Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 07.06.1995, Blaðsíða 12
Bændablaðið Smáauglýsingar Bændablaðsins - sími 630300 Sýklalyf í kjöti Hættulegl fúð- ir og hjiit Nýlega var frá því sagt í þýsku tímariti að sýklalyf (fúkkalyf) í svína- og alifuglafóðri geti leitt til þess að þarmaflóra fólks sem neytir afurðanna verði ónæm fyrir slíkum lyfjum. Eins og fram kemur á bls. 2 er algengt erlendis að svín og alifuglar fái sýklalyf. Sífellt fleiri fregnir berast um það, sérstaklega frá Bandaríkjun- um og Kanada, að sjúklingar á sjúkrahúsum greinist með efni í þörmum sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum. Þetta var óþekkt fyrir u.þ.b. 15 árum. Rannsókn sem gerð var í Berlín sýnir einnig að slíkt efni finnst í "heilbrigðu" fólki og það er einnig ónæmt fyrir lyQunum. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki þýðir að gefa þessu fólki t.d. pensilín við hinum ýmsu kvillum því það gerir ekkert gagn. Þetta eru sérlega slæm tíðindi fyrir fólk sem er með sveppaóþol því ekki er lengur hægt að nota hefðbundna lyíjagjöf við því. Tekið skal fram að bannað er að setja sýklalyf í fóður hérlendis. Eggert í tölvur eggjabænda Verið er að leggja lokahönd á hönnun forrits fyrir eggjafram- leiðendur. Forritið hefur hlotið nafnið Eggert og er hannáð af VÍST, fjarvinnustofu í Vík í Mýrdal í samvinnu við Halldór Bjarnason, eggjabónda í Vest- mannaeyjum, sem átti frum- kvæðið að forritinu. Forritið er unnið í Macintosch-tölvu en fljótlega verður hægt að nota það á PC tölvur. Eggert er hugbúnaður til að skrá upplýsingar um eggjafram- leiðslu og fleira henni tengt. Má þar helst nefna upplýsingar um framleiðslu, varpprósentu, van- höld, fóðumotkun, ungauppeldi, sjóðagjöld og eftirlit með ljósavél vegna viðhalds o.þ.h. Hægt er að tengja Eggert við Excel-töflureikni og fá samanburð á milli ára og hópa með línuritum. Eggert auðveldar eftirlit með varpi, hita, rakastigi, vatnsnotkun og fóðumotkun. Ef breyting verður á þessu má bregðast skjótt við og gera viðeigandi ráðstafanir. Forritið var kynnt á aðalfundi Félags eggjaframleiðenda í Vest- mannaeyjum fyrir stuttu og hlaut mjög góðar viðtökur. Sæöingargjöld hækka um 1Q% á Suflurlandi Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands, sem haldinn var ný- lega, var samþykkt að hækka sæðingargjöldin um 10%, eða í 1.309 kr. Jafnframt verður nýtt heimild sem samþykkt var á aðalfundi í fyrra til að veita þátttakendum í skýrsluhaldi 6% afslátt af sæðingargjöldunum. MHH 3000 kjr skoOaftan oi dætndar Jón Viðar Jónmundsson nautgripa- ræktanráðunautur hefur, ásamt þeim Sveini Sigurmundssyni og Runólfi Sigursveinssyni hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands, heimsótt um 290 kúabændur á Suðurlandi síðustu vikumar til að skoða kýr sem hafa náð tilskildum lágmörkum vegna afurða. Hér er um lögbundna skoðun að ræða samkvæmt bú- íjárlögum sem fram fer fjórða hvert ár á Suðurlandi. Einnig eru skoðað- ar kvígur undan nautum sem fædd em 1989 og 1990. Að sögn Sveins Sigurmundssonar em kýmar út- litsdæmdar í þessari skoðun en 60% af einkunninni er fyrir júgur, spena og mjaltir, 35% fyrir bol og 5% fýrir skap. Mjög misjafnt er hve margar kýr em skoðaðar á hveijum bæ en það er aUt frá því að vera ein og upp í fimmtíu kýr. Á myndinni em f.v. Jón og Sveinn að skoða kýr Magnúsar á Oddgeirshólum sem fylgist grannt með. MHH MITSUBISHI L200 4x4 STERKUR OG STÆÐILEGUR MITSUBISHl L 200 ER STERKBYGGÐUR BÍLL, MEÐ MARGREYNDUM OG VIÐURKENNDUM ALDRIFSBÚNAÐI. HANN ER KRAFTMIKILL, EINKAR ÞÆGILEGUR OG EINSTAKLEGA RÚMGÓÐUR. í HONUM SAMEINAST MÝKT OG MIKIÐ BURÐARÞOL, SEM GERIR HANN JAFNVÍGAN Á VEGUM EÐA VEGLEYSUM. L 200 ER ÞVÍ GÓÐUR KOSTUR HVORT SEM HANN ER ÆTLAÐUR TIL ALMENNRA NOTA EÐA SEM VINNUÞJARKUR. L 200 4X4 KOSTAR 2.050.000 TILBUINN Á GÖTUNA ! MITSUBISHI MOTORS HEKLA -////e///(/ 6est/ Laugavegi 170-174, sími 569 5500 MITSUBISHI

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.