Bændablaðið - 10.12.2002, Síða 8
8
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 10. desember 2002
Asýnd bvggðar um aldamðt
Þau eru ófá sveitaheimilin í
landinu sem skarta loflmyndum af
jörðinni eftir ljósmyndarann Mats
Wibe Lund. Um langt árabil hefur
hann stundað það að taka ljós-
myndir af bújörðum, bæði þeim sem
eru í byggð og þeim sem famar eru í
eyði. Hann á orðið gífúrlegt safn af
slíkum myndum, svo ekki sé minnst
á aðrar myndir hans af þéttbýli og
landsiagi. Nú vinnur hann að því að
gera þetta safh aðgengilegt
almenningi með því að setja það á
Netið undir heitinu Ásýnd byggðar
um aldamót.
Bændablaðið sótti Mats heim í
Árbæinn nú á dögunum og innti
hann eftir þessu verkefhi, en fyrsta
spumingin var um það hvenær hann
hefði byijað að taka myndir af
sveitabæjum og hvers vegna.
Að kynnast fólkinu í landinu
„Ég flutti alkominn til landsins
árið 1966, en var þá búinn að vera
hér með annan fótinn í tólf ár. Ég
starfaði sem blaðamaður og
ljósmyndari og tók fyrst og fremst
myndir sem tengdust landkynningu
og nýttust með greinunum sem ég
skrifaði fyrir blöð á Norðurlöndum
og víðar. Svo var það í kringum
1980 að ég fór í flugferð til að taka
myndir. Veðrið var dýrðlegt og
Fljótshlíðin svo falleg að ég tók
myndir af bæ eftir bæ.
Eftir á velti ég því fyrir mér
hvemig ég ætti að koma þessu á
framfæri og fékk þá hugmynd að
stækka myndimar, fara með þær á
bæina og bjóða til kaups. Þetta var
ákveðin áhætta en mér var vægast
sagt tekið opnum örmum. Þetta varð
mér hvatning til að halda áffarn,
ekki bara til þess að selja myndir
heldur var þetta ekki síður leið til
þess að kynnast fólkinu í landinu.
Sums staðar vom menn vissulega
mjög uppteknir en annars staðar
höfðu þeir betri tíma og þá gafst mér
tækifæri til að fræðast um mannlífið
í sveitinni, landslagið og svo
framvegis.“
Síðan hefur Mats stundað þessar
loftmyndatökur meðffam öðmm
störfum og nú orðið em ekki margir
hvítir blettir eftir á íslandskorti hans.
Honum telst til að hann vanti
einungis um 100 býli sem em í
byggð. Það sem helst vantar em
bæir austur á Fljótsdalshéraði. Auk
þess hefur hann tekið fjölmargar
myndir af eyðibyggðum, til dæmis á
Norður- og Austurlandi þar sem stór
svæði fóm í eyði eftir Öskjugosið
1875. Einnig á hann myndir af
öllum eyðijörðum meðfram
strandlengjunni ffá Borgamesi
vestur um til Hrútafjarðar.
Af sumum bæjum á hann
margar myndir, teknar á mörgum
ámm. „Stundum báðu bændur um
sérstaka myndatöku og sjónarhom,
vildu hafa bæjarfjallið með á
myndinni, og þá tók ég þær aftur.
Veðrið hefur ofl gert mér grikk,
enda þarf ég góðar aðstæður og rétta
birtu. Austur á Héraði hef ég ofl lent
í því að þokan hefur sett strik í
reikninginn þegar hún kom veltandi
inn af sjónum.“
Árið sem hann Nonni flutti suður
Blaðamann fysti að vita eftir
hverju kaupendur að myndum Mats
væm að sækjast. Hvað ræður því að
menn vilja eiga mynd af bænum
sínum?
„Fyrir því geta verið ýmsar
ástæður. Ein er stolt - „My home is
my castle“ eins og Bretinn segir.
Önnur er heimildagildi. Myndimar
em líka oft keyptar til gjafa, ekki síst
handa systkinum sem flutt em í
burtu. Nú er ég æ oftar spurður
hvort ég eigi mynd ffá 1967 eða
1982 sem var árið þegar hann Nonni
bróðir flutti á mölina. Þess vegna
þarf ég að passa vel upp á eldri
myndimar.“
Mats rifjar upp sögu af því
þegar hann tók mynd af jörð í
inndölum Skagafjarðar. „Ég kom til
bónda á miðjum aldri sem bjó einn
og var boðið í kaffi. Ég fann að ég
var ekkert að tefja hann svo við
spjölluðum lengi saman. Hann segir
mér í óspurðum fféttum að hann
hafi aldrei komið til Reykjavíkur og
stuttu síðar segist hann hafa orðið að
skreppa nokkmm sinnum um
dagana inn á Krók. Þá varð mér litið
á myndina sem ég var að selja
honum og sýndi bæinn, túnin, helstu
beitilönd og fjöllin sem vörðuðu
sjóndeildarhringinn. Þá rann upp
fyrir mér að þetta var heimsmynd
bóndans og að hann hafði engan
áhuga á því sem gerðist utan hennar.
Það er óskaplega notalegt að koma
til svona fólks og finna þann ffið og
ró sem streymir frá því. Það er sælt í
sínum heirni."
