Til sjávar - 01.09.1999, Blaðsíða 5

Til sjávar - 01.09.1999, Blaðsíða 5
Hafnaframkvæmdir Aukið öryggi í hættulegri innsiglingu - stærsti áfangi í 60 ára sögu Grindavíkurhafnar Framkvæmdir við inn- siglinguna til Grinda- víkurhafhar eiga sér 60 ára sögu og nú í lok sumars var lokið við stærstu framkvæmdir sem þar hafa átt sér stað. Mikið frumkvöðlastarf var unnið árið 1939 þegar hafist var handa við að grafa skipgengan skurð í gegnum grandann. Aðeins hökum og skóflum var beitt og mikið þrekvirki unnið af þeim mönnum sem áttu í hlut. Þeir lögðu grundvöllinn að nútímahafnargerð í Grindavík. Innsiglingin til Grindavíkurhafnar hefur löngum þótt torsótt þótt ýmsar úrbætur hafi verið gerðar í áranna rás. Frá 1939 hefur rennan verið dýpkuð nokkrum sinnum, hafnaraðstaðan bætt, úrbætur gerðar í innsiglingu, ýmsar mælingar og rannsóknir gerðar, m.a. í Kaupmannahöfn 1973-1974 þegar líkan var gert af höfninni og innsiglingunni. Ein af 10 stærstu Grindavíkurhöfn er ein af 10 stærstu fískihöfnum landsins. Á síðustu árum hafa fiskiskip í Grindavík farið stækkandi eins og í öðrum höfnum. Erfiðar aðstæður eru í höfninni og í innsiglingunni, sem setja útgerð stærri skipa hömlur. Höfnin er opin móti suðvestan- og sunnanöldu og innsiglingarrenna er þröng. Umræður um úrbætur á innsiglingunni hafa aukist á undanfomum ámm. Á árinu 1996 var unnið að 1. áfanga að stækkun fyrir stór skip þegar 30 m breið renna með 7 m dýpi var sprengd og grafin frá Eyjagarði að Svíragarði og klapparhöft og hólar vom fjarlægðir með sprengingum úr Ósrennunni. Undirbúningur að likantilrauninni hófst haustið 1994 þegar upplýsingakerfí var sett upp í Grindavíkurhöfn. Þá var öldudufl lagt út suður af innsiglingunni og veðurstöð ásamt sjávarfallamæli komið fyrir á Miðbakka og þessar upplýsingar þaðan gerðar aðgengilegar á hafnarskrifstofu. Gerðar voru öldu- sveigjumælingar af hafí inn að innsigl- ingu þar sem líkanið tók við. Haustið 1993 og veturinn 1996 var dýpi mælt í innsiglingunni og höfninni. Einnig hafa frekari botnrannsóknir farið fram. Gröfufleki Skanska Dredging er sá stærsti sinnar tegundar í Evrópu. Hópsnesviti í baksýn. Haustið 1995 var gert líkan af innsigl- ingunni og höfninni og unnið við það fram á haust 1996. Á þessum tima mynd- aðist reynslubanki um það hvenær innsiglingin lokast mismunandi stærðum skipa. Bein innsiglingarrenna Kannaðar vom úrbætur á núverandi inn- siglingu og möguleiki á beinni innsigl- ingarrennu. Tillögur Siglingastofnunar að loknum tilraunum vora þær að gerð yrði bein siglingarrenna frá hafnarmynni og út að 10 m dýpi. Til að stytta sem mest brimsiglingu og til að draga úr þörf á dýpkun í innri hluta innsiglingarinnar er gert ráð fyrir að byggja brimvamargarða beggja vegna innsiglingarinnar. Sigling- arrennan innan ytri garðanna verður um 400 m löng, 35 m breið og með 7 m dýpi á íjöru. Siglingarrennan frá ytra hafnar- mynni að Sundboðanum er um 150 m löng og um 70 m breið. Dýpið eykst á þeim hluta úr 7,0 m í 9,5 m við Sund- boðann. Ysti hluti siglingarrennunnar sem er um 330 m að lengd út að 10 m dýpi er 70 m breið með 9,5 m dýpi. Heildarlengd beinu innsiglingarinnar er 900 m og þar af brimsigling um 400 m. Stærsta verkefnið á hafnaáætlun Lokaáfangar úrbóta við innsiglinguna til Grindavíkur er stærsta einstaka verkefnið á hafnaáætlun 1999-2002, þ.e. dýpkun í gegnum Sundboðann og bygging brim- varnargarðs. Dýpkunin var boðin út í byrjun ársins. Verkið fólst í því að dýpka 500 m langa og 70 m breiða rennu niður á 9,5 m dýpi. Svæðið er 33.500 m2 að flatarmáli, að mestu leyti klöpp sem þurfti að sprengja. Grjótmagn sem flutt var í burtu var um 200.000 m3. Um lokað útboð var að ræða og gátu 7 verktakar skilað inn tilboði að loknu forvali. Verktakafyrirtækið Skanska Dredging bauð lægst, tæpar 404 m.kr. eða 88,5% af kostnaðaráætlun. Gengið var til samninga við fyrirtækið í framhaldinu. Við hafnaáætlun var gert ráð fyrir að unnið yrði við dýpkun fram á árið 2000 en þar sem vélakostur fyrir- tækisins var svo öflugur tókst að ljúka verkinu einu ári á undan áætlun og var áfanganum fagnað við hátíðlega athöfn 9. september sl. Þegar lokið verður við að setja upp leiðarmerki verður innsiglingin formlega opnuð fyrir skipum. Seinni hluti úrbótanna, gerð brimvamargarða, er á dagskrá árin 2001 og 2002. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 662 m.kr. 5

x

Til sjávar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Til sjávar
https://timarit.is/publication/903

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.