Neytendablaðið - 01.06.1953, Page 3
NEYTENDABLAÐIÐ — 3
er alltaf jafnsjálfsagt, að neyt-
andinn greiði fullt verð. „Þetta
er ekki tilbúið, þér verðið að
koma seinna.“ Hver kannast ekki
við þessa setningu. En hvaða
mannasiðir eru það að skipa ó-
kunnugu fólki, sem ekki er ráðið
í vinnu hjá skijianda, að vera áð
sendasl fram og aftur upp á von
og óvon til að endurheimta sínar
eigin eigur? Hvernig væri til
dæmis að gera verktakann skaða-
bótaskyldan, svo að kaupandinn
þyrfti ekki greiða nema lielming
verðs, sé hann svikinn einu sinni,
fjórðung þar næst o.s.frv. Ætli
menn yrðu ekki orðheldnari und-
ir slíkum lögum? Og er það ekki
eðlilegast, að sönnunarbyrðin
hvíli á þeim, sem ekki stendur
við orð sín, þannig að verktak-
inn verði að leggja fram læknis-
vottorð eða vottorð frá löggiltum
viðgerðarmönnum, — sem Neyt-
endasamtökin viðurkenna — um,
að vélar hafi bilað? Þjóðfélaginu
er lífsnauðsyn að ábyrgðartilfinn-
ingu þegnanna, og lögin eiga að
stuðla að henni, en ekki vinna
gegn henni. Ábyrgð er þroskandi,
en það er spillandi fyrir menn að
vera losaðir við ábyrgð í dagleg-
um störfum og í viðskiptum við
samborgara sína.
Opinber þjónusta
— þjónustan við almenning.
Snúum okkur svo að opinberri
þjónustu. Hana borga neytendur
vissulega líka, það er ekkert gef-
ið. Þar af leiðandi kemur þeim
eins við, hvernig hún er unn-
in, engu síður en vörurnar.
sem hann kaupir fullu verði.
Það fer fjarri því, að sú meg-
inregla hafi gilt um hina opin-
beru þjónustu, að það bæri að
auðvelda borgurunum lífið eins
og hægt væri, fara að óskum
þeirra, spara þeim sporin og
firra þá óþarfa fvrirhöfn. Það
er eðlilegt, að gengið sé hart að
þeim, sem greiða ekki lögboðin
gjöld til hins sameiginlega bú-
skapar, en eiga að geta það eins
vel og hinir. Þegar einstaklingar
eiga viðskipli sín á milli, býður
sá, sem tekur við fimmhundruð-
köllunum, gjarnan upp á vindil
eða sígarettu, þægilegt sæti og
alúðlegt viðmót, síðan þétt liand-
tak og þakkar kaírlega fyrir. Geti
kaupandinn ekki komið að degi
til, er jafnv§l hægt að hitta selj-
andann urn kvöldið og ganga frá
málunum. Því miður er ekki
hægt að koma þessum háttum við,
þegar skattgreiðandinn afhendir
sína fimmhundruókalla, en á
hinn skilvísi skattgreiðandi ekki
siðferðilega kriifu á því, að hon-
um sé gert eins auðvelt og hugs-
anlegt er að greiða skattinn?
Þú skalt, — og þaS er enginn
miskunn.
En honum er gert að mæta,
eins og fyrir rétti, milli klukkan
þetta og hilt, og það er lokað á
mínútunni, — engin miskunn.
