Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 4

Til sjávar - 01.08.1999, Blaðsíða 4
frh.afbls.2 Við komuna um borð fengum við langþráðan morgunmat. Síðan gafst færi á að leggja sig í rúma klukkustund, sem var mjög kærkomið eftir heldur lítinn svefn sl. tvær nætur. Eftir hádegi var farið í vitann við Skarfaklett sem er lítið sker innarlega á Breiðafirði með fjölskrúðugu fuglalífi. Teistuungar voru áberandi en minna sást af skarfínum sem skerið dregur nafn sitt af. Vind hafði lægt frá því um morguninn en veður var síbreytilegt; sólarglenna, skýjað og skúrir - nánast allt í senn. Þar vorum við til að verða klukkan fjögur. Skipt var út geymum, GPS-mæling, málað og annað viðhald og eftirlit. Eftir Skarfaklett gerðum við stuttan stans um borð, tókum kaffihlé en héldum því næst í Miðleiðasker og dvöldum þar í um tvær og hálfa klukkustund. Þar var svipuð vinna innt af hendi og í Skarfa- kletti. Skerið er langt og mjótt og fannst okkur sem það rúmaði okkur tæplega, væri vart meira en „þriggja manna sker“. Næsti áfangastaður var Klofningur sem er eyja rétt við Flatey. Þar sem fyrirséð var að vinna í Klofningi gæti tekið um 4-5 klst. var ákveðið að fresta ferðinni til morguns; kærkomin hvíld eftir annasama daga. Skipverjum var gefinn kostur á að fara út í Flatey um kvöldið og skoða sig um. Þetta nýttu margir sér, veðrið var mjög ákjósanlegt og gaman að litast um á eynni. Á bryggjunni hittum við fyrir Hafstein Guðmundsson vitavörð í Klofningi. Sérstaka athygli vakti kirkjan í Flatey sem er fagurlega skreytt eftir Baltasar og kaffið var gott í Veitinga- stofunni Vogi. Verkefni af ólíkum toga 24. iúní: Fórum snemma á fætur og eftir morgunmat var ferðin í Klofning undirbúin. Þar var óvenju- legt verkefni á ferð. Fyrir utan hefðbundið eftirlits- starf var skipt um hurð sem hafði eyðilagst í mikl- um veðurham er sjór gekk yfir eyjuna. Rafvirkjunum fórst smiðs- hlutverkið vel úr hendi og verkinu lauk fyrir hádegi. Þennan morgun var veður bjart, sól skein aldrei þessu vant en þó nokkur gjóla. Auðugt fuglalíf er í eynni, þá sérstaklega af skarfi og lunda. Skarfurinn var lítt hrifinn af komu okkar enda svona „innrás" ekki vel séð þegar ungamir eru rétt eða varla skriðnir úr eggi. Á slóðum Eggerts Ólafssonar Nú lá leiðin áleiðis út úr Breiðafirði en síðasti viðkomustaður okkar þar var Skor í utanverðum firðinum. Þar er mikil náttúrufegurð. Auk hefðbundins eftirlits var settur upp nýr sólarspegill á vitann. Bilun i ■r" Vitinn í Klofningi reyndist vera í merkjagjafa og þurfti að skipta um perur. Á mörgum viðkomustöðum okkar er sagan við hvert fótmál og svo er einnig í Skor. Á vitanum er skjöldur til minningar um hinstu för náttúrufræð- ingsins og skáldsins Egg- erts Ólafssonar þann 30. maí 1788. Þann dag fórst Eggert í Breiðafirði ásamt konu sinni og skipverjum. Frá Skor var siglt út úr Breiðafirði í ágætis veðri og fyrir Látrabjarg. Því miður var skyggnið ekki upp á það besta á þessari fögru leið. Ekki var farið í fleiri vita þennan dag en stefnt að því að klára fimm vita daginn eftir. A vitanum í Skor er áletraö hið kunna niðurlag úr Ijóði Matthíasar Jocliumssonar. Efþrútið er loftið, þungur sjór og þokudrungað vor, þú heyrir ennþá harmaljóð, sem hljóma frá kaldri Skor. Fegurð í Arnarfirði 25. iúní: Við sigldum inn á Arnarfjörð um nóttina. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta um morguninn, ládautt en sólarlaust. Fyrsti viti dagsins var Langanesviti handan Bíldudals og verkefnin: Hefð- bundið eftirlit og GPS-mæling. Lendingin er einstaklega falleg en gijótið var hált og varasamt eins og undirritaður fékk að kenna á. Næsti áfangastaður var Kópanes, sem er milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar. í íjörunni heilsuðu nokkrir selir og virtust bjóða okkur velkomna. Dvölin var hins vegar mjög stutt, innan við klukkustund, enda aðeins um eftirlit að ræða. Kópanes- viti var sameiginlega byggður af Slysa- vamafélagi íslands og Vitastofnun. í vita- num er skipbrotsmannaskýli. Að loknum hádegisverði var farið í Svalvoga í Dýrafirði. Þar var eingöngu um að ræða hefðbundið eftirlit. Við Svalvoga er íbúðarhús fyrrverandi vitavarðar í eyði. Á meðan við sinntum störfum okkar í vitanum hittum við, aldrei þessu vant, fólk á göngu sem var að koma innan úr Dýrafirði. Áfram var haldið og nú var siglt til Fjallaskaga við norðanvert mynni Dýra- fjarðar en þar var áður helsta verstöð Dýrfirðinga. Þangað vorum við komnir um kl. 16 og enn var aðeins um hefð- bundið eftirlit að ræða. Við Fjallaskaga er skipbrotsmannaskýli SVFI og þar er einnig grafreitur franskra sjómanna, sem margir hafa týnt lífínu á þessum slóðum á umliðnum öldum. Veður hafði verið allgott þennan dag, hægur vindur en sólarlaust eins og oft áður. Næsti áfangastaður og sá síðasti þennan daginn var Sauðanes við Súgandafjörð. Lagt var upp í ágætu veðri eftir kvöldmat. Að þessu sinni voru þrír hásetar með í för auk eins nema og stýrimanns auðvitað, sem að þessu sinni var Stefán Pétursson, þriðji stýrimaður. Liðsaukinn var ekki að ástæðulausu. Vitinn, sem er agnarlítill, er í snarbrattri hlíð og þangað þurfti að bera marga rafgeyma, sólarspegil auk annars búnaðar og verkfæra. Guðmundur og Sigurjón voru að sólarrafvæða vitann - skipta út einnota geymum og koma nýjum fyrir, sem sólarorkan mun síðan sjá um að hlaða. Verkið tók því sinn tíma og á þessari kvöldstund var eins og títtnefndir veðurguðir hefðu skipt um ham. Það kólnaði allnokkuð, byrjaði að rigna og bætti verulega í vind. Þegar verkinu lauk rétt fyrir miðnætti var komið leið- 4

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.