Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 2002 Traust og fjölbreytt atvinnulíf Mikilvægt er aö byggöarlögum og fyrirtækjum á landsbyggðinni sé sköpuö aöstaöa til aö nýta atvinnukosti sína sem best, aö starfsskilyröi fyrirtækja séu sem jöfnust og aö til sé öflugt stuöningskerfi fyrir fyrirtæki og fólk sem vill byggja upp aWinnurekstur. Stuöla þarf aö fjölbreytni í atvinnulífi meö aukinni þekkingu og nýsköpun í hefðbundnum greinum og nýjum atvinnugreinum og meö því móti fjölga sérhæfðum störfum. Þá er nauösynlegt aö stefna stjórnvalda í atvinnugreinum sem eru þýöingarmiklar á landsbyggöinni, svo sem landbúnaöi og sjávarútvegi, dragi ekki úr nýliöun, frumkvæöi og fjárfestingum í fámennum byggðariögum þar sem fárra annarra atvinnukosta er völ. Lagt er til að efla rannsóknir og nýsköpun sem tengjast auölindum þjóöarinnar í landbúnaöi og sjávarútvegi í því skyni aö efla verömætasköpun. Öflug byggðarlög Æ vandasamara er fyrir byggöariög á landsbyggöinni aö uppfylla þær kröfur sem fólk gerir nú á tímum. Því er mikilvægt aö treysta þær meginstoðir samfélagsins sem eru byggöarlögin og sveitarfélögin sem fólkiö býr í og tryggja þeim tekjurtil að standa undir nauösynlegum verkefnum. Staöa atvinnulífs og fjölbreytni þjónustu í einstökum byggöariögum, ásamt framtiöarhorfum, hafa afgerandi áhrif á það hvar fólk kýs aö búa. Bent er á aö mikil vakning sé meöal bænda um aö nýta smávirkjanirtil raforkuframleiöslu. Mikil sóknarfæri eru talin geta falist í því. Bent er á aö vegna breyttra atvinnuhátta sé mikil þörf fyrir þrífösun rafmagns á mörgum bæjum á landsbyggöinni. Aukin þekking og hæfni Aukin þekking og hæfni fólks á ýmsum sviðum er undirstaöa þess aö byggö og atvinnulíf á landsbyggöinni geti eflst og dafnað. Kröfur atvinnulífsins um menntun og þekkingu starfsfólks eru sífellt aö aukast, svo og kröfurtil atvinnurekenda. Menntun íbúa á landsbyggöinni er almennt lakari en á höfuöborgarsvæöinu. Mikilvægt er aö draga úr þessum mismun meö fjölgun starfa og auknum viöskiptatækifærum fyrir sérhæft og menntaö fólk, jafnframt því aö vinna markvisst aö eflingu menntunar á landsbyggöinni. Bættar samgöngur Góöar samgöngur eru algjör nauösyn fyrir fólk og fyrirtæki og grundvöllur traustrar byggöar i landinu. Lögö hefur veriö fram tólf ára samgönguáætlun um áframhaldandi uppbyggingu samgöngukerfisins. Til aö stuöla að góöum búsetu- og starfsskilyrðum atvinnulífs á landsbyggöinni er lögö áhersla á áframhaldandi uppbyggingu vegakerfisins og að jarögangagerð veröi hraöað, m.a. meö því að taka upp vegtolla í meira mæli en verið hefur. Lögö er áhersla á gildi jarðganga milli helstu byggöakjarna. Þá þarf að leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu vega aö fjölsóttum feröamannastööum og innan þjóögaröa og friölýstra svæöa. Þá ertalið aö sérstaklega þurfi aö huga aö samgöngum viö Vestmannaeyjar. Áhersla á sjálfbæra þróun Markmið sjálfbærrar þróunar og byggðastefnu eru mörg þau sömu. Lögð er áhersla á að opinberar aögeröir sem ætlað er að efla atvinnulíf og aö treysta byggð í landinu stuðli jafnframt að sjálfbærri þróun samfélagsins. Lagt er til aö ný byggðastefna taki til tólf stefnumarkandi áherslusviða sem myndi megininntak hennar. Auk þess eru nokkrir málaflokkar sem miklu máli skipta fyrir byggöaþróun i landinu en eru á ábyrgö einstakra fagráöuneyta og bundnir stefnumörkun og áætlanagerð á þeirra vegum sem ekki þykir ástæða til aö taka sérstaklega upp I stefnumótandi byggða áætlun að þessu sinni. Það eru heilbrigöismál, húsnæöismál og orkumál. Tillögur um aðgerðir Lagðar eru fram tillögur um beinar aögerðirtil aö ná fram markmiðum áætlunar um stefnumótandi aögeröir i byggðamálum 2002 til 2005. Tillögurnar eru byggöar á þeim tólf stefnumarkandi áherslusviöum sem mynda megininntak byggöastefnunnar og rakin vom hér að framan. Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri Aö ríkisvaldiö hafi forystu um aö sameina krafta þeirra opinberu aöila og félaga sem vinna aö nýsköpun og eflingu atvinnulífs á landsbyggöinni. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er kveðiö á um sameiningu atvinnuþróunarstarfs á vegum iönaöarráöuneytisins. Lagt ertil aö nýsköpunarmiðstöð í þágu atvinnulífsins veröi falið aö samræma þessa starfsemi á landsvísu og aö veita henni faglegan stuöning. Gert er ráö fyrir aö starfsemi nýsköpunarmiöstöövar veröi komiö fyrir í fyrirhuguöu rannsókna- og nýsköpunarhúsi viö Háskólann á Akureyri. Lagt ertil aö iönaöarráöuneytiö beri ábyrgö á framkvæmdinni. Aörir þátttakendur verði: Samband íslenskra sveitarfélaga, landshlutasamtök sveitarfélaga, atvinnuþróunarfélög, Byggöastofnun, löntæknistofnun, félagsmálaráöuneyti, landbúnaöarráöuneyti, samgönguráöuneyti, sjávarútvegsráöuneyti, Bændasamtök íslands og háskólar. Kostnaður Lagt er til að auk þeirra fjárveitinga sem nýsköpunarmiðstöö veröa ætlaöar á fjárlögum til almenns rekstrar leggi rikissjóöur 1.000 millj. kr. til nýsköpunarverkefna á landsbyggöinni á árunum 2002-2005. Ætla má aö þær 300-400 millj. kr. sem varið er til atvinnuþróunarstarfsemi i landinu á ýmsum sviöum nýtist betur með frekari samvinnu og sameiningu þróunarstarfs á landsbyggöinni. Nauösynlegt er aö fram fari reglubundið mat á árangrinum af starfsemi nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Samvinna sjóða Aukin verði samvinna þeirra opinberu sjóöa sem veita lán eöa fjárhagslegan stuöning til nýsköpunar og uppbyggingar atvinnulífs, þ.e. Ferðamálasjóös, Framleiönisjóös landbúnaöarins, Lánasjóös landbúnaöarins, Nýsköpunarsjóðs atvinnulifsins, lánastarfsemi Byggöastofnunar og átaks til atvinnusköpunar. Stækkun og efling sveitarfélaga Ríkisvaldið hafi samráö viö Samband íslenskra sveitarfélaga um aö vinna markvisst aö því aö stækka sveitarfélögin í landinu á næstu árum. Þetta veröi m.a. gert meö hækkun á lágmarksibúatölu samkvæmt sveitarstjórnariögum. Jafnhliöa veröi reglum Jöfnunarsjóös sveitarfélaga breytt til aö þær stuöli markvisst aö þessari þróun. Má þar nefna aö tekjuhá sveitarfélög greiöi til sjóösins, einnig aö framlög úr sjóönum veröi byggð á almennum reglum en í minna mæli á því hvemig sveitarfélögin leysi verkefnin af hendi. Samhliöa þessu veröi undir forystu félagsmálaráöuneytisins unniö áfram að því aö gera verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga markvissari og breyta tekjustofnum sveitarfélaga til samræmis við breytt verkefni. Efling opinberra verkefna Gerö veröi áætlun um aö auka verkefni og fjölga störfum í opinberri þjónustu utan höfuöborgarsvæöisins, t.d. meö því aö efla þær stofnanir sem fyrir eru, í tengslum viö endurskipulagningu opinberra stofnana, meö fjarvinnslu, meö flutningi verkefna frá opinberum aöilum til fyrirtækja þegar nýjar opinberar stofnanir eru settar á fót og meö flutningi stofnana út á land. Stærstu byggöariögin á landsbyggöinni veröi efld jafnframt því sem opinber verkefni og þjónusta veröi endurskipulögö og starfsemin gerö árangursríkari. Opinberar stofnanir á landsbyggðinni hafi ekki aöeins svæöisbundiö þjónustuhlutverk meö höndum, heldur veröi stofnanir sem þjóna öllu landinu einnig staösettar á landsbyggðinni. Athugun á búsetuskilyrðum fólks Fram fari heildarathugun á mismunandi búsetuskilyröum fólks í landinu. Jafnframt veröi lagt mat á áhrif þeirra opinberu aögerða sem hafa þaö aö markmiöi aö jafna búsetuskilyröi í landinu og lagöarfram tillögur um breytingar, ef þurfa þykir. í því sambandi verði m.a. horfttil reynslu nágrannaþjóöa. Vönduö rannsókn veröi gerö á því hver raunverulegur mismunur sé á búsetuskilyröum á landinu. Jafnframt er mikilvægt aö rannsökuö veröi áhrif þeirra opinberu aögerða sem þegar hefur veriö beitt, m.a. til niöurgreiöslu á húshitun, námskostnaöi, jöfnun raforkuverös og framlögum Jöfnunarsjóös sveitarfélaga. Þá er mikilvægt aö kanna möguleika á skattalegum aögeröum, svo sem aö kostnaður við atvinnusókn um lengri veg, t.d. meira en 20 km, veröi frádráttarbær frá skatti. Ríkisstjómin láti fara fram heildarathugun á mismunandi starfsskilyröum atvinnuveganna eftir landshlutum og á áhrifum þeirra opinberu aögeröa sem þegar hefur veriö beitt til jöfnunar starfsskilyröa. Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð Ríkiö og sveitarfélögin vinni saman aö gerð byggöaáætlunar um þaö hvemig megi styrkja byggð viö Eyjafjörö svo fólki fjöigi þar á næstu árum um a.m.k. 2-3% á ári og aö atvinnu- og menningarlíf eflist. Unniö veröi aö eflingu Akureyrar sem skólabæjar og menningarmiöstöövar, svo og aö eflingu ferðaþjónustu, fiskeldis og fleiri atvinnugreina á svæöinu. Einnig veröi unniö aö flutningi starfa og verkefna í opinberri þjónustu til svæðisins, t.d. á sviði sjávarútvegs í tengslum viö uppbyggingu rannsókna- og nýsköpunarhúss viö Háskólann á Akureyri. Þá felast margvísleg sóknarfæri í aö efla starfsemi Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Meö þessu er ætlunin aö efla Akureyri sem öflugasta þéttbýlissvæöiö utan höfuöborgarsvæöisins og styrkja þannig byggö á Mið-Noröurlandi. Einnig er lagt til aö byggöakjarnar verði efldir á isafiröi og á Miöausturlandi. Skilgreina þarf vaxtarsvæöi þar sem hiö opinbera tryggir grunnþjónustu. Auk þess veröi fjallað sérstaklega um búsetuskilyröi á jaðarsvæðum. Efling landbúnaðarháskóla Landbúnaöarháskólinn á Hvanneyri er vísindaleg fræöslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi á sviöi landbúnaðar sem veitir nemendum sínum fræöslu og vísindalega þjálfun í búfræöi er miöast við aö þeir geti tekiö aö sér sérfræöistörf fyrir íslenskan landbúnaö og unniö aö rannsóknum í þágu hans. Nauösynlegt er aö treysta forystuhlutverk skólans á sviöi fræöslu og rannsókna í þágu landbúnaöarins í samvinnu viö Rannsóknastofnun landbúnaöarins, Hólaskóla (Hjaltadal og Garöyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi. Meö markvissu samstarfi öölast þessar stofnanir meiri buröi til aö sinna hlutverki sínu á sviöi rannsókna og fræöslu og keppa um innlent og erlent rannsóknafé og hæfustu starfskrafta en nú er. Nauðsynlegt getur veriö aö huga aö breytingum á rekstrarformi skólanna sem geri þeim kleift aö afla sértekna meö sölu þjónustu og samstarfi viö fyrirtæki, samtök og fleiri aðila. Fiskeldi, fjarskipti og fjarvinnsla Ríkisvaldiö geri sérstaka áætlun um uppbyggingu fiskeldis í landinu þar sem lögö veröi áhersla á rannsókna- og þróunarstarf, fræöslu og meiri fjárhagslegan stuöning viö þróunar- og markaðsstarf í greininni. Áhersla veröi lögö á aö byggja upp seiðaeldi á þorski. Lagt er til að árið 2002 verði teknar upp viöræður viö innlenda og erlenda aöila um stofnun hlutafélags um klak- og kynbótastöö fyrir þorskeldi. Jafnframt aö þorskseiðaeldi hjá Hafrannsóknastofnun veröi eflt og að framleiðsla verði allt að 100 þúsund seiði á ári. Skipaður verði starfshópur á árinu 2002 er fjalli um fjarskiptamál í dreifbýli. Skal starfshópurinn kanna möguleika á að leggja Ijósleiðara til allra lögheimila í dreifbýli. Telji hann slíka framkvæmd fýsilega skal hann setja fram áætlun um hvernig þetta skuli gert, hvenær og hve mikið framkvæmdin kosti. Skal starfshópurinn skila af sérfyrir lok ársins 2002. Varðandi gagnaflutning segir: Notendur greiöi sama verö fyrir gagnaflutning á landinu öllu. Þá er lagttil aö efla fjarskipta- og upplýsingatækni. p i því sambandi er lögð áhersla á að starfsemi símenntunarstööva veröi efld meö auknum fjárveitingum og meira verði fjárfest í fjarfundabúnaöi, starfsnám verði gert aðgengilegt með fjarnámi