Það skiptir engu máli, hviersu
erfitt er fyrir skattgreiðandann
að koma á þessum tíma, enda
aldrei valinn hans vegna. og eng-
ar undantekningar gerðar. Það
er þarna sem j'afnréttinu er
minnst misboðið. Og það er hæg-
ara sagt en gert að senda frúna,
því að hún yrði þá að taka roll-
ingana með. Það er ekki von, að
það sé nein vinnukona á heimil-
inu. Skattgreiðandinn fær sér frí
frá vinnunni — eða tekur sér
það. Hann er aldeilis heppinn,
ef liann þarf ekkert að bíða, þeg-
ar á skrifstofna kemur. Þar eru
fáir bekkir, og þeir ekki þægi-
legir. Það er líka eins gott að
standa í röðinni eða troða sér á-
fram, ef allt er í einni kös, sem
er eins sennilegt, því að skipulag
á því sviði þekkist ekki hér, þótt
það væri einfalt mál. Fólkið er
látið um það sjálft. Hver er næst-
ur? Það er um að gera að setja
vel á sig andlit þeirra, sem á eft-
ir koma. Mig minnti, að þessi
liefði komið á eftir mér. En hvað
um það, það borgar sig ekki að
gerða veður út af því. Stundum
er myndaður liálfhringur utan
um gjaldkeragrindina, og þegar
einn hefur fengið afgreiðslu, snýr
liann sér við og brýtur sér leið
gegnum þröngina. Þegar hann er
kominn í gegn ,snúa sumir bak-
inu í gjaldkerann, hinn síðasti er
ef til vill orðinn fremstur eða
næstfremstur og hinn fyrsti síð-
astur. — Hugsa sér, ef einhver
krislilegur skrifstofustjóri hefði
einhvern tíma sett eitthvert smá-
grindverk, t.d. færanlega stólpa
með bandi á milli, svo að röðin
kæmi af sjálfu sér, ekkert þýddi
að troðast og aldrei þvrfti að
spyrja, hver væri næstur. Og auk
þess yrði sá tekinn, sem virkilega
var næstur. ■—- Hvernig væri svo
að borga sjúkrasamlagsiðgjöldin
á eflir, svo að maður verði ekki
sviptur réttindum í 6 mánuði?
Þar er fullt út að dyrum, allt í
einum graut. Það er ekki einu
sinni hægt fyrir þegninn að geta
sér þess til, í hvaða átt hann á
að reyna að þoka sér fyrst. „Nú!
Er það hinum megin, jæja.“
Skattþegninn skuldar 5 mánuði
bæði fyrir sig og frúna. Fyrst
er að borga það. En svo er þegn-
inn með heilmikið af endur-
greiðslukvittunum, og á eftir
verður hann að stilla sér í röð
uppi á lofti til að fá þær áritað-
ar, og síðan niður aftur til að fá
þær greiddar. Og svo var það
fæðjngarstyrkurinn. Ekki’ veitiíi'
af eftir allar greiðslurnar. En til
þess að fá hann þarf hann að
fara aftur upp í tollstjóraskrif-
stofu og ná í tryggingarskírteini.
í röðina þar aftur og svo í röð-
ina hér aftur, og svo má hann
vitja um styrkinn eftir viku. —
Hann þarf að koma bréfi í póst
fyrir klukkan 6. Þar eru tveir
hálfbringshó|)ar af fólki. Hann
stillir sér í annan, það getur
varla tekið langan tíma. Og þó
-— ef allir eru eins lengi og þessi,
sem verið er að afgreiða núna.
Hann er nefnilega frá stórfyrir-
tæki með póst dagsins þaðan.
Það er hart að vera næstur og
vera bara með eitt bréf. Og þegn-
inn ásakar sjálfan sig fyrir að
hafa ekki farið í hinn hópinn,
því að þar gekk allt fljótar.
Hví ekki að klippa lengur
og raka meira?
Og það er ekki úr vegi að minn-
ast á rakarastofurnar. Þær eru
glöggt dæmi um þetta vandræða
ástand. Rakararnir loka bókstaf-
lega stofunum fyrir sjálfum sér,
því að engum blandast hugur um
það, að atvinna þeirra og tekjur
tnyndu stórum aukást, ef þeir
mættu hagræða starfstíma sínum
með tilliti til þess, hvenær fólk
má vera að því að láta klippa
-sig og raka. En hverjir banna
þetta? Þeir mega það fyrir þeim.
sem borga allar kli])pingarnar
og alla rakstrana. Og fjöldi
fólks myndi láta klippa sig oft-
ar og raka, ef þeim aðeins væri
Það vantar eina stofnun,
þar sem hœgt er að greiða öll sín gjöld.
Það myndi spara þjóðarbú-
skapnum óteljandi vinnustundir
og borgurumnn geysilega fyrir-
höfn, óþægindi og áhyggjur, ef
þeir mættu greiða öll þau gjöld,
sem tiltækilegt væri, á einum
stað. Sú innheimtustofnun myndi
hafa opið á þeim tímum, sem
fólki hentar bezt, og þyrfti að
hafa útibú víðsvegar um bæinn.
