspegla, verk- færa og annars búnaðar voru tvær baujur til- búnar til útskip- unar. Önnur þeirra var hin svokallaða E1 Grillo bauju sem átti að koma fyrir á Seyðis- firði. Hún á að vara sjófarendur við flaki sam- nefnds olíu- birgðaskips sem sökkt var á Seyðisfirði í feb- rúar 1944 og komst nýlega í fréttirnar vegna olíuleka. Undirbúning- ur undirritaðs fólst aðallega í því að útvega sjóveikispillur en reynsla mín af sjóferðum var afar takmörkuð fyrir þessa ferð. Verkfæri mín í ferðinni voru: Myndavél, mynd- bandsupptökuvél, diktafónn, bækur, blöð og pennar. Stefnan tekin á Þormóðssker Það var svo kl. 20, átta klukku- stundum seinna en áætlað var vegna lítilsháttar vélarbilunar, að lagt var af stað frá Reykjavík- urhöfn með varðskipinu Oðni í ágætu veðri. Sigurjón rafvirki hafði ráðlagt mér að sleppa því að taka inn sjóveikispilluna til að byrja með þar eð við yrðum komnir í Þormóðssker tveimur klukkustundum eftir brottför. „Pillan gerir þig sljóan og óhæfan til vinnu“, sagði Sigurjón. Eg féllst á þessa röksemd. Stefnan var svo tekin á Þor- móðssker við Mýrar sem var fyrsti viðkomustaðurinn af um 40 vitum og nokkrum baujum. Veðurspáin var ekki góð. Gert var ráð fyrir slæmu veðri um nóttina í Faxaflóanum. Einar skipherra taldi því best að ljúka verkefninu strax í Þormóðsskeri. Sjá framhald bls. 2 og 4-6 Sérblað um vitaleiðangur og vitastarfsemina Þetta tölublað er óvenjulegt að því leyti að það fjallar varðskipinu Oðni. Einar Valsson skipherra á Oðni er eingöngu um eitt efni: Vitamál. Meginefni blaðsins er tekinn í stutt spjall. Ýmsum fróðleik um vitastarfsem- umfjöllun um ferð rafvirkja stofnunarinnar með ina er safnað saman og öðrum verkefnum á vitasviði.

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.