Bændablaðið - 07.06.1995, Síða 2

Bændablaðið - 07.06.1995, Síða 2
2 Bœndablaðið Miðvikudagur 7. júní 1995 Sturla Birgisson, matreiðslu- maður í veitingahúsinu Perlunni í Reykjavík, sigraði í keppni um titilinn “matreiðslu- maður ársins” sem Félag mat- reiðslumanna efndi til. Keppn- in var haldin í Matreiðslu- skólanum okkar í Hafnarfirði. Keppendur fengu fjóra tíma til að laga aðalrétt úr lambahrygg og eftirrétt úr skyri eða rjómaosti. Alls tóku 18 matreiðslumenn þátt í keppninni. í öðru sæti varð Örn Garðarsson, matreiðslu- maður í veitingahúsinu Glóðin í Keflavík og þriðju verðlaun hlaut Ingvar Svendsen, mat- reiðslumaður í veitingahúsinu Lækjarbrekku, Reykjavík. “Það er mér gleðiefni að í þessari keppni skuli vera lögð sérstök áhersla á að nota sérís- lenskt hráefni svo sem lamba- hryggi, skyr og ijómaost sem ég veit að í höndum þeirra snillinga sem hér munu reyna með sér hlýtur verðskuldaða meðhöndlun,” sagði Þórhallur Arason, for- stöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, í ávarpi þegar keppnin hófst. “Ég lít svo á að fag- keppnir séu nauðsynlegar fyrir alla þá sem leggja metnað í starf sitt. Þær gefa ekki aðeins einstakling- um færi á að fá hlutlaust mat á fag- lega getu sína, heldur lyfta þær einnig upp gæðaímynd fagsins og örva um leið áhuga fyrir íslensku hráefni og matseld úr því, bæði hjá leikum sem lærðum.” F.v.Þórhallur Árason, Kristján Einarsson frá KA-ESS hf. kjötvinnslu og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvœmdastjóri Bœndasamtakanna. Þeir Þórhallur og Sigurgeir fengu að smakka “portvínsverkaðan lambaframpart" og likaði hreint bterilega. Þúsundir harna og unglinga heimsækja sveitahæi “Við höfum tekið á móti börnum úr leik- og grunn- skólum í ein 20 ár en fyrir átta árum fórum við að starfa með Bændasamtökunum á þessum vettvangi,” sagði Hildur Axels- dóttir, bóndi á Grjóteyri í Kjós. Til að gera lesandanum grein fyrir umfangi heimsóknanna má geta þess að á liðnu ári tóku þau hjón á móti tæplega 8000 manns! Þar af voru börn á bilinu fimm til sex þúsund. “Hér komast börnin oft í snertingu við hluti sem þau hafa hvorki séð né reynt. Börnin eru ánægð því mörg þeirra koma ár eftir ár.” Grjóteyri er einn fimm bæja sem starfa í samvinnu við Upp- lýsingaþjónustu bænda og taka á móti bömum og unglingum á vorin. Hinir eru Miðdalur og Þor- láksstaðir, einnig í Kjós, en hinir eru fyrir austan fjall, Stóra-Armót og Bíldsfell. A síðasta ári komu 12500 gestir á þessa bæi á vegum UÞL en til samanburðar má geta að árið 1988 komu 2100 gestir. Víða um land fara böm og ung- lingar í ámóta heimsóknir en þær em ekki á vegum UÞL og því liggja ekki fyrir tölulegar upp- lýsingar. Bömin sem vom í heimsókn á Gijóteyri þegar Bændablaðið slóst með í för vom svo sannarlega ánægð. Þau stöldmðu lengi við í fjósinu, stmku kálfum, kettlingum og horfðu dolfallin á nýfædd lömb. Hildur sagði að hún hefði upplifað það hvað eftir annað að ungir gestir vissu vart hvað stæði í básunum. Hildur og Kristján leggja allt kapp á að á bænum sé mikið af ungviði á vorin þegar gestir þeirra koma. Þá fá þau að setjast á dráttarvélar og fara í ímyndunarakstur um nágrennið. Hjá bænum er róluvöllur og í garðinum er útigrill sem óspart er notað - og þegar gestir snæða segir Kristján þeim frá starfi bænda. “Minn draumur er sá að UÞL komist í álíka samstarf við bændur og skóla um alit land þannig að hægt verði að skipuleggja heim- sóknimar og gera þær mark- vissari,” sagði Borghildur Sigurð- ardóttir hjá UÞL. “Þannig kemur til álita að þeir bændur sem bömin hitta hafi komið í heimsókn til þeirra í skólann eða dagheimilið áður en krakkamir fara af stað.” Lífrænn landbúnaður í Noregi MjðlkurframleiOsla í sátl við umhverl “Forsvarsmenn lífrænnar mjólkurframleiðslu í Noregi búast við hægri en öruggri aukningu framleiðslunnar á næstu árum og horfa ekki síst til aukins markaðar fyrir lífrænar , mjólkurafurðir er- lendis. Áfram verður lögð mikil áhersla á mikilvægi öflugs rannsókna- og þróun- arstarfs í lífrænni mjólkur- framleiðslu í Noregi,” sagði Gunnar Guðmundsson naut- griparæktarráðunautur en hann fór til Noregs m.a. til að kynna sér ýmislegt er snýr að lífrænni