Eins og nú er, heimtir hvert
gjald sitt ferðalag og sína bið,
því að liver stofnun tekur aðeins
við sínum gjöldum og engum
öðrum. Það er því lagt á herðar
allra borgaranna að gæta þess,
að þessar stofnanir rugli ekki
saman peningunum, og það er
mikið erfiði samanlagt. Þessi
hugsaða innheitmustofnun tákn-
ar ekki aukið skrifstofuhald í
bænum, heldur hið gagnstæða.
því að starfsliðinu ætti að safna
frá öllum þeim stöðum, sem nú
taka við greiðslum, hver í sínu
lagi, af borgurunum, sem eru á
sífelldum hlaupum á milli þeirra.
Jóhann Scémundsson:
Vevkefnin eru óþrjóíandi
Framh. af 1 .síftu.
viðskiptahættir, sem tor-
að hátt vöruverð hefur hátt
kaupgjald í för með sér, ef lífs-
kjörin eiga að haldast óbreytt.
Það verður ekki hlutverk neyt-
endasamtaka að glíma við þetta
hápólitíska vandamál, sem er
flókið og fræðilegt^og nær langt
út fyrir landsteinana.
En neytendasamtök geta hasl-
að sér völl og unnið raungott
starf á hvaða tíma sem er og
hvað sem líður hinu pólitíska
ölduróti hverju sinni. Tilgangi
samtakanna hefur verið lýst í
blöðum og útvarpi í þeirri grein-
argerð, sem þeim var send, er
boðað var til þessa fundar.
Þar segir, að höfuðtilgangur
sámtakanna ælti að vera að vinna
að því:
1. Að fyllsta tillit sé tekið til
neytenda almennt þegar 'sett
ar eru reglur eða teknar
ákvarðanir, sem snerta dag-
legt líf þeirra.
2. Að öryggi neytenda í við-
skiptum sé gert eins mikið
og unnt er með því að koma
á gæðamati, veita neytend-
um hvers konar leiðbein-
ingar og upplýsingar, gefa
þeim kost á ódýrri réttar-
þjónustu o.s.frv.
3. Að allar þær reglur og þeir
velda fólki hið daglega líf
þess, séu teknir til endur-
skoðunar með lausn í þágu
neytendanna almennt að
markmiði.
Mér þykir einsætt, að þessi
samtök, ef stofnuð verða, þurfi
að gefa út málgagn, nevtenda-
blað, er geti veitt neytendum
margvíslega vilneskju og fræðslu.
Það er á allra vitorði, að verð-
lag á sömu vöru er ærið mis-
jafnt, og hefur nýlega verið á-
kveðið af opinberrrS hálfu iað
birta lægsta verð, meðalverð og
hæsta verð nokkurra vörutegunda
mánaðarlega. En neytendur eru
litlu nær, fyrst þeir vita eftir
sem áður ekkert um, hvar þeir
geta gert beztu kaupin. Or þessu
gætu neytendasamtök bætt, með
því að birta i málgagni sínu nöfn
þeirra verzlana og fyrirtækja,
sem bjóða vörurnar á lægsta
verði. Mætti þá gera ráð fyrir,
að straumur viðskiptavinanna
stefndi þangað, en afleiðingin
yrði vafalaust sú, að þeir, sem
selja vörurnar á hærra verði,
myndu lækka þær, eða verða af
viðskiptunum ella, og hvgg ég að
alger óþarfi sé að heimta birt-
ingu á nöfnum þeirra, sem dýr-
seldir eru. Hagsmunir þeirra
sjálfra mundu knýja þá til að
lækka verðið. í sambandi við
þetta, er nauðsynlegt, að komið
sé á fót gæðamati, bæði í þeim
tilgangi að forðast að beita selj-
endur órétti, ef misjafnt verð
stafar af ólíkum vörugæðum, en
einnig til þess að tryggja neyt-
endum góða vöru. Gæðamalið
þyrfti að taka jafnt til innlendra
sem erlendrar vöru,hvort sem um
væri að ræða matvæli eða iðnað-
arvörur. Mörgum þykir kvnlegt,
hversu erfitt getur verið að fá
ferskar og nýjar vörur hér, t. d.
egg, svo að dæmi sé nefnl.í ekki
heitara landi, og stafar þetta
sennilega af ófullkomnum
geymsluaðferðum, sem ætla má
að hægt sé að bæta úr.
