Bændablaðið - 06.05.1997, Side 3

Bændablaðið - 06.05.1997, Side 3
Þríðjudagur 6. maí 1997 Bœndablaðið 3 Áhugaverðar niðurstöður að koma í Ijós í rannsóknum Raunvísindastofnunar Háskóla íslands Lækningamáttur íslenskra jurta staðfestur Frá fornu fari hafa verið sögur um lækningamátt íslenskra jurta en fátt hefur verið vitað út frá vísindalegu sjónarmiði um sannleiksgildið. Nú stendur yfir hjá Raunvísindastofnun Há- skóla íslands rannsókn þar sem kastljósinu er sérstaklega beint að lækningamætti íslenskra jurta og segir Sigmundur Guðbjarnason, stjórnandi rannsóknanna, að ýmsar niður- stöður sem fram eru komnar séu mjög áhugaverðar. Ljóst er að t.d. í íslensku hvönninni er sannanlega að finna svokölluð virk efni sem skipta miklu máli í forvörnum og meðferð sjúk- dóma. Mun víðtækari rannsóknir og fjárfrekari þarf til að hægt sé að svara þeirri spurningu hvort t.d. megi vinna með- ferðarlyf gegn krabbameini úr íslenskum jurtum en flest bendir til að vinna megi heilsulyf sem styrkur gæti verið að í meðferð krabbameinssjúklinga. „Verkefnið gengur út á að finna hvort mælanleg sé líffræði- leg virkni í þeim jurtum sem hér á landi hafa verið notaðar í gegnum tíðina sem lækningajurtir. Við höfum skimað eftir efnum sem eru líkleg til að hefta vöxt á æxl- um og hugsanlega krabbameini og notum saltrækjulirfur til að finna áhrif efnanna sem við ein- angrum úr jurtunum. Við mælum áhrifin á vöxt lirfanna og raun- verulega erum við að kanna hvort þessi efni drepi lirfumar. Við þessu fæst skýrt svar, einfaldlega já eða nei, og það kemur á daginn að í ýmsum af þeim jurtum sem við höfum verið að rannsaka, eins og t.d. í hvönn, baldursbrá og vallhumalrót, eru mjög virk efni,“ segir Sigmundur. Rannsókn Raunvísindastofn- unar hófst í kjölfar annarrar sem Hjartavemd og Rannsóknastofa í ónæmisfræðum framkvæmdu en þar komu í ljós jákvæð áhrif lúpínuseyðis á ónæmiskerfið. Til að mynda reyndist seyðið hafa þau áhrif að svokölluðum T- drápsfmmum fjölgaði í þeim ein- staldingum sem höfðu lítið af þeim fyrir en þessar fmmur tefja t.d. æxlisvöxt. Sigmundur segir þetta hafa lagt gmnn að núverandi rannsókn, þ.e. að finna út hvaða efni væm virk í íslenskum jurtum og hvaða eiginleika þau hefðu. Sigmundur segir að yfir 20 ís- lenskar jurtir hafi verið skoðaðar og mismunandi virk efni sé að finna eftir jurtum. „Margar af þessum jurtum hafa verið notaðar hér á landi til lækninga um aldir og hvönn til dæmis frá landnáms- tíð. I þessu starfi höfum við líka sótt upplýsingar erlendis frá um rannsóknir á lækningamætti jurta en aldrei fyrr hafa verið fram- kvæmdar rannsóknir af þessu tagi á íslenskum jurtum, ef frá em taldar rannsóknir á íslenskum fjallagrösum en í kjölfar þeirra rannsókna hafa komið ýmsar fjallagrasaafurðir á markaðinn," segir Sigmundur. „Þegar verkefnið verður komið á veg gætum við farið að huga að áhrifum efnanna á krabbamein en niðurstöðumar sem við höfum fengið til þessa í verkefninu em uppörfandi og lofa góðu. Þama emm við að skoða jurtir sem er hægt að rækta með það í huga að einhverjir gætu hafið framleiðslu á heilsuvörum. En mér sýnist staðfestast það sem forfeðumir vissu að margar af þessum jurtum gerðu þeim gott.“ Sigmundur segir að víða um heim fari áhugi á heisluvörum úr jurt- um vemlega vaxandi, samfara auknum rannsóknum á þáttum sem þetta snertir. Um gríðarlega markaði er að ræða og í löndum eins og Kína og Japan hefur mikil framleiðsla verið á alls kyns vömm að þessu tagi. „Við höfum ekki hugað mikið að því að okkar jurtir hafi þessa eiginleika eða jafnvel eiginleika sem væm frábrugðnir þeim sem gerist í öðrum löndum. Stefna okkar er að kanna forsendur fyrir vöru- þróun og framleiðslu og ég geri mér vonir um að tilraunir með vömþróun megi hefja á næst- unni,“ segir Sigmundur. Rann- sókn Raunvísindastofnunar hefur staðið yfir síðastliðin tvö ár og á síðasta ári lögðu Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins; Rannsókna- sjóður ríkisins, Ataksverkefnið Aform