Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí2002 * 'r * íslcnskir kúabændur komast í alþjóðlega gagnagrunna Undanfarið hefur verið unnið að því að að kúabændur landsins geti nýtt sér erlenda gagnagrunna í nautgriparækt og standa vonir til þess að um mánaðamótin verði gert samkomulag við LR í Danmörku (Landbrugets Rádgivningscenter). Hér er um að ræða gagnagrunn með ógrynni af upplýsingum á öllum sviðum nautgriparæktar, s.s. kynbætur, fóðrun, heilsufar, byggingar ofl. Allt aðgengi að gögnunum verður ókeypis fyrir íslenska kúabændur, en kúabændur í Danmörku greiða sem nemur kr. 5.000,- fyrir þetta aðgengi. Um tilraun er að ræða og verður tekin frekari afstaða til áframhalds næsta haust. Einnig er unnið að því að opna gjaldfrjálsar leiðir fyrir íslenska kúabændur í gagnagrunna í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi. LANDSSAMBAND KÚABÆNDA Nýtt merki LK Landssamband kúabænda hefur fengið nýtt merki (hér að ofan) og er merkið hannað af Jóhanni H. Jónssyni, grafískum hönnuði. Nýja merkið mun leysa gamla dropann af hólmi og þessu samhliða mun koma nýtt útlit á vef LK, sem verður kynnt á aðalfundi LK í ágúst. NMSM heldur ársfund á Islandi Dagana 13. - 16. júní nk. verður haldin ársfundur NMSM á Hvanneyri, en NMSM er vinnuhópur í mjólkurgæðum á vegum samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði á Norðurlöndunum (Nordiske Mejeri organitationes Samarbejdesutvalg for mjölkekvalitetsarbejd). Nýtt af nautakjöti Sala á nautgripakjöti í apríl gekk vel og nemur nú aukning á síðustu 12 mánuðum 1,9%. Gripum til slátrunar er þó ávalt að fækka, en föllin að þyngjast. Sérstaka athygli vekur aukning í slátrun úrvalsgripa, en í apríl flokkaðist 81 gripur í úrval, en aðeins 30 í apríl 2001. Þrátt fyrir fækkun á gripum til slátrunar sé Iitið til 12 mánaða, varð slátrun í apríl sl. mun meiri en í apríl á síðasta ári, eða 256 gripum fleiri. Samhliða jókst salan frá sama tíma einnig úr 265 tonnum í 295 tonn. Allar nánari upplýsingar um þróun í sölu og framleiðslu á nautgripakjöti má finna á vef LK: www.naut.is. Verð á greiðslumarki Þrátt fyrir að allar forsendur bendi til annars, hefur verð á greiðslumarki ekki lækkað eins og væntingar stóðu til. Bændur eru hvattir enn á ný til að fara vandlega yfir kostnaðarforsendur og meta með raunhæfum hætti hvað sé eðlilegt að greiða fyrir greiðslumarkið. Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri LK. NorOurlandsfenð búfræðikandidatselna Norðurlandsferð búfræðikandidatsefna 5. - 7. apríl 2002 Hefð er fyrir því á vorönn að nemendur á öðru ári háskóladeildar fari í ferð norður á land. Tilgangurinn er að kynna sér búskaparhætti bænda, sem og að kynna okkur sjálf sem tilvonandi starfsmenn landbúnaðarins. Lagt var af stað frá Hvanneyri eldsnemma að morgni föstudagsins 5. aprfl, enda langur dagur framundan. Þóroddsstaðir í Hrútafirði Gunnar Þórarinsson búfræðikandidat og kona hans Matthildur Hjálmarsdóttir tóku á móti okkur og sýndu okkur búið. Gunnar starfaði sem ráðunautur þar til hann tók við búskap á Þóroddsstöðum af foreldum sínum. Fjöldi sauðfjár á bænum er 400 en