Foringinn - 01.06.1973, Side 17

Foringinn - 01.06.1973, Side 17
Nú, þegar sumar stendur sem hæst, er ekki úr vegi a6 líta svolítið í kringum sig í náttúrunni, og athuga upp á hvaðhún hefur að bjóða. 1 gamla daga var venja að fara á fjöll og tína jui’tir,sem síðan voru soðnar til lyfjagerðar og litunar. Ég ætla hár að tala aðeins um litun með jurtum, og gæti það verið gaman fyrir ykkur að prúfa það í einhverri útilegunni og jafnvel gætuð þið notað það í verkefnum. Undirstaðan ,til að safna jurtum til litunar, er auðvitað að þekkja nöfn jurtanna og mun ég aðeins reyna að gera grein fyrir jurtunum, sem þið gætuð notað, og þið e.t.v. ekki þekkið. Birkilauf þekkja allir og gefur það grágrænan og gulgrænan lit. Liturinn er sterkari og fallegri ,ef það er notað nýtt fremur en þurkað. Helzt ætti að safna því nýþroskuðu. Beitilyng er lítill runni, sem oftast er jarðlægur. Það vex í mólendi og safnist áður en það blómstrar, en blómin eru smá, blárauð. Beitilyng gefur dökkgrænan lit. Elftingar hafa upprétta stöngla og eru þeir liðaðir og með krans- stæðum jreinum. Blöðin ei’u smá og kransstæð á stönglinum. Þær vaxa í óræktarjörð,graslendi og nýgrónum sandi. Þær eru nothæfar bæði nýjar og þurkaðar og gefa gulgrænan lit. Gulmaðra hefur sterkgul blóm og eru blómaskúfarnir notaðir bæði nyir og þurkaðir og gefa grængulan lit. Litunarmosi er gráleitur og brúnleitur og finnst í þykkum lögum á steinum. Safnist helzt seinni part sumars. Hann gefur rauðgulan lit. Hi^eindýramosi er gráhvítur og kvistóttur. Safnist helzt á haustin eftir fyrstu frost. Hann gefur grágulan lit. Maríustakkur er lítil jurt með fíngerð blöð og smá ljósgræn blóm. Hann vex í blómlendi og röku valllendi. öll jurtin er notuð ir.eðan hún er ný og gefur gulan lit. Sortulyng er jarðlægur allstór runni með þykkum, sígrænum og skinn- kendum blöðum. Það vex í mólendi og innan um skógarkjarr. Safnist í júnímánuði. Sortulyng gefur grængulan lit. Túnsúruna þekkja allii’ og eru blöðin notuð ný allt sumarið og gefur hún svartan lit. Fjallagrös gefa 1jósrauðbrúnan og dökk- brúnan lit. - Og þá er að byrja að safna. Góða skemmtun. Sigtr. Af sakið■ Undirskrift Þar átti að standa vantaði við greinina STEINALDARMEKN. um Þrym í síðasta tölublaði. 17

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.