Til sjávar - 01.09.1999, Blaðsíða 3

Til sjávar - 01.09.1999, Blaðsíða 3
Skipaskoðun Nýtt útibú á Suðurnesjum Nýtt útibú fyrir skipa- skoðun var opnað í Reykjanesbæ 17. ágúst sl. að Víkurbraut 13 í Keflavík. Þetta er sjöunda umdæmisskrifstofa Siglingastofnunar á sviði skipaskoðunar. Skrifstofan þjónar skipum og bátum á Suðurnesjum, á svæðinu fyrir sunnan Straumsvík. Nánari upplýsingar um starfsemina gefur Skúli R. Þórarinsson umdæmisstjóri Siglingastofnunar á Suðurnesjum í síma 421-1072, fax: 421 2844. Á Suðurlandi hafa orðið þær breyt- ingar að umdæmisstjórinn í Vestmanna- eyjum verður með viðveru í Þorlákshöfn annan hvern fímmtudag og föstudag frá og með 9. september. Nánari upplýsingar veitir Steingrímur D. Sigurðsson í síma 481 2145. Skrifstofa Siglingastofnunar er í húsi Olíufélagsins við höfnina i Keflavík Hafnarríkiseftirlit Farbann í fyrsta sinn landi, Graham C. Abbs. Farið var um borð í skip á meðan námskeiðinu stóð og starfsmenn þjálfaðir í vinnubrögðum. í Straumsvík var s-kóreskt súrálsskip skoðað og varð að Þátttakendur á námskeiði um hafnarríkiseftirlit Siglingastofnun hefur lagt aukna áherslu á að sinna hafnarríkiseftirliti (eftirliti með ástandi erlendra kaup- skipa í íslenskum höfnum). í þessum mánuði var haldið námskeið fyrir starfsmenn stofnunarinnar sem sinna þessum málaflokki. Fengnir voru tveir sérfræðingar, frkv. stj. skrifstofu París- arsamkomulagsins i Hollandi, Richard W.J. Schiferli, og reyndur skipaskoð- unarmaður frá Bret- gera íjölmargar athugasemdir sem leiddu til þess að lagt var farbann á skipið. Er þetta í fyrsta skipti frá því að Island varð aukaaðili að Parísarsamkomulaginu að lagt er farbann á erlent kaupskip í íslenskri höfn. Gleðivfk í líkanstöðina Stöðugleiki þekktur Tímamót urðu í sumar þegar lokið var við að afla stöðugleikagagna um öll íslensk þilfarsfískiskip. Þar með lauk lokaáfanga átaksverkefnis sem hrundið var af stað í kjölfar skýrslu um stöðugleika fiskiskipa í febrúar 1997. Ekki er vitað til þess að önnur lönd búi yfir þess háttar gögnum um sín fiskiskip. Nánar verður fjallað um niðurstöður þessa verkefnis síðar. Bátar greiði 5000 kr. vitagjald Um þessar mundir stendur yfír endur- skoðun á vitalögum frá 1981. Tillaga um breytingar hefur verið lögð fyrir siglingaráð og gert er ráð fyrir að lagt verði fram frumvarp þessa efnis á Alþingi í haust. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á vitagjaldi. í dag greiða aðeins skip yfir 10 BT vitagjald nú er gert ráð fyrir að allir bátar á skrá greiði að lágmarki 5000 kr. í vitagjald. Heildar- fjöldi báta á skrá undir 10 BT er um 1600. Höfnin í Glcðivík næst á dagskrá I líkanstöð stofnunarinnar er nú unnið að því að koma upp líkani af höfninni í Gleðivík á Djúpavogi. Gert er ráð fyrir að verkið verði tilbúið fyrir árþúsundamót. Ársfundur llafnasambandsins Dagana 30. septemberog 1. október 1999 verður 30. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga haldinn í Hafnarborg, Hafnarfirði. Árni Þór Sigurðsson, formaður sambandsins, setur þingið. Ávörp flytja Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Magnús Gunnarsson, bæjarstjóri, og Valgerður Sigurðardóttir, formaður hafnarstjómar. Auk venjubundinna ársfundarstarfa verður umræða um starf nefndar sem fjallar um framtíðarskipan hafnamála. Gísli Viggósson kynnir upplýsingakerfíð um veður og sjólag. í pallborðsumræðum taka þátt Árni Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, Höskuldur Ólafsson frá Eimskip og Sveinn H. Hjartarson frá LIU. Már Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar stýrir umræðum. 3

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.