Foringinn - 09.03.1976, Side 7

Foringinn - 09.03.1976, Side 7
Til eru ýmsar gerðir sleða: Dráxxarsleðar - Sjúkrasleðar - Sporrsleðar. Af drárxarsleðum er þekkx- astur Toboggansleðinn, hann er lítill eskimóasleði, sem festur er við bakpokagrindina með tonkinkjálkum. Festið kjálkana með ólum eða lykkjum, ekki með krókum, hringjum eða vír. Þessir sleöar eru notaðir til aö draga á farangur. Það er ágætt, að hver maöur hafi sinn sleöa, eða að einn sá laus, þannig að hann geti skipzt á við hina, er þörf krefur. Sjúkrasleðar. Algeng gerð af þessari tegund er gerö úr skíðastöfum, þannig að raöað er saman 4 skíðum. Festið síðan þverslá framan á með venjulegri súrringu. Aðra þverslá festiö þiö aftan við bindingarnar, súrrið hana fasta við binding- arnar. 2 skíðastöfum er smeygt upp á skíðin að framan sín hvoru megin og eru þeir bundnir fastir aö aftan. Þannig mynda þeir hliðarbríkur á sleðann. Dráttartaugar eru festar í járn- bindingarnar að aftar (1), síðan smeygt fram fyrir (2), aftur fyrir C3), bundiö í aft- ari þverslána meö hestahnút, að síöustu smeygt fram fyrir á ný. Breiðið ponsjó eða annað vatnsþátt ofan á sleðann. Dúðið sjúklinginn í teppum, vefjið ponsjóinu utan um hann og bindið hann á sleðann. Sportsleðar eru að jafnaði ekki m]ög heppilegir til notk- unar í skátaferðum. Snjóþotur úr plasti eru vinsælar meöal yngri barnanna, en það getur líka verið skemmtileg til- breytni að hafa þær með og hafa sleðakeppni. SKÁLAFERÐIR Ötilífið er veigamesti þátt- urinn í skátastarfinu. Vetur- inn er tími skíðaferðanna og skátaútilegunnar og auk þess er hann kjörinn tími til þess aö dróttskátar bregði sér í snjóhúsaútilegu. Slíkar ferðir ættu að vera í áætlun allra sveita. Hér eru nokkur minnis- atriði varðandi skála og aðrar vetrarferöir. Ötilífsnefnd skipuleggur útileguna og formaður hennar er útilegustjóri. Skálaferðir dróttskáta eru í rauninni í sama ramma og ferðir skáta- sveita. SKÁTALÖGIN ERU LÖG ÞESS STAÐAR, ÞAR SEM SKÁTAR ERU SAMAN. Fáninn, helgi- stund, varðeldur, sögur, um- gengni og orðbragð og allt háttalag ættu að setja skáta- legan brag á útileguna. Þeir, sem vanir eru ferða- lögum vita, að vel þjálfaður líkami er bezta vörnin gegn sjúkdómum. Hann veit líka, aö án hvíldar veröur ekki starfað og 8 tíma svefn er lágmark fyrir þann, sem ætlar að taka þátt í líkamlegu erfiði og halda þó fullu fjöri. Þegar farið er frá fjalla- skála ætti að hafa þetta í huga: 1. Skiljið við alla hluti hreina og á sfnum staö. Hafiö eld- spýtur og eldivið hjá eld- stæði, ljósfærin í lagi. 2. Skiljið ekki við matarleifar, vatn í ílátum eöa flöskum, blauta klúta samanvöðlaða, korg í kaffipokum eða ólok- aða bauka eöa opna skápa. 3. Geriö skrá yfir það, sem vantar í skálann og komið henni til réttra aöila. 4. Skrifið í gestabók og getiö um ferðaáætlun til næsta staöar. 5. Gangið vel frá gluggum og huröum. Skiljiö ekkert eftir úti við, sem fokið getur. 6. Komið reku fyrir á áberandi staö, því e.t.v. þarf að moka frá dyrum. 7. Varalykli væri ágætt að koma fyrir á einhverjum staö, þar sem foringjar vita af honum. 8. Ötilegustjóri ætti að ganga síðastur um húsið og lita eftir öllu. 9

x

Foringinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foringinn
https://timarit.is/publication/905

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.