Neytendablaðið - 01.06.1953, Page 4

Neytendablaðið - 01.06.1953, Page 4
4 — NEYTENDABLAÐIÐ NEYTENDABLAÐIÐ Gefið út at Neyt<*ndasamtökum Reykjavíkur. Ritstjóri og ábyrgöarmaður Sveinn Asgeirsson. RORGARPRENT H.F. - RFYKJAVIK LÝSANDI DÆMI: Aígreiðsla fjölskyldubðta Nú er farið að greiða úl fjöl- skyldubætur. Það höfðu margir heðið eftir þeim með óþreyju, því að heimilin munar um allt. Þetla er að sjálfsögðu mikið fyrirtæki, og margs her að gæta við framkvæmdina. Tryggingar- stofnun Ríkisins annast hana. Nú er svo komið, að menn gætu farið að ljúga uj>j> á sig krökk- um, og fyrir ]>ennan hugsanlega glæ]> er hverjum einasta manni refsað, sem á að fá fjölskyldu- bætur. Allir sendir í eltingarleik eftir ]>resti til að fá vottorð um barneignir. Svo má hver sem vill ljúga að ]>restinum, því að það þarf ekki að sýna honum börn- in. Bara segja honum frá þeim. Vottorðið er því ekkert sönnun- argagn um barneignina. Svo er til manntal fyrir Reykjavík, en það þarf vottorð frá presti saml. Manntalið er vissulega aldrei al- veg nýtt, en svo er líka löngu ha:lt að skíra börnin strax við fæðingu. En hvað um það allt, segjum svo, að einhverjir hefðu logið sér til fjölskyldubætur. Það hefði í fyrsta lagi komizt upp fyrr eða seinna, og manntalið mátti nota, svo langt, sem það náði, svo að lygamerðirnir hefðu orðið að ]>ykjast vera nýbúnir að eignast eitt í viðbót eða tví- bura. J öðru lagi eru ]>etta svo fyrirhafnarmiklar varúðarráðstaf- anir fyrir bótaþegana gegn svo tiltölulega fáum lygurum, að vart er hægt að hugsa sér, að hægt hefði verið að gera það erfiðara fyrir fólk að fá þessar krónur. En ekki nóg með þetta. í blöðum var frá ]>ví skýrt, hverjar fjöl- skyldubæturnar væru. Áltu þær að nema m. a. rúmlega 600.— kr. með öðru barninu. Greiðsla fjölskyldubótanna var svo aug- lýst, en þess var hvergi getið, að það yrði aðeins fjórðungur- inn greiddur út. Fullyrða má, að allir hafi mætt til að taka á móti fullum bótum, og vafasamt er, að menn hefðu flýtt sér jafn- mikið til að taka við 150.— krónum og 600.— Hér var því um hreint gahb að ræða. sem er því ósvífnara, sem ]>að kemur frá stofnun, sem á að þjóna fólk- inu, en ekki láta sem sér komi fyrirhöfn þess og óskir ekkert við. Sjálf afgreiðslan í skrifstof- unni var einnig afleit. Við því máttu allir að sjálfsögðu búast, þar sem hér í bæ þekkist hvergi neitt ski|>ulag nema innanbúðar. Verður ]>að alvarlega mál tekið til meðferðar í [>essu blaði síðar. Fólk hefur hingað til verið al- gjörlega varnarlausl gegn með- ferð ] >eirri, sem það verður að þola frá hendi o|>inberra stofn- ana og annarra aðila, en nú er gerð tilraun til að skapa aðila, sem á að vera málssvari þess: Neytendasamtök Reykjavíkur. Fyrsta stefnumdl NSR: sé breytt með tilliti til neytendanna Af hverju þetta mál var valiS. Stjórn Neytendasamt. Reykja- víkur hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að afgreiðslutímum sölubúða og hliðstæðra stofnana, sem almenningur þarf að eiga mikil skipti við, verði breytt með tilliti til hagsmuna neytcnda, —- borgaranna almennt. Ástæðan til þess, að þetta mál verður tekið fyrir fyrst, er sú, að samtökin geta unnið að þessu máli, um leið og þau eru að myndast og eflast. En til þess að árangur ná- ist í þessu efni sem öðrum, þurfa samtökin að verða sem fjöl- mennust, því að á þann eina hált geta þau orðið máttug og sterk. Skoðanakönnum. Til þess að fá sem bezt frarn vilja neytendanna almennt í þessu máli, verður gengizt fyrir skoð- anakönnun um það í Reykjavík í sumar, og það veltur mikið á því, að sem fleslir bæjarbúar taki þátt í henni. Menn skulu hafa það hugfast, aS meS þátttöku sinni í skoSanakönnuninni eru þeir aö greiSa crtkvœSi í málinu. NSR eru þeirrar skoðunar, að sá vilji, sem þar komi fram, sé sá sem eigi að ráða, ef hann er almennur og