og að stofnað verði til „rafrænna" nemendahópa við kennslu á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Lagt ertil aö hið opinbera geri fjarvinnsluáætlun fyrir ráöuneyti og opinberar stofnanir þar sem fram komi hvernig opinberum starfsmönnum veröi gert kleift aö vinna störf sín aö hluta eöa öllu leyti í fjarvinnslu. Einnig hvernig hiö opinbera geti í auknum mæli keypt fjarvinnsluverkefni í verktöku. Rafrænt samfélag Stofnaö veröi til verkefnisins „rafrænt" samfélag, sem felur í sér aö bjóöa 2-3 framsæknum byggðarlögum framlag úr ríkissjóöi á móti eigin framlagi til aö hrinda i framkvæmd metnaðarfullum aögeröum sem hafa að markmiöi að auka nýsköpun í atvinnulífi og bæta afkomu íbúanna, auka menntun og menningarstarfsemi, bæta heilsugæslu og félagslegar aöstæöur og efla lýðræöiö. Lagt ertil aö alþjóölegt samstarf I byggöamálum veröi aukið verulega frá því sem nú er. Aukið verðmæti sjávarfangs Ríkisvaldiö láti gera áætlun um hvernig hægt sé aö auka verömæti sjávarfangs og fiskeldis meö sérstakri áherslu á nýtingu aukaafuröa. Gert veröi yfiriit yfir allar þær aukaafurðir sem ekki em nýttar og sett fram áætlun um hvemig hægt veröi að nýta þær í framtíðinni. Þjóðmenningarstofnanir Landsstefna veröi mótuö fyrir þjóömenningarstofnanirtil aö bæta þjónustu þeirra viö landsbyggöina. Þetta er nauösynlegt skref í kjölfar lagasetningar, t.d. á sviöi minjavörslu, samninga rikis og sveitarfélaga, nýrra leiða í rekstri og fjármögnun menningarmála, samninga um árangursstjórnun viö stofnanir og átaks í upplýsingatækni. Nýleg lög, samningar og reglugeröir gera ráö fyrir miklum skipulagsbreytingum, m.a. meö tilkomu nýrra stofnana. Verkefni á sviöi rannsókna, varöveislu og miölunar menningar eru oröin mjög aökallandi. Lagt ertil aö iönaöarráöherra komi á fót Hönnunarmiöstöö íslands, enda hafi Islendingar náö góöum árangri á því sviöi. Bent er á aö fátt efli jafn mikiö samkennd innan sveitarfélaga sem góður árangur íþróttafélags þeirra. Vakin er athygli á því aö þátttaka í íslands- eöa bikarmótum sé mun kostnaöarsamari fyrirfélög af landsbyggöinni en féiaga af höfuöborgarsvæöinu. Því er lagttil aö komiö veröi upp Feröasjóöi iþróttafélaga. Ferðaþjónusta í dreifbýli Aö rikisvaldiö geri sérstaka áætlun um uppbyggingu feröaþjónustu í dreifbýli þar sem lögö verði áhersla á rannsókna- og þróunarstarf, tengsl viö skipulagsvinnu sveitarfélaga og markaössetningu feröaþjónustu í dreifbýli. Jafnframt veröi stóraukin fræösla og starfsmenntun í greininni. Þetta veröi gert meö fjárhagslegum stuöningi viö þróunar- og markaösstarf. Lögö sé áhersla á aö uppbygging sé háö getu hvers svæöis til aö þróa feröaþjónustu án þess aö þaö komi niöur á umhverfislegum, félagslegum eöa menningarlegum þáttum svæöisins. Sömuleiöis að unniö veröi aö því aö lengja feröamannatímabiliö og endurskoöa opinberar álögur á flugfargjöld og aöra þætti er snerta ferðaþjónustu til eflingar ferðaþjónustunni. Endurgreiðsla námslána Lagt er til að bjóöa ungu fólki sem sest aö á svæöum þar sem skortur er á fólki meö háskólamenntun tímabundinn afslátt af endurgreiðslu námslána. Þá er lagt til að efla umhverfisstarfsemi sveitarfélaga meö áherslu á framkvæmd Staðardagskrár 21, jafnframt því að mynda stuðningsnet fyrir umhverfisnefndir og þá sem vinna að umhverfismálum hjá sveitarfélögum. Loks er lagt til að sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins verði gert kleift að nýta sér í vaxandi mæli landsupplýsingakerfi í stjórnsýslu. í þingsályktunartillögunni er siðan að finna greinargerð í löngu og ítarlegu máli um hverja þessara tólf framantöldu tillaga. Þær er hægt að finna á vef Alþingis, en málið er nr. 538 og þingskjal nr. 843. jm Þinísályktunaptillaga m siefnu í byggðaniÉluni lypir árin2002&2005

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.