mjólkurframleiðslu. Fóórunartengdir sjúkdómar hverfa nær alveg Gunnar sagði að reynsla norskra bænda af lífrænni mjólkurfram- leiðslu væri sú að landþörf til mjólkurframleiðslu ykist en uppskera og heildamotkun áburðarefna minnkaði. Kostnað- ur við rekstrarvöruinnkaup bú- anna (áburður, kjamfóður o.fl.) minnkar töluvert. Þá kemur í ljós að afurðir kúnna em til jafnaðar 10 til 15 af hundraði minni en í venjulegri framleiðslu en fóðrun- artengdir sjúkdómar (súrdoði, doði, súr vömb o.fl.) hverfa nánast alveg. Tíðni júgurbólgu minnkar umtalsvert og almennt heilsufar batnar. “Mikilvægi bústjórnunar eykst þar sem skipulag ræktunar og fóðmnar verður flóknara og bóndinn þarf að gera auknar kröfur til ráðgjafar og leiðbein- inga,” sagði Gunnar. Áhugi á lífrænum landbúnaði fer vaxandi í Noregi hafa verið mótaðar víð- tækar reglur um lífræna land- búnaðaiframleiðslu. í grófum dráttum má segja að þeir hafi tvö stig í búvömframleiðslunni að þessu leyti. í fyrsta lagi hina venjulegu framleiðslu sem lýtur almennum reglum. í öðm lagi lífræna eða „ökologiska" fram- leiðslu sem lýtur sérstökum og um margt strangari reglum og er seld undir sérstöku vömmerki. Ein grein lífrænnar framleiðslu er svokölluð lífefld (biodynamisk) búvömframleiðsla. “Þróun lífrænnar mjólkur- framleiðslu í Noregi er ekki ýkja hröð en áhugi meðal fram- leiðenda er vaxandi. Engar marktækar skoðanakannanir hafa / Ijós kom að afurðir kúnna eru til jafnaðar 10 til 15 af hundraði minni en í venjulegri framleiðslu en fóðrunartengdir sjúkdómar (súrdoði, doði, súr vömb o.fl) hverfa nánast alveg. Tíðni júgurbólgu minnkar umtalsvert og almennt heilsufar batnar. enn verið gerðar er staðfesta ósk- ir eða vilja norskra neytenda til að kaupa lífrænar vömr umfram venjulegar né heldur hvort þeir em tilbúnir að greiða þær hærra verði. Hins vegar má segja að forsendur fyrir viðgangi og þróun í lífrænni mjólkurframleiðslu séu í grófum dráttum tvær. Annars vegar alhliða gæðaátak sem framleiðendur em að hefja í mjólkurframleiðslunni og sem er hluti af eða er unnin undir merkjum þjóðarátaksins „Godt norskt", en það er víðtækt átak til að efla og auka gæði og gæðaímynd norskrar matvæla- ffamleiðslu. Hins vegar ber að nefna umfangsmikið fimm ára rannsóknaverkefni um lífræna mjólkurframleiðslu, fjármagnað af tilraunaráði landbúnaðarins þar í landi og sem hófst árið 1992. Ársframleiðslan er um 800 þúsund lítrar Framkvæmd rannsóknaverk- efnisins hefur í stuttu máli verið þannig: Umskipti frá venjulegum til lífræns búskapar tekur tvö ár. Aðeins er notaður búfjáráburður sem fellur til á viðkomandi býli, bæði á ræktunar- og beitiland. Ekki má nota lyf til eyðingar á illgresi né gegn jurtasjúkdómum. Reynt er að notast eingöngu við þolna plöntustofna. Fóður- ræktunin byggist á skipulögðum sáðskiptum með gras, grænfóður ýmiss konar og kom. Allt verkað fóður (gras, grænfóður og korn) er súrsað í rúlluböggum án notkunar íblöndunarefna af neinu tagi. Fóðrun kúnna byggist á eins fjölbreyttu og miklu af heimaræktuðu fóðri og kostur er. Kjamfóðumotkunin er takmörk- uð og aðeins 20 af hundraði þess má vera aðkeypt. Kýmar skulu fá eins mikla hreyfmgu og kostur er og helst daglega. Heimilt er að nota lyf gegn júgurbólgu. Mjólkina má hins vegar ekki senda í mjólkurbú fyrr en 10 dög- um eftir að lyfjagjöf hefur verið hætt. Ungkálfamir skulu fá sér- lega góða aðhlynningu fyrstu dagana og ríkulega af brodd- mjólk. Þeir fá að vera hjá mæðmm sínum í þrjá daga eftir fæðingu og helst í sérstakri burð- arstíu. Nú er ársframleiðsla af mjólk frá viðurkenndum búum í vottaðri, lífrænni framleiðslu um 800 þúsund lítrar. Búin em dreifð um landssvæðið austan- fjalls í Noregi. Mjólkin er sótt til bændanna þrisvar í viku að sumri til og tvisvar að vetri og er hún öll unnin í einu og sama mjólkurbúinu sem er við Lillehammer. Enn sem komið er er hún aðeins boðin til sölu í næsta nágrenni mjólkurbúsins og fyrst og fremst boðið upp á dagvörur úr mjólkinni en minn sem smjör og osta. Vinnsla mjólkurinnar er að því leyti frá- bmgðin vinnslu venjulegrar mjólkur að hún er ekki fítu- sprengd,” sagði Gunnar. 'i

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.