Neytendasamtök láta sig að
sjálfsögðu miklu skipta, hvers
konar þjónusta er í té látin.
hvorl sem heldur er hjá einka-
fyrirtækjum eða öpinberum að-
ilum, þ.e. bæ og ríki. Þau láta
sig varða og spyrja hvort rétt-
mætt sé, að greiða t.d. talsvert
fé fyrir það, ef flík eyðileggst í
hreinsun, eða hvort réttara væri.
að skaðabætur kæmu fyrir. Þeg-
ar eitthvað hliðstætt á sér stað,
er vitanlega nauðsynlegt að vör-
urnar séu gæðamerktar og þá
augljóst, hvaða meðferð þær
þoli eða þoli ekki, en einnig
hitt, að einstaklingar úr nevtenda
hópi eigi greiðan aðgang að lög-
fræðilegri aðstoð til að reka
réttar síns, ef þörf krefur.
Þá er ekki síður nauðsynlegt,
að neytendur hafi vakandi auga
á hinum stóru bræðrum: ríki og
bæ. Það skiptir vissulega miklu
máli. hvað gert er við þær fjár-
hæðir, sem neytendur greiða í
skatta og útsvör.
Við getum velt því fyrir okk-
ur, hvort það sé heppileg og rétt
lausn, að Reykjavíkurbyggð
dreifist út um holt og liæðir,
meðan hjarta bæjarins má heita
óbyggt. Þar eru þó götur, raf-
magn, vatnsveita og önnur nauð-
svnleg þægindi þegar til. en öll-
um er ljóst, hvílíkan kostnað út-
þensla bæjarins liefur í för með
sér, þar sem leggja þarf götur,
sorpræsi, rafmagns- og vatns-
leiðslur, sjá fyrir götulýsingu,
sor|)hreinsun, strætisvagnarferð-
um og svo framvegis. Við getum
Hka velt því fyrir okkur, hvort
það lækki vöruverðið, ef verzl-
unarlóðir í miðbænum kosta 2—
3000 krónur hver fermetri eða
jafnvel meira fyrir þá sök eina,
að Reykjavík er lífvænleg borg
og vaxandi, en á ekki sjálf sitt
eigið hjarta. nema að sára litlu
leyti. Sést hefur í blöðum, að bær-
inn hafi þurft að kaupa gamalt
hús á lítilli lóð, af því að húsið
skagaði dálítið út í Vesturgötuna,
og greitt fyrir rúmlega 900 þús-
und krónur. Dýr mundi Hafliði
allur og líklega er liann óborgan-
legur, eti samt sem áður kemur
þetta okkur öllum við.
Þótt Reykjavík telji nú um 60
þúsund íbúa, eru göturnar hér
ekki í þjóðvega tölu. Aðrir
landsmenn bera ekki kostnað af
þeim með okkur. Á þessu ári mun
ætlunin að verja um 12 milljón-
um króna til gatnagerðar hér í
bænum, en ríkið varði 41 millj-
án króna til vegamála á árinu
sem leið. Síðasta alþingi sam-
þykkti að lengja þjóðvegina um
790 kílómetra, eða 15.6% í einu
stökki. Þótt aðrir landsmenn
styrki okkur Reykvíkinga ekki til
vegagerðar, gerum við betur til
þeirra og berum okkar liluta
kostnaðar við þjóðvegina, sem
sjálfsagt er. En er þetta ekki
fulllrífleg aukning, 790 km. í
einu eða næstum 4 sinnum
meiri vegalengd en austur að Vík
í Mýrdal. Einnig þetta kemur
okkur við.
Ég hef gripið niður hér og þar
og tekið dæmi af hreinu handa-
hófi til að sýna, hversu víða neyt-
endasamtök geta Iátið til sín taka.
Það má segja að ekkert sé þeim
með öllu óviðkomandi, jafnvel
þótt fjarlægt virðist við fyrstu
sýn. Meginhlutverkið er þó í því
fólgið að bæta samskipti manna
og skaj)a nauðsynlegt aðhald
bæði í einkaviðskiptum og í
skiptum einstaklinganna við op-
inbera aðila. Ef unnið er að þess-
um málum með gætni, festu og
um fram allt af sanngirni, er ég
viss um, að árangurinn verður
góður.