Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. maí 2002 Fjós Náttúruleg loftræsting Fjósinnréttingar Básadýnur Flórsköfur y Haugtankar Mykjudælur Plastristar VÉLAVAL-Varmahlíö m Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is Vegna álagsgreiðslna á mjólk í sumar og greiðslu á próteinhluta umframmjólkur er mjög mikilvægt fyrir mjólkurframleiöendur að huga vel að sumarbeit fyrir kýrnar. Einnig er í mörgum tilfellum skynsamlegt að sá grænfóðri til beitar seinni part sumars og í haust, t.d. vetrarrepju eða vetrarrýgresi. Sjá nánar grein eftir Laufeyju Bjarnadóttur og Eirík Blöndal á vefnum. Greinin er á www.naut.is (fræðsla). Hjónin á Bergsstöðum, Guðlaug Sigurðardóttir og Hjálmar Páimason, í fjárhúsunum. Þau hafa náð frábærum afurðum eftir sinn fjárstofn á undanförnum árum og voru hæst yfir landið varðandi lögun og gerð lamba á síðasta ári. /Bbl mynd ÖÞ. Skortur á sláturhrossum Kjötframleiðendur ehf vantar nú sláturhross fyrir Japansmarkað. Að sögn Hreiðars Karlssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, hefur verð fyrir pístóluskorið hrossakjöt verið 95 kr. fyrir kílóið um nokkurt skeið og reiknar hann með að þetta verðið haldist út júní. Þegar verðið var best um og fyrir 1996 var verð pr. kíló 120 kr. fyrir „Japanshæf“ sláturhross. Hann segir að 95 kr. fyrir kílóið sé auðvitað betra en ekki neitt og að láta hrossið ganga sér til húðar. Mikill skortur á sláturhrossum veldur því að verið hefur hækkað og kallar Hreiðar þetta vorverð. Hann segir ævinlega sé erfiðara að fá viðunandi sláturhross að vori en á öðrum árstíma. Hrossin séu oft horuð eftir veturinn og hryssur, sem hugsanlega verður slátrað síðsumars eða í haust, með folaldi. Þeir sem eiga sláturhross geta skráð meðal annars hjá Sláturhúsinu á Selfossi, Búgarði og Birnu Hauksdóttur í Skáney í Skagafirði. Allt í heyskapinn HÁGÆÐA Allir bændur þekkja Silotite rúlluplast sem notað hefur verið á íslandi með mjög góðum árangri í fjölmörg ár. Silotite rúllumar eru framleiddar úr sterku hágæða plasti í stærðinni 500 mm (1800 m á rúllu) og 750 mm (1500 m á rúllu). Nú er einnig hægt að fá frá sama framleiðanda bæði bindigarn og net. Frábært verð og magnafsláttur í boði. VÉLAVERf BÆNDUR! Pantið tímanlega. Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is Intemetið og bændur Kröfur bænda á undanfömum árum hafa verið að fá aukinn og auðveldari aðgang að upplýsingum um ráðgjöf og að skýrsluhaldsgögnum. Að nýta Internetið er auðveldasta og hagkvæmasta leiðin til þess. Rösklega 130.000 íslendingar nýttu sér Internetið við skil á skattaskýrslum á þessu ári en til þess þurfti beintengingu við Intemetið. „Bændur eiga ekki að sætta sig við að vera annars flokks þegnar þegar kemur að aðgangi að Intemetinu. Með því fóma þeir framtíðarstöðu sinni og bama sinna. Þær kröfur sem ég vil gera til stjómvalda er að þau útvegi bændum í hinum dreifðu byggðum annars vegar öruggt og öflugt Intemetssamband (a.m.k. 128 K b/s) og hins vegar tengingu við Intemetið óháð notkun (innanlands) gegn fastri upphæð,“ sagði Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvusviðs Bændasamtaka íslands. Jón Baldur sagði að stæði Landssíminn hf. við loforð sitt ætti fyrsta krafan að vera tryggð, enda bendir ekkert til annars en svo verði ef litið er á uppbyggingu á ISDN um landið. „Seinni krafan er öllu eifiðari. Rökin eru hins vegar sterk. í þéttbýli býðst ADSL sítenging (frá 256 K b/s) gegn föstu gjaldi óháð notkun innanlands. Það er því réttlætiskrafa að dreifbýlisbúum bjóðist svipuð lausn. Það er ekki hægt að bjóða þeim meiri en helmingi hægvirkari tengingu (í raun ljórfalt hægvirkari ef símalína er notuð jafnframt ISDN) þar sem greiða þarf fyrir hverja mínútu tengitíma! Það væri jákvæð byggðastefna að stjómvöld tryggðu jafnræði í þessu milli þéttbýlis og dreifbýlis. Stjómvöld og fyrirtæki em farin að nýta sér veraldarvefinn til að bjóða betri og ódýrari þjónustu. Með núverandi ástandi á símalínum víða um landið og meiri kostnaðar fólks í dreifbýli vegna notkunar Intemetsins er mér spum: A þessi þjónusta ekki líka að bjóðast fólki í dreifbýlinu?,“ sagði Jón Baldur og benti á að ef ekki væri þrýst á um á um úrbætur í símtengingum í dreifbýlinu ríki kyrrstaða um ókomna framtíð. „Leggja þarf áherslu á að á landsbyggðinni, eins og í þéttbýlinu, þurfi fólk að nota Internetið." rjórlembd nfu vetpa Ærin Heiða á Kirkjubæ á Norð- ur-Héraði er níu vetra gömul en sannaði á dögunum að hún er ekki dauð úr öllum æðum þegar hún bar fjórum lömbum, tveim- ur hrútum og tveimur gimbrum. Til stóð að lóga Heiðu vegna aldurs sl. haust, en líkamlegt ástand hennar þótti það gott að hún var sett á í vetur. Heiða var keypt haustið 1993 frá Víðihlíð á Öræfum. Hún er undan Hjördísi 87-368 og Kára 92-479, en Kári sá er undan Evu 86-357 og Fóla 88-911 frá Hesti. Faðir fjórlembinganna er hins vegar Dfil 00-212 undan Löpp 97- 717 frá Skipalæk og Bjarti 93800 frá Hjarðarfelli. Dfil á að vísu ekki þátt í frjósemi Heiðu að öðm leyti en því að hann lagði sitt til málanna með myndarlegum jóla- glaðningi um síðustu jól. Heiða var tvflemþd gemlings- árið en einlembd árið eftir. Síðan hefur hún orðið tvisvar sinnum tví- lembd og þrisvar sinnum þrí- lembd. Að fjórlembingunum með- töldum hefur Heiða því borið sam- tals tuttugu lömbum sem gera tvö og hálft lamb á ári til jafnaðar og má telja viðunandi frjósemi./BG Bændur / Hestafólk! Mikið úrvai af hestavörum á góðu verði. Vinnu- og reiðföt. Hjálmar og skeifur ofl. ofl. NORDPOST / SKJALDA PÓSTVERSLUN Árnarberg ehf sími 555 - 4631 & 568 - 1515 Dugguvogi 6-104 Reykjavík

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.