greiðslumark tæplega 300 ærgildi. Einnig eru þau með nokkur hross. Mest er heyjað í vothey í flatgryfjur og maurasýra notuð sem íblöndunarefni, þ.e. ca 25%, en það sem ekki kemst í gryfjurnar er rúllað. Gunnari fínnst ekki vera munur á því að fóðra æmar á votheyi eða rúllum. Hann hefur lagt áherslu á að ná upp góðri frjósemi í fénu og telur að það borgi sig þó það bitni aðeins á flokkuninni. Hjónin á Þóroddsstöðum hafa slátrað nokkuð utan venjulegs sláturtíma og þegar við komum var einmitt nokkur hópur lamba sem beið slátrunar. Þau höfðu verið ætluð í páskasteikur landsmanna, en vegna bólusetningar við fjárkláða á Norðurlandi vestra mátti ekki slátra fyrir páskana. Nokkuð er sætt af ám á hverju ári, en Gunnari finnst að æmar haldi illa séu þær samstilltar og að það hafi versnað upp á síðkastið. Víðidalstunga í Húnaþingi vestra, Víðidal_____________________________ Abúendur eru Olafur B. Oskarsson og Brynhildur Gísladóttir sem eru foreldrar Hallfríðar Ólafsdóttur, eins af ferðalöngunum. Þar var okkur boðið upp á hádegismat sem fór ákaflega vel í maga. í Víðidalstungu er stundaður fjárbúskapur og litum við í ljárhúsin á bænum. Féð í Víðidalstungu er ættað frá Snæfellsnesi og kom þangað 1993 eftir að skorið hafði verið niður vegna riðu árið 1991. Jörfi í Húnaþingi vestra, Víðidal__________ Þar búa Ægir Jóhannesson og kona hans Stella Agnarsdóttir Levi kúabúi með 220 þús. lítra mjólkurkvóta. Nú eru 65 kýr í fjósinu en básar em 84. Þarna hefur nýlegum fjárhúsum verið breytt í fjós þar sem legu- básar og geldneytapláss eru í fjárhúsunum en gjafaaðstaða og mjaltabás er í hlöðu. A Jöifa er sérstakt gjafafyrirkomulag hjá mjólkurkúnum. Fóðrinu er blandað saman í gróffóðurblöndunarvagni sem dælir því á færibandafóðurgang og af honum éta kýmar. Blöndunarvagninn saxar fóðrið ekki sjálfur heldur þarf að saxa það ofan í hann. Eins og er eru grænfóðurrúllur og heyrúllur settar í hann. Færibandið er sett í gang 4-5 sinnum á dag en í framtíðinni er markmiðið að þetta verði sjálfvirkt ferli. Loftmænir á fjósinu er opinn og er það eina loftræstingin sem er í húsinu eins og er. Kjarnfóðurbásar eru 2 og rafmagnskúasmali rekur kýmar í mjaltabásinn. Mjaltabás er fyrir 10 kýr og eru engin sérhönnuð gólfefni í básnum heldur aðeins steinsteypa. Þessi kostur var valinn þar sem bóndanum fannst þau efni sem í boði voru of sleip fyrir kýrnar. Brynn- ingarkerfið fyrir geldneyti og geldkýr er þannig að niður úr loftinu hanga slöngur með ventli á endanum, sem kýrnar drekka úr. Fjósið var tekið í notkun í byrjun nóvember 2001. Skriðuland í Langadal A-Hún Þar tóku á móti okkur Bjöm Guðsteinsson og kona hans Una Herdís Jóhannesdóttir. Á Skriðulandi er svínabú með 100 gyltum. Framleiðsla hófst 1994 og eru framleidd 70-80 tonn af kjöti á ári. Komrækt er einnig stunduð og eru um 100 ha undir, bæði í Langadal og Skagafirði. Komið er allt notað sem fóður í svínin ásamt aðkeyptu fóðri. Telja þau að fóður- kostnaður sé minni með heimaræktuðu komi en aðkeyptu. Talsverð jarð- vinnslutæki þarf til kornræktarinnar og sáum við meðal annars 8 skera vendiplóg sem vakti óskipta athygli nokkurra í hópnum. Þess má geta að stærsti göltur búsins vegur rúmlega 200 kg. Hestamiðstöð íslands - Svaðastaðahöllin Sauðárkróki__________________ Höllin er 80 m löng og 30 m breið. Hún er mikið notuð, en ekki eingöngu til hestaíþrótta heldur er einnig spilaður fótbolti og golf þar og æfðar frjálsar íþróttir. Hægt er að kaupa staka tíma eða kort með mis- munandi tímafjöida. 