ótvíræður. Augljóst er, að það mun ráða mestu um framtíð samtakanna, hversu með- limasöfnunin gangi í sumar og hve almenn þátttakan verður í þessari skoðanakönnun. Þessi til- raun er gerð fyrir áhuga og for- göngu nokkurra manna, en í stjórn samtakanna er fólk frá öllm stéttum og úr öllum flokk- um. Nú er það algerlega undir undirtektum almennings komið, hvernig þessi tilraun til að gera almenningsviljann máttugan muni takast. sem eðlilegum hlut, að þeir sem eiga að inna af hendi vörudreif- ingu í þjóðfélaginu, mótmæli henni og vinni gegn henni. Vinnandi íólki er gert ókleift að verzla. Sú tilhögun, sem nú ríkir, gengur í berhögg við hagsmuni þorra vinnandi fólks. Á veturna má það verzla einu sinni í viku —- á laugardögum, ej það hættir kl. 12 á hádegi, en á sumrin er því skenktur 1 — ein — klukku- stund í viku, sem mörgum er að sjálfsögðu illmögulegt að nota. Og þaö er reginhneyksli, di) jólki skuli ekki gefinn nokkur einasti tími ejtir kl. 12 á liádegi á laug- ardögum til a<5 draga lífsnauS- synjar í búiS fyrir lielgina á sumrin: Þessi þróun hefur átt sér stað jajnhliSa hinni, að heimilisað-' stoð er orðin óhóf, sem sárafáir gela veitt sér. Húsmæður með ung börn eiga því mjög erfilt um alla aðdrætti til heimilisins, og með núverandi tilhögun vöru- dreifingarinnar er komið í veg fyrir það, að eiginmaðurinn geti nokkra aðstoð veitt nema með því að fá frí úr vinnu eða taka sér það. Við heimtum að fá að borga. Þetta hljómar undarlega, en hlýtur þó að verða krafa allra bæjarbúa, livað snertir opinber gjöld, því að þau má enginn greiða á nokkrum öðrum tíma en vinnutíma, sé hann ekki nætur- vörður eða vinni í vaktaskiptum. Þegar litið er á þetta frá sjónar- miði hins venjulega þjóðfélags- borgara, er engu líkara en verið sé að leika sér að því að setja menn í vanda. Það er hótað því að loka fyrir rafmagn, gas, hita, síma, svifta menn rétti til ókeyp- is sjúkrahúsvistar og ódýrari læknislyfja (en láta þá greiða ið- gjöldin samt) og g«a lögtak og halda uppboð á eignum þeirra, ef þeir ekki borgi viss gjöld fyr- ir ákveðinn tíma, en jafnframt er þess krafizt, að þeir geri það á sama tíma og þeir eru að vinna fyrir þessum gjöldum. Og það verður ekki opnað fyrir neitt raf- magn, né gas, né hita, og síminn verður dauður áfram, hvað sem í boði er, — þegar hætt er að taka við greiðslum. Núverandi tilhögun skaðar ]>jóðarbúið um óteljandi vinnu- stundir, — um ómælanlegar npphæðir. En hvemig á að breyta þessu? Neytendur, verzlunarfólk og kaupmenn eiga að semja um þá tilhögun, sem höfð verður, enda æskilegast, að um hana verði fullt samkomulag. Verzlanir gætu skipzt á að hafa opið lengur en nú er, en e.t.v. haft lokað á öðr- um tíma í staðinn. Yrði þetta mismunandi, eftir því hvers kon- ar verzlanir væri um að ræða. Eins og nú er, mætir afgreiðslu- fólkiðtil vinnu á sama tíma, enda þólt mjög mismunandi mikið sé að gera á ýmsum límum dags. Hvað segir það um það að fara út í sólskinið, meðan sólin skín hæst, en afgreiða svo í staðinn, þegar farið er að kólna? En eins og nú er, getur ]>að aðeins notið útivistar hinn hábjarta dag á sunnudögum og í hinu stutta sumarleifi, en sólin lætur ekki skipa sér að skína. I núverandi tilhögun er um hrein viðski]>tahöft að ræða. Ef losað er um þau liöft, eykst hraði viðskiptalífsins, en ef umferða- hraði peninganna eykst, verða áhrifin hin söniu, og ef peninga- magnið hefði verið aukið. Breyt- ing í jiessa átt yrði því engu síður í hag kaupmanna en ann- arra. En hin sjálfsagða krafa er: vörudreifing í þágu neyt- endanna, þeir borga hana hvort eð er. N eytendasamtök þuría að myndast sem víðast. Neytendur þessa lands búa ekki í Reykjavík einni. Allir landsmenn eru neytendur, og flestir framleiðendur, í merk- ingunni vinnandi menn, eru að jafnmiklu leyti neytendur, þar sem laun þeirra fara