Bændablaðið - 10.12.2002, Síða 36

Bændablaðið - 10.12.2002, Síða 36
36 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 10. desember 2002 Dennis O'Donnell (t.v.) í réttum ásamt Gordon Blair. Fyrirtœkið Whole Foods í Bandarí/gunum er almenningshlutafélag sem er skráð á NASDAQ (Táknmerki er WFMI) Wholefoods er stærsta smásöluverslunin í Bandaríkjunum sem selur eingöngu náttúruvœnar afurðir. Whole Foods rekur tugi verslana og á svœði sem er kallað Mid-Atlantic rœður ríkjum maður að nafni Dennis O'Donnell. Dennis hefur komið nokkrum sinnum til Islands og sýnt íslenskum landbúnaði mikinn áhuga. Whole Foods selur um 100 tonn af lambakjöti á þessu ári. Þetta kjöt kemur eingöngu frá Norðlenska á Húsavík. „Okkar helsti styrkur felst í því að við leggjum alla áherslu á ferskustu, hreinustu og náttúru- vænustu vöruna sem við getum fúndið. Hvað varðar kjötið sem við seljum, myndum við aldrei kaupa kjöt af dýrum sem hafa fengið sýklaeyðandi lyf, stera eða vaxtaraukandi hormóna,“ sagði Dennis í samtali við Bændablaðið. „Við gerum einnig þá kröfú að allt okkar dýrafóður sé laust við íblönduð efni úr dýrum. Einnig setjum við það skilyrði að enginn seljandi noti nítrít eða nítröt til varðveislu eða verkunar á vöru, né heldur tilbúin litunarefni eða viðbótarefni af nokkru tagi. Jafnframt erum við að reyna að auka framleiðslu og viðskipti á sviði lífrænt ræktaðra dýraafurða og annarra skyldra vörutegunda. Oft er það svo að í öðrum stórmörkuðum eru smádeildir fyrir slíka vöru, en gæðakröfur þeirra eru með hefðbundnum hætti.“ -Getur þú sagt mér í stuttu máli hvernig það atvikaðist aó þú byrjaðir að selja íslenskt lambakjöt í verslunum WF? Dennis hugsar sig um og minnist þess að fyrir fjórum árum komst hann í kynni við Baldvin Jónsson, sem stýrir Áformi. Baidvin hafði, í samvinnu við Bandaríkjamanninn Gordon Blair, gert söluáætlun sem féll yfirmanni Dennis vel í geð. „Við erum alltaf að leita eftir tækifærum til að bjóða vöru sem viðskiptavinurinn getur aðeins keypt fyrir milli- göngu okkar og satt best að segja féll íslenska lambið afar vel að þessari stefnu," segir Dennis og bætir því við að á síðustu þremur árum hafi salan tvöfaldast árlega. íslenska lambakjötið hefúr líka verið kynnt á öðrum sölusvæðum WF. I viðskiptum skiptir öllu að viðskiptavinir geti treyst fullyrðingum um gæði vörunnar. Dennis var spurður um þau mál innan WF. Hann bendir á að starfsmenn WF heimsæki staðina, sem fyrirtækið fær frá vörur, með reglulegu millibili. „Við gerum einnig kröfú til þess að þeir sem selja okkur útfylli vottorð til að tryggja að þeir fari eftir forskriftum okkar. Við gerum prófanir á fóðri; sendum það til utanaðkomandi rannsóknarstofa og sýnishomum af kjötinu. Tökum viðskipti alvarlega „Sem dæmi um hvemig við vinnum, get ég sagt þér að í janúar síðastliðnum heimsóttum við fyrirtækið sem selur okkur kálfa- kjöt og komumst að raun um að þar var ekki farið eftir okkar fýrir- mælum. Við hættum viðskiptum við þá samdægurs. Þetta gerðum við, þótt okkur væri fúllljóst að við myndum ekki eiga til kálfakjöt í verslunum okkar vikum saman. En við tökum þessi viðskipti alvarlega og ég vil heldur segja viðskiptavini að við eigum ekki vöruna í skamman tíma, en hætta á að missa traust hans.