500 áhorfendur komast í sæti og aðstaða fyrir fatlaða er mjög góð. Áætlað er að byggja 70 stía hesthús sunnan við höllina til hagræðis fyrir þá sem komnir eru lengra að með hesta sína. Keldudalur í Hegranesi Abúendur þar eru Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir sem bæði eru búfræðikandídatar. Þarna var stofnað einkahlutafélag árið 1996, sem er með þeim fyrstu í landbúnaði. Em þau hjón og foreldrar Þórarins saman um félagið. Nefndi Þórarinn að þetta væri kjörin leið fyrir fólk sem vildi draga sig smám saman út úr búskap. í Keldudal er blandaður búskapur með 188 þúsund lítra mjólkurkvóta, nautakjötsframleiðslu, 170 kindur og nokkur hross. Hefðbundnu básaíjósi var breytt í lausa- göngufjós með legubásum og mjaltabás. Hlaðan hefur verið tekin undir gjafapláss. Þar er bæði hefðbundinn kjamfóðurbás þar sem kúnum er skammtað í kílóum auk þess sem gefið er heimaræktað bygg og er þá kúnum skammtaður tími til áts. Beiðslisgreinir er í ijósinu og kálfafóstra og líkar kálfunum mjög vel við hana. Heyskapur er allur í rúllur. Gefið er tvisvar í viku, 7-8 átta rúllur í einu yfir veturinn. Þegar hlýnar í veðri er gefið fyrir 3 daga í einu. Einnig skoðuðum við fjárhúsin og leist mönnum vel á féð, enda hefur Keldudalsbúið verið með fremstu búum hvað flokkun varðar á síðustu árum. Hólar i Hjaltadal__________________________________ Eftir góðan nætursvefn á Hólum í Hjaltadal byrjuðum við daginn á skoðunarferð um staðinn og var það Valgeir Bjamason yfirkennari sem lóðsaði okkur um. Skoðuðum við meðal annars nýtt hesthús og vom menn hrifnir af aðstöðunni þar. Bakki í Öxnadal________________________ Þar búa félagskúabúi mæðginin Helgi Þór Helgason og Olöf Þórsdóttir. Búið er 400 þús. lítrar að stærð og em mjólkurkýrnar um 80, en heildarfjöldi gripa er um 150. Nýlega er búið að taka fjósið í gegn og breyta því í lausagönguljós með legubásum og mjaltaróbót sem gengur undir nafninu Robbi. Að sögn bóndans gekk vel að venja kýmar á að ganga í Robba. Þegar okkur bar að garði var liðinn mánuður frá því að fjósið var tekið í notkun eftir endurbætur. Höfðu kýmar því verið meira og minna úti fyrripart vetrar og vom Helgi og Ólöf einstaklega heppin með veður. Annar fóðurgangurinn í íjósinu var látinn halda sér og notaður til gjafa og er gefið þriðja hvem dag, um 17 stórbaggar í senn. Um helmingur kúnna, 40, kemst að átplássi í einu. Helgi heyjar af 220 hektömm lands vítt og breitt um héraðið. Hann er með stórbaggaútgerð og bindur fyrir bændur í héraðinu gegn greiðslu. Telur Helgi að æskilegra sé að samvinna sé meiri meðal bænda um heyskapartækin en það getur dregið úr vélakostnaði. Möðruvellir í Hörgárdal_________ _ A Möðruvöllum tóku á móti okkur Þóroddur Sveinsson