að mestu eða öllu leyti til kaupa á neyzlu- vörum. Hagsmunir manna sem neytenda eru því »oftast engu veigaminni en hagsmunir þeirra sem vinnandi manna. Það myndi stvrkja málstað neytendanna mjög, ef stofnuð væru samtök þeirra víða um land, á svipuðum grundvelli og þau, sem nú hafa verið stofnuð í Reykjavík. Myndi það vera auðveldasl í kaupstöðum og kaup- túnum, enda er þörfin yfirleitt brýnust þar. Nevtendasamtök Reykjavíkur munu fúslega veita alla þá áðstoð, sem þeim er unnt, við stofnun slíkra samtaka ann- ars slaðar á landinu. VINSAMLEGAR ÁBENDINGAR: Kaupmenn! Láiið verðið sjásí á vörunum Verzlanir eru til neytanna vegna. Hlutverk verzlunarinnar — vörudreifingin, er jafnnauðsyn- legt ]>jóðarbúska]>num og aðrar atvinnugreinar, og hinn algengi metingur um gildi þeirra í þjóð- félaginu er yfirleitt mjög barna- legur. Við krefjumst 1 .flokks framleiðslu á vörum, en jafn- sjálfsögð er krafan um 1. flokks dreifingu. Menn hafa oft talað um það, að sums slaðar séu ó- þarflegar margar verzlanir, og einnig að annars staðar skorli verzlanir mjög bagalega. En hér er um að ræða dreifingu í rúmi, og er þá ekki nema hálfsögð sagan, þ\<í að tíirfinn er engu veigaminna atriði. Lokaðar verzl- anir gera neytendum jafnlílið gagn og engar. En þróunin hefur orðið sú, að það hefur verið lögð aðaláherzlan á það að dreifa verzlunum, en ekki vörum. Og ástandið í þessum málum er þann- ig núna. að menn taka því orðið í búðargluggum: Sennilega horfa fleiri í búðar- glugga ykkar, eftir að þið hafið lokað en áður. Og aldrei stillið þið jafnmiklu jafnvandlega út og fyrir helgar. Látið þá ekki undir höfuð leggjast að sýna okkur verðið um leið, því að við verðum að fá að vita það. Látið væntanlega kaupendur ekki hafa óþarflega mikið fyrir því, enda ættuð þið ekki að þurfa að skammast ykkar neitt fyrir verð- ið. En þelta gæti orðið lil þess að spara fólki mikla fyrirhöfn. ferðir, biðir og hringingar, og ]>að er þjóðfélagsleg skylda að gera sér far um það. Á hillum og borðum. Þá er ]>að einnig nauðsynlegt, að vörur séu verðmerktar í verzl- unum, eins og frekast er kostur. Afgreiðslan gengur miklu betur, ef fólk getur notað biðtímann í verzlununum til að ákveða sig með tilliti til verðsins, í stað þess að bíða, unz að því kemur og byrja þá á því að spyrja um verðið á hinum ýmsu vörum og reyna að flýta sér að taka á- kvörðun, sem kostar e.t.v. mikla ]>eninga. Og þá gæti fólk verið búið að leggja saman og haft peningana tilbúna, þegar að því kemur. Þar sem erfitt er að koma fyrir verðmerkingu, mætti hafa spjöld, þar sem fólk gæti séð verð á því helzta, sem á boðstólum er, en yfirleitt er verðmerking mjög auðveld og kostnaðurinn hverf- andi lítilh Hagræðið er aftur á móti slórkostlegt, jafnt fyrir af- greiðslufólk sem kaupendur. Það er ekkert smáræði, sem lagt er á afgreiðslufólk, að vera síþylj- andi verð á öllum hlutum, sem til eru í búðinni, allan liðlangan daginn. Það væri nær að nota námshæfileika þess til að kenna því eitthvað um hlutina sjálfa, sem á að selja. Það virðist svo oft verða alveg útundan. ★ NEYTENDABLAÐIÐ sem nú hefur göngu sína, mun birta allt, sem neytendum má að gagni koma án nokkurs annars lillits. En að sjálfsögðu verður vandað þannig til blaðsins, að neytendur megi treysta þvi, sem þar birtist. Ekki er enn ráöið, hve oft blaðið muni koma út, þar sem það er svo mjög undir und- irtektum bæjarbúa komið, en næsta blað mun ]>ó ekki koma út fyrr en að afstöðnu því gern- ingaveðri, sem nú mun skella á vegna kosninganna. Næsta blað verður sent heim til allra, sem gerast áskrifendur og greiða árgjaldið, 15.— kr.. en það skoðast þá sem fyrsta greiðsla áskriftargjalds, og menn verða fullgildir meðlimir jafn- framt. Fyrsla blaðið verður að- eins selt ,í lausasölu.

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.