Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 1
10. tölublað 8. árgangur Þriðjudagur 28. maí 2002 ISSN 1025-5621 Nýja fjósið í Þrándarholti Betra heilsufar og meiri mjðlk Það er ekki langt um liðið síðan Guðrún Hansdóttir og Þrándur Ingvarsson í Þrándarholti í Arnessýslu stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvort hefja ætti uppbyggingu í Þrándarhoiti eða hætta búskap enda gamla fjósið komið á undanþágu. Þegar til átti að taka reyndist Arnór Hans, sonur þeirra, tilbúinn til að hefja búskap með foreldrum sínum. Niðurstaðan varð sú að byggt var nýtt legubásafjós í Þrándarholti sem tekið var í notkun í byrjun síðasta árs. I fjósinu er róbót frá Lely og gjafagrindur frá Vilink. Þess má geta að í Þrándarholti er elsti mjaltabás landsins. Nýja fjósið er 500 fermetrar og byggt fyrir 70 kýr. „Við ætlum að stækka eins hratt og við getum. Nú erum við með 206 þúsund lítra og ætlum að fara í 270 þúsund á næsta ári,“ sagði Amór Hans í samtali við blaðið. Heildarbyggingarkostnaður, með róbót, er 32 milljónir króna. Eigin vinna er þó ekki meðtalin. „Við teljum að þetta sé lág tala og samt varð haughúsið dýrara en við ætluðum. Þá létum við gera tilboð í efnið, milligerði og fleira." Fjósið teiknaði Byggingaþjónusta Bænda- samtaka Islands. Einn maður annar auðveldlega að sinna kúnum sem er gefið á 4 - 5 daga fresti. Þrándur, sem annast störfin í fjósinu, sagði að meðal- vinnutími væri 3-4 tímar á dag nema þá daga sem kúnum er gefið. Þetta er mikil breyting frá gamla fjósinu þar sem kýmar vom 35 og þurfti yfirleitt tvo menn til að sinna nauðsynleg- um störfúm. En hvemig líkar ábúend- um við nýja fjósið? Amór segir að rétt sé að tala um gjörbyltingu í þessu sam- bandi. „Kýmar em mun betri í allri um- gengni, júgurheilbrigði er gott og við höfum ekki orðið fyrir spenastigi. Síðast en ekki síst þá jókst nytin talsvert í kúnum eftir að þær fluttu í nýja fjósið“ sagði Amór Hans, sem er trésmiður og vinnur gjaman utan bús. Þess má geta að Amór Hans er að byggja hús á jörðinni fyrir sig og konu sína, Sigríði Björk Marinós- dóttur. Rösklega 40 "íslensk" lömb fædd í Noregi Úr austurvegi berast þær fréttir að í Noregi séu fædd 43 íslensk lömb; árangurinn af fósturvísaflutningum úr ám í Strandasýslu sem sagt var frá í Bændablaðinu í vetur. Þetta eru 26 hrútar og 17 gimbrar. Að sögn þarlendra eru lömbin öll alhvít að lit, mjög þrifleg og þykkvaxin. Þar eru menn ákaflega ánægðir með árangur þessa verkefnis og bíða þess spenntir að sjá þroska og þrif lambanna á næstu mánuðum. Neyslu- kfinnun Markaðsráð kindakjöts hefur staðið fyrir neyslukönnun á lambakjöti síðustu vikur. Ekki hefur verið gerð slík könnun um árabil. Gögn sem fyrir lágu voru því úrelt. Úrtakið var rúmlega 1000 manns og var spurt á Reykja- víkursvæðinu, Akureyri og Egils- stöðum. Fór könnunin fram í verslunum og spurningum því beint til þeirra sem vora í matarinnkaupum. Tilgangurinn með könnuninni er að kortleggja neyslumunstur fólks og fá álit neytenda á gæðum, framboði, útliti, pakkningum og verði á lambakjöti. Einnig hversu oft fólk neytir lambakjöts, hvaða álit það hefur á kjötinu svo sem hreinleika, hollustu, bragðgæðum og eldunar. Aldursskiptin neytenda var líka skoðuð til að sjá hvar helst þarf að bregðast við til að ná til neytenda. Þessi könnum mun verða nýtt til þess að sjá hvar betur má gera og líka til þess að fá staðfestingu á því sem rétt hefur verið gert. Sœllegar kýr í Þrándarholti Sauðaþjóðin, ný íslensk kvikmynd Langaði að pakka sauðkindinni íyrir góð kynni -segir Guðný Haliúúrsdáttir, kvikmyndatramleiðandi og leikstjóri Guðný Halldórsdóttir, kvik- myndaframleiðandi og leik- stjóri, hefur lokið við gerð nýrrar kvikmyndar sem hún nefnir „Sauðaþjóðin." „Sauðkindin hefur löngum verið mér hugstæð. Eg er alin upp með bændum og við hliðina á fjárrétt. Nágrannar mínir gáfu mér oft lömb að vori sem síðan var slátrað að hausti. Ég hef því alltaf haft áhuga á kindum og smala- mennsku og fékk frí í skóla til að fara í réttir. Nú á fullorðinsáranum langaði mig að þakka sauðkindinni fyrir góð kynni með því að gera um hana kvikmynd, þar sem saga hennar er rakin og fjallað er um allt annað en að hatast við einhverja ofbeit og annað því um líkt," sagði Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri, í samtali við Bændablaðið. Hún var spurð hvernig framleiðendumir hefðu fjár- magnað myndina. Guðný sagði að Kvikmyndasjóði hefði þótt hún of mikið „miðjumoð" til þess að veita styrk til gerð hennar. Hins vegar hefði Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitt dálítinn styrk og Bændasamtökin líka. Að öðru leyti hefðu þau orðið að fjármagna þetta sjálf. Hún sagðist ekki eiga von á því að geta selt myndina annað en til Sjónvarpsins enda um mjög sér íslenskt mál að ræða. Þó væri hugsanlegt að selja hana til Noregs og ef til vill til einhverra dýralífsþátta á erlendum sjón- varpsstöðvum. Nýll sauðfjámktapkepfi að siá danslns Ijás Tölvusmiðjan ehf. á Egils- stöðum og Neskaupsstað skilar fyrsta hluta nýs gagnagrunns- kerfis í sauðfjárrækt í maí, sam- kvæmt samningi við tölvudeild Bændasamtakanna. Þá hefur Hjálmar Ólafsson unnið að undirbúningi gagna- flutnings yfir í nýjan gagnagrunn í Oracle, sem vista mun skýrslu- haldsgögn í sauðfjárrækt. Hjálmari hefur einnig verið falið það verkefni að endurbæta Fjár- vís þannig að bændur geti notað það forrit áfram, ef þeir kjósa að skipta ekki yfir í nýtt forrit. Nýtt sauðíjárforrit á að auka og bæta þjónustu við sauðfjárbændur sem vilja taka tölvutæknina í sína þjónustu. Þróun á nýju sauð- fjárforriti tekur tíma og fyrsta skrefið er uppbygging á miðlægu gagnagrunnskerfi fyrir heildar- skýrsluhald í sauðfjárrækt í stað þess gamla sem hefur slegið met í líftíma tölvukerfis.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.