Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 3

Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 3
Spjallið Forréttindi að fá að sigla kringum landið - segir Einar Heiðar Valsson skipherra á Óðni Einar Heiðar Valsson var skipherra á Óðni í eftirlitsferð starfs- manna vitasviðs Siglinga- stofnunar sem nánar er lýst hér í blaðinu. Jómfrúartúr Einars sem skipherra var í Smuguna 1995 en hann hefur verið skipherra á Óðni frá því í desember 1998. Einar var fenginn í stutt spjall um störf Landhelgisgæslunnar og samstarfið við Siglingastofnun. Hvar og hvenœr ertu fœddur? „Eg er fæddur í Reykja- vík 16. júlí 1965.“ Hvenœr hófstu störf hjá Landhelgisgœslunni? „Ég byrjaði árið 1981, þá tæplega 16 ára, sem messi á Tý. Var síðan viðvaningur á Ægi það haust og fékk svo hásetapláss sumarið á eftir og var síðan á Ægi fram til hausts 1983.“ starfsmanna Siglingastofnunar. Það verður líka að vera. Sérstaklega þegar hart er keyrt eins og við þurfum oft að gera í þessum túrum. Reynslan hefur líka mikið að segja en þó má segja að flestir skip- veijar séu frekar ungir að árum.“ Hvernig gengur að halda mönnum til sjós? „Þar hefur orðið talsverð breyting á. Það er talsverð hreyfing á starfsmönnum og megnið af þeim eru ungir. Umhverfið hefur breyst og viðhorf til sjómennskunnar. I raun má enginn vera til sjós í dag, konurnar vilja hafa kallana sína heima. Það eru líka ekki margir r' dag sem ákveða snemma að verja starfsævinni á sjó. Það eru hins vegar for- réttindi að sigla kringum landið okkar og sjá það frá því sjónar- homi.“ Lá alltaf beint við að þú fœrir þessa leið? „Nei, alls ekki. Það eru ekki sérstaklega mikil tengsl við sjóinn r minni fjölskyldu. Pabbi og afi höfðu þó eitthvað verið til sjós. Ég fór í stýrimannanám haustið 1983 t og lauk 2. stigi 1985 og varðskipaprófi 1988. Minn fyrsti túr sem stýrimaður var einmitt vitatúr, nánar tiltekið 16. júlí 1985, * daginn sem ég var tvítugur. Fyrr var ekki hægt að öðlast réttindin." Hvernig er hefðbundinn túr hjá Óðni? „Við emm 16 sólarhringa á sjó. Verkefnin eru löggæsla, eftirlit með skipum í samstarfi við Siglingastofnun og Hafrannsóknastofnun, vera til taks ef eitthvað kemur upp, annast leitar- og björgunarstarf, þjálfanir og æfingar t.d. þyrluæfingar, reykköfun, endurlr'fgun, skotæfingar og slökkviæfingar og við sjáum sjálfir um viðhald skipsins." Og vitatúrarnir hafa verið nokkrir síðan? „Já ég hef farið ófáa vitatúra á þessum tæplega fimmtán árum. Hef ekki tölu á þeim. Þegar gasið var við lýði var vinnan allt önnur. Gashylkin voru erfið viður- eignar, sérstaklega þegar þyrlnanna naut ekki við en þær vom samt oft til taks. Ég hef unnið með mörgum starfsmönnum Siglingastofnunar r gegnum tíðina. Samstarfið hefur verið mjög gott og verkefnin skemmtileg. Það er líka mikil og góð samvinna milli áhafnarinnar og Það eru tímamót framundan hjá Óðni? „Já, Óðinn fagnar 40 ára afmæli í janúar 2000. Hann kom til landsins í lok janúar 1960 en er smíðaður 1959. Það er afskaplega gott að vera um borð í Óðni en hins vegar verður að segja að hann er kominn til ára sinna, er t.d. með upprunalegar aðalvélar. Hin varðskipin em nokkuð yngri, Ægir var smíðaður 1968 og Týr 1975. Við eigum hins vegar von á nýju skipi árið 2002 og þá mun Óðinn fá hvíld.“ í fótspor Krabbe Saga vitanna í 125 ár Þann 1. desember 2003 verða 125 ár liðin frá því að fyrsti vitinn við ísland var byggður, Reykjanesviti. Af þvf tilefni hefur Siglingastofnun ákveðið að gefa út rit um sögu vita við ísland en saga þeirra hefur ekki verið sögð í yfir 70 ár. Thorvald Krabbe, fyrrv. vitamálastjóri, skrifaði sögu vitanna fyrstu 50 árin fram til 1928. 40 „afskekktir“ vitar Af 104 vitum sem Siglingastofnun hefur umsjón og eftirlit með eru rúmlega 40 vitar sem eru ekki aðgengilegir frá landi. f dag eru allir vitamir utan einn með raf- magnsbúnað af einhverju tagi. Hvaleyr- arviti í Hvalfirði er enn með gas. Flestir „afskekktir" vitar eru „sólarorkuvitar" þ.e. þeir eru með sólarspegla sem hlaða inn á rafgeyma en aðrir eru með einnota geyma. Vitar á landi og nálægt byggð fá hins vegar flestir orku sína frá rafveitum. Margir starfsmenn koma við sögu I ferðina með Óðni fóru að þessu sinni þeir Guðmundur Bemódusson og Sigur- jón Eiríksson, rafvirkjar. Aðrir starfs- menn stofnunarinnar sem vinna að eftirliti og viðhaldi vita- og leiðsögubúnaðar eru Guðjón Scheving Tryggvason, verkfræð- ingur, Ingvar Hreinsson, múrari, Sigurður Sigurðsson, vélvirki, Gísl Ófeigsson, rafeindavirki, ísak Þórir Þorkelsson, plötu- og ketilsmíðameistari, Sigmar Þór Sveinbjömsson og Ómar Kristmannsson, stýrimenn, Ingvar Engilbertsson, mæl- ingamaður, og Böðvar Jónasson, birgða- stjóri. Tómas Sigurðsson er forstöðu- maður vitasviðs. Nokkrir fastráðnir vitaverðir Störfum vitavarða hefur farið fækkandi undanfarin ár og áratugi. Er nú svo komið að aðeins einn „hefðbundinn“ vitavörður er starfandi - þ.e. hefur það að aðalstarfi (ásamt veðurathugunum) og býr á staðnum - Óskar Sigurðsson í Stórhöfða- vita. Aðrir fastráðnir starfsmenn Siglinga- stofnunar í vitavörslu sinna Dyrhóla- eyjavita, Ingólfshöfðavita, Æðeyjarvita, Skarðsfjöruvita, Skagatáarvita og Bjargtangavita. 3

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.