Bændablaðið - 06.05.1997, Síða 24
Baendabkiðið
Lífeyrissjóður bænda
Útflutningur á hrossum til EES-landa
Hæsta ávfixtun eigna
undanfarin áp
Ársreikningur Lífeyrissjóðs
bænda var lagður fram á fundi
stjórnar sjóðsins þann 11.
apríl sl. Á fundinum kom
meðal annars fram að fjöldi
sjóðfélaga sem greiddu ið-
gjöld til sjóðsins á síðasta ári
voru 6.073 en 3.621 sjóðfélagi
fékk greiddan lífeyri á árinu.
Hrein eign til greiðslu lífeyris
nam í árslok 8.164 m.kr. og
hækkaði um 10,1% milli ára.
Ávöxtun eigna lífeyrissjóðsins
var góð á árinu 1996 og var sú
hæsta síðastliðin sjö ár.
Ávöxtun umfram verðbólgu
var 8,71% samanborið við
5,52% ávöxtun árið 1995. Ef
hlutabréfaeign sjóðsins hefði
verið færð miðað við verðmæti
á hlutabréfamarkaði hefði
ávöxtun lífeyrissjóðsins orðið
11,09%.
Horfumar fyrir árið 1997 eru
góðar og má búast við góðri
ávöxtun lífeyrissjóðsins ef fram
fer sem horfir. Gert er ráð fyrir að
Ávöxtun umfram veröbólgu
mót. Þetta samstarf lífeyrissjóðs-
ins, Verðbréfamarkaðar íslands-
banka og Kaupþings hefur þegar
skilað góðum árangri og hefur
meðal annars leitt til markvissari
aðferða við ávöxtun eigna sjóðsins
og hærri ávöxtunar. Þegar núver-
andi umsjónaraðilar tóku við
ávöxtun og vörslu eigna sjóðsins
staðfesti stjóm hans fjárfestingar-
stefnu til næstu ára. Stefnan felur í
sér að allt að 80% af ráðstöfunarfé
sjóðsins er notað til kaupa á
skuldabréfum ríkisins, sveitarfé-
laga og banka og sparisjóða. Að
auki er hluta ráðstafað til kaupa á
innlendum hlutabréfum og er-
lendum verðbréfum.
Ný nefnd um málefni Lífeyris-
sjóðs bænda var skipuð í ársbyrjun
1996. Skal nefndin vinna að
endurskoðun laga um sjóðinn.
Ekki hefur enn fengist niðurstaða
um framtíðarfyrirkomulag ið-
gjalda og mótframlags til sjóðsins
þannig að óvissa ríkir áfram um
mótframlag til sjóðsins vegna
annarra búgreina en sauðfjár- og
mjólkurframleiðslu á árinu 1997
og í framtíðinni. Iðgjöld vegna
annarra búgreina voru bókuð til
fullra réttinda hjá sjóðnum árið
1996 án þess að mótframlag
bærist. Mikilvægt er fyrir framtíð-
arstarfsgrundvöll sjóðsins, að
lausn finnist á þessu máli hið allra
fyrsta.
Lífeyrissjóðurinn flutti
starfsemi sína í byijun árs 1996 úr
Húsi verslunarinnar í Bænda-
Blóðpróf íelld niúur
í desember á síðasta ári voru
samþykktar nýjar reglur um
innflutning hrossa, sem fædd
eru á íslandi, inn á Evrópska
efnahagssvæðið. Öll hross
sem flutt hafa verið á lönd í
EES hafa hingað til þurft að
gangast undir blóðpróf (Cogg-
ins test) þar sem leitað er að
sjúkdómnum „Smitandi blóð-
leysi í hrossum" (Equus
infectious anemia). Nýju regl-
urnar viðurkenna að, þessi
sjúkdómur finnst ekki á íslandi.
Þessar reglur tóku gildi 17.
janúar sl. og því er frá þeim tíma
ekki lengur þörf á að taka blóð-
sýni til rannsókna á smitandi
blóðleysi úr íslenskum hrossum
sem flytja á til EES./H
Bændur og hestamenn
RAFGIRÐINGAR
MR búiin • Laugavegi 164
Símar: 5511125 • 552 4355» Fax: 581 4450
hlutabréfaverð haldi áfram að
hækka út árið og ekki er búist við
umtalsverðum vaxtabreytingum á
árinu. Hins vegar er gert ráð fyrir
að verðbólga verði meiri en á árinu
1996 eða um 3%. í mars 1996 var
samið við Verðbréfamarkað ís-
landsbanka og Kaupþing um
ávöxtun og vörslu eigna Lífeyris-
sjóðs bænda. Hvor aðili um sig
tók að sér vörslu helmings eigna
sjóðsins en heildareignir hans voru
um 8,2 mrð. króna um síðustu ára-
Dilkakjðt tíl kaup-
enda í 17 IDndum
Útflutningur á kindakjöti á
vegum Kjötumboðsins á liðnu
ári var 2.865 tonn - til kaup-
enda í 17 löndum í öllum
heimsálfum nema Ástralíu.
Dilkakjöt var 2.427 tonn þar af
nokkur hundruð tonn
neytendapökkuð og ærkjöt
438 tonn.
Til Færeyja fóru 79 tonn af
sviðum og 18 tonn af innmat auk
þess rúllupylsa, saltkjöt og fleiri
unnar vörur í neytenda-
pakkningum. Af lambaeistum
fóru 8 tonn til Bandaríkjanna. Úr-
beinað hrossakjöt var 10 tonn til
Japans og 18 tonn með beini til
Danmerkur. Húðir og skinn voru
66 tonn, selskinn 500 stk.,
kálfsmagar 1000 stk. og æðardúnn
714 kg. Útflutningur á innmat í
gæludýrafóður var 48 tonn. Auk
þessa var flutt út smávægilegt af
öðrum vörum.
höllina við Hagatorg. Fram-
kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins er
Sigurbjörg Bjömsdóttir.
Varnarsvæði:
1. Landnámshólf
2. Borgarfjarðarhólf syðra
3. Borgarfjarðarhólf nyrðra
4. Mýrahólf
5. Hnappadalshólf
6. Snæfellsnesshólf
7. Dalahólf syðra
8. Dalahólf nyrðra
9. Steingrímsfjarðarhólf
10. Reykjanesshólf
11. Miðvestfjarðahólf
12. Vestfjarðahólf
13. Rauðasandshólf
14. Arnarfjarðarhólf
15. Miðfjarðarhólf
16. Vatnsnesshólf
17. Húnahólf
18. Skagahólf
19. Skagafjarðarhólf
20. Eyjafjarðarhólf vestra
21. Eyjafjarðarhólf eystra
22. Skjálfandahólf
23. Öxarfjarðarhólf
24. Sléttuhólf
25. Norðausturlandshólf
26. Héraðshólf
27. Austfjarðahólf
28. Suðurfjarðahólf
29. Suðursveitarhólf
30. Öræfahólf
31. Síðuhólf
32. Skaftártunguhólf
33. Álftavershólf
34. Mýrdalshólf
35. Rangárvallahólf
36. Árnesshólf
Tilraunastöðin á Keldum
og Yfirdýralæknir.
Litamerking búfjár á íslandi
SvæðaskiDtina