Gifurlegt gagnasafn
Hann segir að fyrst hafi þetta
verið hrein viðskiptahugmynd, hann
var að afla sér lífsviðurværis. „En
þegar mér tókst að ljúka hringnum
nokkum veginn fyrir nokkrum ámm
var staffæn myndvinnsla að ryðja
Ljósmyndarinn tilbúinn til ferðar.
sér til rúms. Þá fékk ég þá hugmynd
að skanna allar þessar myndir og
gera þær aðgengilegar á Netinu í
tölvutæku formi.
Ég hef alltaf haft áhuga á sögu,
Mats Wibe Lund
vinnur að því að
koma Ijósmynda-
safni sínu á Netið
og gera
tugþúsundir
Ijósmynda af
landinu
aðgengilegar
almenningi
enda kom ég hingað fyrst til að
starfa við fomleifauppgröft í
Skálholti. Myndimar mínar segja
líka ákveðna sögu, ekki síst þegar
þær em teknar á sama stað með
Efri mynd: Vindbelgur í Mývatnssveit. Fjallið fjær heitir Belgjarfjall. Neðri mynd: Fljótshlíðin.
nokkurra ára millibili. Þá geta menn
séð hvemig ástand gróðurs hefúr
breyst, þróun mannvirkja og svo
ffamvegis. Það má því segja að
safnið sé vitnisburður um ásýnd
landsins um aldamót."
Mats segir að myndimar geti
haft töluvert gildi jafht fyrir ffæði-
menn sem almenning. „Skámyndir
höfða betur til manna heldur en
lóðréttar kortamyndir þar sem menn
„fara“ greiðlegar inn í myndefnið.
Þessar myndir em sambland af því
að vera heimild og augnayndi. Óff
hef ég verið beðinn um myndir
vegna landamerkjadeilna, skipulags
á vegaframkvæmdum og fleira.“
Safnið er orðið geysimikið að
vöxtum en alls em í því á þriðja
hundrað þúsunda Ijósmynda. Mats
segist hafa tekið um 100.000
myndir af bújörðum og þéttbýlis-
stöðum en úr því hyggst hann velja
25-30.000 myndir til þess að setja á
Netið.
„Það liggur gífúrleg vinna í
skönnuninni og mér hrýs hálfþartinn
hugur við öllu því gagnamagni sem
þama verður til. Það er talið í
terabætum.“
Ekki með betlistaf i hendi
Það liggur í hlutarins eðli að
svona vinnsla kostar sitt. Auk
vinnustunda þarf öflugan tölvu-
búnað, forrit og geymslupláss. Eftir
að búið er að skanna myndimar þarf
að hreinsa þær til og setja þær inn í
skráningarkerfi sem haldið er utan
um með norsku forriti sem Mats
hrósar í hástert. í tölvubúnaðinum
og forritum sem nota þarf liggja
stórar upphæðir.Við þetta nýtur
hann aðstoðar sonar síns
Christopher Lund sem starffækir
myndvinnslufyrirtækið Dikta í
Elliðaárdalnum.
Hann segist horfa á þetta í því
ljósi að hann hafi komið hingað sem
útlendingur og hlotið góðar
viðtökur. Þess vegna finnst honum
hann standa í þakkarskuld við
landið og vill gjaman leggja sitt af
mörkum til jjess að myndasafnið á
Netinu verði að veruleika. Fyrir
nokkmm ámm gekk hann til
samstarfs við fyrirtækið
Genealogica Islandorum hf. þar sem
meðal annars átti að koma upp
svona safni.
„Eins og margir vita varð það
fyrirtæki gjaldþrota og ég varð að
taka á mig vemlegar skuldbindingar
til þess að bjarga safninu út úr
þrotabúinu. Ég er að greiða niður
þær skuldir á sama tíma og ég er að
skanna inn myndimar mínar.
Vissulega sel ég stöku mynd úr
safhinu en það er ekki í neinu
eðlilegu hlutfalli við tilkostnaðinn
við að koma safninu inn á Netið. En
ég hef mikla ánægju af því sem ég
er að gera. Ég vil ekki að fólk sjái
mig sem mann með betlistaf í hendi
heldur að ég hafi eitthvað ffam að
færa sem hefúr vemlegt heimilda-
gildi, sérstaklega þegar ffam líða
stundir.
Ég sé það fyrir mér að þeir sem
leggja eitthvað af mörkum til
safhsins muni fá aðgang að því á
sérstökum kjörum. Meginreglan
verður sú að menn kaupa myndir til
notkunar samkvæmt taxta ffá
Myndstefi sem er orðin viðurkennd
viðmiðun í ljósmyndun. Hins vegar
hef ég oft látið nemendum sem em
að gera ritgerð eða búa til heimasíðu
í té myndir þeim að kostnaðarlausu.
Það eina sem ég bið um er að
myndimar séu merktar mér og að
verði ritgerðimar gefnar út á prenti
verði samið um greiðslu. Þá er ég
ekki að tala um stórfé heldur vakir
fyrst og ffemst fyrir mér að
höfúndarréttur minn sé virtur. Sem
betur fer hefúr orðið stórbreyting á
því og höfúndarréttur á ljósmyndum
er mun betur virtur en hann var fyrir
nokkrum ámm. Menn skilja að þetta
em verðmæti.
Safhið er enn ekki aðgengilegt í
heild sinni á Netinu en það verður
opnað í áföngum eftir því sem
verkið skríður áffam,“ segir þessi
norsk-íslenski ljósmyndari sem
segist vera að endurgreiða skuld
sína við landið og þjóðina sem tók
honum opnum örmum. /-ÞH