“ Bandaríkjamenn vilja einkum ferskt kjöt -Hingað til hefur íslenskum sauðjjárbændum verið sagt að nánast eingöngu sé unnt að selja ferskt lambakjöt í verslunum ykkar. Sérðu fyrir þér að það verði hœgt að selja frosið lambakjöt hjá WF? „I ffamtíðinni kann eftirspumin að gera þann kost raunhæfan, en héma í Banda- ríkjunum hafa upplýstir neytendur einungis kosið að kaupa ferska vöru; þannig hafa þeir vanist því að versla. Þetta er það sem allir sjónvarpskokkarnir segja þeim og það stendur í öllum nýju matreiðslubókunum. Það er búið að kenna þeim að svona eigi þetta að vera. Það er erfitt að selja viðskiptavini Whole Foods frosið kjöt en vel má vera að vaxandi eftirspum gefi möguleika á að koma inn með frosna lambið í framtíðinni." Þess má geta að þegar Dennis kom síðast til Islands var hann og fleiri beðnir um að greina á milli rétta sem annars vegar vom búnir til úr fersku lambakjöt og ffosnu. Dennis segir að hann hafi getað greint þama á milli. „ Stundum rýma útlitsgæðin þegar vara er ffyst. Eg fyrir mitt leyti hef hins vegar ekkert á móti því að reyna að selja ffosið lambakjöt og kannski prófa ég þetta í nokkrum verslunum á næsta ári til að sjá hver árangurinn verður.“ Og Dennis sagði að hann mundi skoða málið nánar þegar hann kemur næst til íslands á fyrri hluta nýs árs. Vaxandi sala á næstu árum -Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð íslenska lambakjötsins á bandarískum matvœlamarkaði? „Hvað snertir Whole Foods markaðinn sé ég vaxandi sölu á næstu árum. Við emm með 137 verslanir og núna bjóða aðeins 54 upp á lambakjöt (25 verslanir munu bætast við á næstu 2 ámm). Það mun taka nokkur ár til viðbótar að koma öllum svæðunum inn í áætlunina og það tekur íslensku framleiðenduma líka tíma að ná upp því magni sem við þurfúm til að geta boðið kjötið í öllum verslunum okkar. Allt ferlið verður að vinnast rólega og á réttan hátt, annars gætum við eyðilagt alla áætlunina. Eg myndi helst kjósa að ísland sæi sér hag í að bjóða lambakjötið einungis í Whole Foods verslunum í stað þess að reyna að færa út kvíamar til hefðbundinna verslana eða þeirra sem em í beinni samkeppni við okkur. Ef lambinu er hampað um of glatar það því sérstæða andrúmslofti sem við höfúm lagt okkur ffam um að skapa héma hjá okkur.“ -Fyrirtæki ykkar hefur líka selt aðrar íslenskar jramleiðsluvörur. Hvernig sérðu jýrir þér framtiö þessafáttar í viðskiptunum? „Eg held að sala hafi aukist á mörgum þeim vörum sem við bjóðum. Þegar tilhneigingin til að kaupa náttúmlega og lífræna framleiðslu fer vaxandi mun sala á íslenskum vömm aukast að sama skapi. Ég myndi gjama vilja að við settum einhvem tíma upp sérstaka auglýsingaviku í verslunum okkar tileinkaða íslenskri ffamleiðslu.“ -Þar sem þú hefur komið nokkrum sinnum til Islands, býst ég við að þú hafir mótað þér ákveðnar skoðanir um íslenskan landbúnað og íslenska matvœla- vinnslu. Hverjar eru að þínu mati sterkar hliðar okkar, og þá ekki síður veikleikarnir? Hvað þurfum við að bœta og hvaða breytingar þarf að gera til að ná betri árangri á bandarískum markaði? „Það sem mestu máli skiptir er að breyta ekki um aðferðir við að ala upp lambið. Þetta er ekki bara spuming um ffamleiðslu; það er líka hin ríkulega hefö, samkomumar í réttunum, ræktun fjárins og samskiptin