Skátaforinginn - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Skátaforinginn - 01.12.1988, Blaðsíða 12
AUKINN STUÐNINGUR ALÞINGIS VIÐ SKÁTAHREYFINGUNA ? Bandalag íslenskra skáta fær árlega fjárveitingu á fjárlögum íslenska ríkisins. Að þessu sinni sóttum við um umtalsverða hækkun frá fyrra ári. Styrkumsókn skátahreyfingarinnar hljóðaði uppá kr. 15.250.000.-og var rökstudd með vísan til eftirfarandi verkefna; almennur rekstur, stofnun nýrra skátafélaga, útilífsfræðsla fyrir almenning, skátastarf fyrir fatlaða, forvarnarstarf gegn vímuefnanot- kun, Skíðasamband skáta, þátttaka í Norðurlanda og Alþjóðastarfi og aukin þátttaka landsbyggðarfulltrúa í yfirstjórn hreyfmgarinnar. Umsókn okkar var send öllum þingmönnum og fylgdi henni vönduð greinargerð um verkefnin. Það er ætíð á brattann að sækja þegar sótt er um svo mikla hækkun sem nú var gert. En verkefnin eru brýn og skátahreyfingin hefur enn sem komið enga fasta lögbundna tekjustofna eins og íþrótta- og Ung- mennafélagshreyfingin. í málefnasamningi ríkisstjórnar félagshyggjuflokkanna; Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags er kveðið svo að orði; "Stutt verður myndarlega við íþrótta og æsku- lýðsstarfsemi í landinu" Það er því full ástæða til bjartsýni og ekki ætti það að spilla fyrir að undir fjárveitingabeiðni okkar til Alþingis skrifaði hópur góðra skáta úr öllum kjördæmum landsins, margir hverjir með sterk tengsl við stjórnmálaflokkana. Þá er jafnframt vitað, að af 63 þingmönnum á Alþingi eru á annan tug skáta og eflaust enn fleiri "skátapabbar og skátamömmur" auk þeirra sem sýnt hafa æskulýðsstarfi í landinu fullan skilning og velvild. Það ætti því að vera nokkuð tryggt að fjárveitinganefnd og þingmenn afgreiða styrkbeiðni okkar með full- um skilningi á þeim verkefnum sem þar eru lögð til grundvallar og harla er það ólíklegt að nokkur þingmaður setji sig upp á móti þeim hækkunar- tillögum er kunna að verða lagðar fram. GARÐBÚAR KOMNIR í HÚS Loks er lokið langri bið hjá skátunum í Bústaðahverfi sem hafa verið húsnæðis- lausir í langan tíma. Samningar hafa náðst um kaup á fyrrverandi verslunarhúsnæði við Búðargerði og er þar um að ræða fyrstu hæð hússins og kjallara þess. Mikið starf er fyrir höndum við að aðlaga húsnæðið að þörfum félag- sins og verður ráðist í það nú mjög fljótlega. Ekki er Skátaforinginn grunlaus um að næg verkefni verði fyrir vinnufúsar hendur og er gaman að geta þess að Dalbúar hafa nú þegar gefið loforð fyrir 100 vinnustundum. Skátaforinginn óskar Garðbúum til hamingju með húsnæðið og vonar að þar muni ríkja sannur skátaandi.

x

Skátaforinginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátaforinginn
https://timarit.is/publication/909

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.