Foringinn - 01.11.1964, Qupperneq 5
hamingjuleið haldið bið, ef þið gerið aðra hamingjusama. Reynið að
skilja svo við þennan heim, að hann sé einhverja vitund betri en
hann var.“
Eg býst við að flestir eldri skátaforingjar hafi einhvern tíma reynt
þessa hamingjuleið, en spurningin er hvort við höldum alltaf stefn-
unni og hvort við gefum skátunum okkar næg tækifæri til að reyna
þessa hamingjuleið. Vonandi tekst okkur að forða bví að afraksturinn
verði það lítill, að „góðverkanna götótt flík geti það hvergi hulið“.
LEIKUR
Þú og tveir aðrir meðlimir sveitarinnar tilheyrið leynifélagi, sem
hefur það markmið, að valda sveitinni óþægindum eða jafnvel ennþá
verra. Til öryggis fá meðlimir leynifélags þessa ekki að vita hverjir
eru með þeim í félaginu. Af sömu ástæðum og vegna þess að undan-
farið hefur borið á því, að fyrirætlanir félagsins hafa komizt upp, hefur
hverjum ykkar verið látið í hendur aðeins % hluti af fyrirmælum
ykkar, bannig að þið þurfið að leggja alla 3 hlutana saman, til að fá
út fyrirmælin. Til þess að geta það verðið þið fyrst að gefa hver öðrum
merki með leynimerki félagsins: nú er leynimerkið þannig, að bið eigið
að kippa í hægri eyrnasnepilinn með vinstri hendinni. Það á að gerast
með stuttu millibili, en þannig að sem fæstir taki eftir því, vegna þess
að sveitin hefur verið vöruð við, að eitthvað óvenjulegt sé á seyði, þó
að hún viti ekki hvað það sé. Allir munu því vera héðan í frá að leita
eftir einhverju óvenjulegu.
Með bréfi þessu fylgir þinn þriðji hluti af fyrirmælunum. Náðu sam-
bandi við hina tvo leynifélagsmeðlimina, undirbúið áform ykkar og
framkvæmið þau síðan.
1.
Þið eigið að
einhvern tíma milli
sveitarfundur
fyrir páska. Það
en ég ætla ekki
Hún er of ein-
2.
slökkva öll ljós
átta og níu ein-
stendur yfir.
er hægt að gera
að segja ykkur
föld.
í sveitarherberginu
hvern þann dag, sem
Þetta þarf að gerast
þetta á tvo vegu,
hina aðferðina.
FORINGINN 5