tilraunastjóri, Bjami Guðleifsson, Brynjar Finnsson bústjóri og Guðmundur Steindórsson ráðunautur hjá BSE. Fóm þeir með okkur um staðinn og kynntu fyrir okkur búskapinn og þá starfsemi sem fer þar fram. Þar á meðal eru jarðræktartilraunir og rannsóknir í nautgriparækt. Að lokum bauð Búnaðarsamband Eyjafjarðar upp á glæsilegar veitingar og fóm allir saddir og sælir frá Möðruvöllum. Frá Möðruvöllum lá leið okkar í Sól Víking þar sem við fengum góða fræðslu um framleiðsluna þar. Klauf í Eyjafjarðarsveit ________ Abúendur eru Leifur Guðmundsson og Þórdís Karlsdóttir. Tóku þau vel á móti okkur og sýndu okkur fjós og gamla komhlöðu sem nú er nýtt sem kartöflugeymsla, en þau eru ein af fjórum stofnræktendum á landinu og rækta gullauga og premiere. í Klauf hefur gömlu hefðbundnu básafjósi verið breytt í lausagöngufjós með mjaltabás fyrir átta kýr. Legubásar em fyrir 41 kú og framleiðslurétturinn er 160 þús. lítrar. Burðarstía er í fjósinu þar sem hægt er að fylgjast með kúnum með hjálp myndavélar. Stían er einnig notuð fyrir kýr sem eru yxna. Heyjað er í laust þurrt hey og líka rúllur. Gömlu fjósi var hér breytt á frekar hagkvæman hátt í þægilega aðstöðu bæði fyrir gripi og menn. Heimsóknina enduðum við í eldhúsinu í Klauf þar sem boðið var upp á kræsingar og fóm menn saddir á næsta stoppistað. Svertingsstaðir í Eyjafjarðarsveit Abúendur eru Sólveig Haraldsdóttir og Hörður Guðmundsson sem eru foreldrar Gunnfríðar sem var með í för. Bauð húsmóðirin okkur í hádegismat sem var bæði góður og seðjandi. Á Svertingsstöðum er blandað bú með ær og kýr. Torfalækur íTorfalækjarhreppi Þar tók á móti okkur bóndinn á bænum, Jóhannes Torfason. Hann sýndi okkur íjósið sem er lausagöngufjós með mjaltabás fyrir sex kýr. Fjósið var byggt árið 1969 og er með allra elstu lausagöngufjósum á landinu. Allar innréttingar em úr tré og jarðvegur í básunum. Fyrir ekki ýkja löngu síðan var settur upp kjamfóðurbás. Bústærðin er 146 þús. lítrar og kýrnar 32. Eftir skoðunarferðina var okkur boðið heim í bæ þar sem Elín S. Sigurðardóttir tók á móti okkur með góðgerðum. Þar var rætt um heima og geima í landbúnaðarmálum og dvöldum við þar góða stund. Að lokum viljum við þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur til þessarar ferðar en án þeirra hefði hún sennilega ekki orðið að vemleika. Guðmundur Hallgrímsson bústjóri á Hvanneyri, Sverrir Heiðar Júlíusson kennari á Hvanneyri, Sölufélag Austur-Húnvetninga, Ullarselið Hvanneyri, Kaupfélag Borgfirðinga, Skinnaiðnaður rekstrarfélag hf., Framköllunarþjónustan Borgamesi, Kaupfélag Skagfirðinga, Búnaðarbankinn Borgamesi, Kertaljósið Hvanneyri, Hólaskóli Hólum í Hjaltadal, Landsamband sauðíjárbænda, Globus vélaver, Bændasamtök Islands, Norðlenska matborðið, Fjallalamb hf. Fyrir hönd Háskóladeildar II Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Þórey Bjarnadóttir. Hópurinn á Bakka í Öxnadal. Taliö frá vinstri. Efri röð: Sverrir Heiðar, Hallfríður, Óðinn, Elisabeth, Guðmundur, Heiðdís, Karin og Gunnfríöur. Neðri röð: Þórey, Gústav, Sigríður, Cathrine og Guðný.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.