og Nýsköpunarsjóður námsmanna fram styrk til verk- efnisins að upphæð 2,5 milljónir samanlagt. Styrkir írá Reykjavíkurborg vegna sumar- starfa skóla- Sumarið 1997 mun Reykjavík- urborg líkt og sl. sumar styrkja fyrirtæki og stofnanir í Reyk- javík til að ráða til sín skóla- nema, einkum á aldrinum 17 og 18 ára. Einnig gefst bænd- um kostur á að sækja um styrk. Markmiðið með styrkveiting- unum er að gefa reykvískum skólanemum kost á meiri fjöl- breytni í vali á sumarvinnu, efla tengsl þeirra við atvinnulífið og Qölga starfstilboðum fyrir þennan aldurshóp. Gert er ráð fyrir að styrkurinn verði 3/4 af heildarlaunakostnaði, þó aldrei hærri en 14.000 kr. á viku, og greiðist eftir á gegn fram- vísun launaseðla. Um er að ræða allt að 100 störf. Miðað er við 7 klst. vinnudag og reiknað með sjö til átta vikna ráðningartíma. Skilyrði fyrir ofangreindum styrk er að atvinnurekendur sýni fram á að án tilkomu hans hefði ekki verið ráðið í starfið. Væntan- legur starfsmaður skal vera á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks/- Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar, sem hefur milligöngu um ráðning- amar. Styrkumsóknir sendist til Ragnheiðar Kristiansen, Vinnu- miðlun Reykjavíkur-borgar, Engja- teigi 11, 105 Reykjavík, sími 588 2580, fyrir 15. maí nk. á eyðu- blöðum sem þar fást. Verðuppbætur á ungkálfa í meí Verðuppbætur verða greiddar á ungkálfa sem koma til slátrunar í maí að upphæð kr. 4.000 á hvern kálf. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands Kanna parf hvort mjólknr- Iramleittendur vilji flytja inn erlent mjúlkurkúakyn Aðalfundur Búnaðarsam- bands Suðurlands var haldinn 25. apríl sl. í, Árnesi í Gnúp- verjahreppi. Á liðnu ári voru samþykktar lagabreytingar fyrir Búnaðarsambandið sem m.a. hafa þau áhrif að vægi búgreinafélaga eykst við full- trúakjör á aðalfund. Á aðal- fundinum voru um 70 fulltrúar, þar af um 30 frá búgreinafé- lögum. Halli varð á rekstri Búnaðar- sambands Suðurlands á síðasta ári upp á um 5 milljónir króna. Sá halli stafar alfarið af slakri af- komu tilraunabúsins á Stóra- Ármóti. Auk hefðbundinna aðalfunda- starfa fluttu erindi Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri BÍ og fjallaði um breytingar á innheimtu sjóðagjalda og Þórólfur Sveinsson varaformaður BI fjallaði um verð- lagsmál. Allmargar ályktanir voru sam- þykktar um ýmis mál á aðal- fundinum en þó bar málefni naut- griparæktarinnar hæst. Meðal annars var samþykkt eftirfarandi tillaga um innflutning á nýju kúa- kyni. „Aðalfundur Búnaðarsam- bands Suðurlands, haldinn 25. apríl 1997, beinir því til stjómar Landssambands kúabænda að hún láti gera könnun meðal allra mjólkurframleiðenda á Islandi, að undangenginni vandlegri kynn- ingu, um hvort meirihluti þeirra vilji hefja tilraunainnflutning á er- lendu mjólkurkúakyni.“ Þá vom samþykktar tillögur um að taka upp sérstakar greiðslur fyrir úrvalsmjólk, önnur tillaga um að hraðað verði vinnu við þróun „framtíðarfjóssins á ís- landi“. Þá vom samþykktar til- lögur um að lengja tímabilið á hverju verðlagsári þar sem hægt er að kaupa og selja framleiðslurétt í mjólk og í næsta búvömsamningi í mjólk verði heimiluð leiga á framleiðslurétti innan hvers fram- leiðsluárs. Loks var samþykkt eftirfar- andi tillaga um tilraunastarf í nautgriparækt: „Aðalfundur Bún- aðarsambands Suðurlands, hald- inn í Ámesi 25. apríl 1997, skorar á landbúnaðarráðuneytið og stjóm RALA að gera úttekt á þeirri til- raunaaðstöðu í nautgriparækt sem fyrir er í landinu, með það fyrir augum að nýta fjárfestingar og fjármagn greinarinnar sem best. Jafnframt skorar fundurinn á sömu aðila í samráði við Lands- samband kúabænda að stuðla að markvissara tilraunastarfi í naut- griparækt og tryggja til þess nægj- anlegt fjármagn." Tveirfundarmanna, Páll Lýðsson (t.v.) íLitlu-Sandvík, formaður stjórnar Sláturfélags Suðurlands og Kristinn Guðnason í Skarði rceða málin á aðalfundinum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.