milli þændanna og kaupendanna - sem í þessu tilviki eru ég, Baldvin Jónsson og fleiri. Það er traustið sem við berum til vinnutilhögunar á Islandi, kenningin um land hinnar hreinu ræktunar. Allt þetta skapar hið sérstæða andrúmsloft. Helsta vandamálið sem mér sýnist blasa við okkur í ffamtíðinni er spumingin hvort við getum haldið uppi hinum háu gæðakröfúm sem nú gilda á öllum stigum áætlunarinnar, þegar fleiri Whole Foods verslanir ganga í lið með okkur. Þegar við verðum komnir með 150 verslanir og lambakjöt er á boðstólum í þeim öllum, myndi ég ekki vilja setja í hættu kerfið sem við notum núna og hefúr reynst svo vel. Norðlenska hefúr á síðustu árum náð góðum tökum á ffamleiðslunni, samkvæmt okkar gæðastaðli. Við verðum að horfa til þess hvemig sumt má bæta frá því sem nú er, t.d. fjölga fénu, koma upp slátrunaraðstöðu sem afkastar meiru, flytja kjötið til svæða á borð við Kalifomíu o.s. frv. I samstarfínu við menn eins og Baldvin og fleiri held ég að óhætt sé að setja markið hátt, við verðum bara að gæta þess að taka eitt skref í einu.“ Lambakjöt með skipi -Flutningskostnaður er sérvandamál. Það er dýrt að senda ferskt lambakjöt með flugi til Bandaríkjanna. Hvað finnst þér um pökkun kjöts i lofttœmdar umbúðir? Eru verslanir WF tilbúnar að taka við lambakjöti sem þannig hefur verið búið um? „Við emm einmitt núna að kanna leiðir til að senda lamba- kjötið með skipi. Við erum opnir fýrir öllum leiðum sem skynsam- legar kunna að reynast. Við viljum halda verðinu á kjötinu á því stigi sem markaðurinn okkar getur tekið við.“ -Hver er staða lífrœnna vara í Bandaríkj unum? „Viðskipti með lífrænar framleiðsluvörur fara sívaxandi. Eftirspumin tvöfaldast ár hvert. Enda þótt verð á líffænni ffamleiðslu hafi farið lækkandi, er það samt miklu hærra en á heföbundinni framleiðslu. Mér finnst slæmt að þurfa að segja þetta, en meirihluti neytenda í Bandaríkjunum er rétt að byrja að gera sér grein fýrir kostum lífrænnar ffamleiðslu og tekjur setja innkaupum skorður. Þegar kemur að kjötinu uppfýllir varan sem við kaupum frá Islandi nú þegar kröfúr og óskir 90% af núverandi viðskipta- vinum. Ákveðinn hópur viðskipta- vina minna er hins vegar byrjaður að sýna líffænni ffamleiðslu áhuga, og þeim fjölgar með degi hverjum. Éf allt íslenska lamba- kjötið væri lífrænt ræktað myndi það vissulega hjálpa í vaxandi eftirspum eftir líffænu kjöti. Aðrar ffamleiðsluvömr, eins og t.d. lífrænt framleiddar mjólkurvörur og ostar, hafa miklu sterkari stöðu á þessu sviði. Því gæti orðið um að ræða mikla söluaukningu ffá Islandi í þessari ffamleiðslu. Mér finnst íslenskar vömr hafa náð miklum árangri á bandarískum markaði á skömmum tíma og viðskiptavinir í verslunum mínum em mjög ánægðir með vömmar ykkar. Ég held að staða ykkar eigi eftir að styrkjast vegna ffamlags fólksins sem að þessu vinnur. Hér á ég t.d. við menn eins og Baldvin og fleiri sem trúa á það sem þeir em að gera, það sem bændumir em að gera og það sem við gemm til að koma vömnum ykkar á ffamfæri í verslunum. Gæðakröfúr okkar em háar og það em þær Iíka á Islandi. Svo lengi sem við ekki slökum á gæðunum og höldum áffam að endurskoða þau og endurbæta munum við öll njóta ávaxtanna af erfiði okkar.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.