Foringinn - 01.06.1973, Blaðsíða 21

Foringinn - 01.06.1973, Blaðsíða 21
Dróttskátasveit hefir svo starfað síðustu árin. Skátastarf á Isafirði hefir lengst af verið með miklum blóma síðustu 45 árin og í dag starfa Einherjar í 5 sveitum. Einherjar hafa S vissan hátt laðað sig að þeim að- stæðum og því umhverfi, sem þeir búa í. Skíða- og vetrarferðir hafa því alla tíð verið snar þáttur í starfi félagsins og sett svip sinn á það. Arlega halda Einherjar sitt sér- staka skíðamót, þar sem ylfinga- og skátaflokkarnir reyna getu sína í hinum ýmsu greinum skíðaíþróttar- innar. Um hverja hvítasunnu fer Rekkasveit Einherja í Hvíta- sunnuferð, sem nýtur mikilla og vaxandi vinsælda. Hefir þessi ferð oftast verið farin síðustu 20 árin og oftast farið á Drangajökul eða um Hornstrandir. Nú um hvítasunnuna var farið um syðsta hluta Hornstranda - Furufjörð, Þaralátursfjörð og Reykjafjörð. 1 stjórn Einherja eru nú: Jón Páll Halldórsson, félagsf. Snorri Hermannsson, aðst. - ölafur B. Halldórsson, gjaldk. Marías Þ. Guðmundsson, ritari Halldór Jónsson, sveitarfor. Gísli Gunnlaugsson, -"- Einar Hreinsson, -"- Þorgeir Hjörieifsson, -"- Sveitarforingjar skáta: Einar, Gísli og Halldór. Frá Hvítasunnuferð Rekkasveitar á Drangajökul. Þátttakendur í síðustu Hvíta- sunnuferð Rekkasveitarinnar. Frá æfingu Hjálparsveitar skáta á Isafirði.

x

Foringinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.