Bændablaðið - 01.01.1990, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 01.01.1990, Blaðsíða 9
BÆNDABLAÐIÐ 1 .TBL.4.ÁRG.25 JANÚAR 1990 BLAÐIÐ Markús Kristinsson: Nokkur orð um MELTU - fljótandi dýrafóður Það eru ekki mörg áð síðan farið var að tala um Meltu sem dýrafóður hér á landi, þó að slíkt fóður hafí verið notað um 35 ára skeið í Danmörku. Þaö vekur oft hjá manni furöu hvað við íslendingar eigum erfitt meö aö notfæra okkur þau gæöi sem landið hefur uppá að bjóöa, en viröumst ofurseldir þeirri áráttu aö sækja alla hluti til útlanda. Þetta á ekki síöur viö um fóörum húsdýranna okkar, en annað sem þarf til þess aö líf okkar og störf geti talist með nútfmalegum hætti. Aö framansögöu væri fróölegt aö spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar: "Hver er ástæöan fyrir þvf aö t.d. danir, sem eins og allir vita er mikil landbúnaöarþjóð og að auki talsverð fiskveiöiþjóö, velja þá leiö aö selja þaö fiskimjöl sem þeir framleiöa til annarra landa, en nota sjálfir meltu viö fóörun sinna húsdýra.?" Svarið getur ef til vill legiö í því aö aö danir hafa uppgötvaö aö ef borin eru saman gæöi meltu og fiskimjöls, þá sé þaö ódýrari kostur aö nota meltuna heima, en selja fiskimjöliö til þeirra þjóöa sem vilja kaupa og greiöa vel fyrir. Flytjum inn mengunina Hagfræði sem þessa hefur maöur ekki oft heyrt hér á landi. Ef til vill miklu oftar þaö sjónar- miö aö vilja heldur þaö sem inn- ílutt er. Það hljóti aö vera betra. Það hefur komið fram í ræöu og riti aö íslendingar búi viö hreinni náttúri en margar aörar þjóöir. Andrúmsloftiö hreint og tært, ár og vötn ómenguð af úr- gangi frá verksmiöjum og hafiö skfnandi bjart. Ef þetta er svona á íslandi en miklu verra f öörum löndum, af hverju erum viö þá aö kaupa inn f landiö mengunina og óhollustuna frá öörum löndum þegar viö getum notiö þess hreina og góða sem okkar eigiö land býöur upp á? MELTA er fiskur Hvaö er MELTA, hvernig er hún framleidd og hvaöa ávinningur er af henni sem fóðri? Ef svara á spurningunni hvað MELTA sé, er einfaldast aö segja aö hún sé ftskur. Hætt er þó viö aö þaö séu ekki allir sáttir við svo einfalda skýringu og skal því reynt aö lýsa þessu nánar. Svariö er eiginlega þaö aö MELTA sé uppleystur fiskur, 100% náttúruafurö í líffræöilegum skilningi og er framleidd úr fersk- um nýveiddum fiski. Ferskur ný- veiddur fiskurinn sætir í fram- leiöslunni þeirri meöferö sem ekki skaöar næringarefnin. Hitinn sem notaöur er viö meltuframleiöslu er þaö lágur aö rannsóknir sýna aö hann veldur á engan hátt skemmd- um á próteini opg vítamínum. Fisktegundir sem heppiiegt er aö framleiöa Meltu úr, eru m.a. síld, loöna og spærlingur. Þessar fisk- tegundir eiga þaö sameiginlegt aö vera frekar smábeinóttar og er því hlutfall beina ekki mjög hátt miðað viö fiskinn og þar af leiöandi veröur kalkinnihald meltu ekki mjög mikiö, en þaö þykir kostur. Þegar Melta er búin til er sett maurasýra saman viö fiskinn, en þaö vcldur þvf aö hann leysist upp lyrr og beinin hverfa. Þegar upp- lausnin er alger er meltan eins og vatn á aö líta. Vökvinn er nú látinn fara f gegn um skilvindur og fitan skilin frá, þar sem menn hafa kom- ist aö þeirri niöurstööu aö þegar fundist hefur fiskbragð af kjöti, er þaö f raun og veru bragö sem stafar af fitunni í fiskinum, en ekki af fiskinum sjálfum. Lífrænt en bakteríulaust fóður Eins og getiö er um áður er sett maurasýra f meltu og þaö hefur komiö f ljós aö bakteríur lifa ekki f jafn súrum vökva og hér um ræðir. Ekki eru heldur dæmi um að salmonella þrífist viö þessar aöstæöur. Þar sem fiskimjöl hefur veriö þekkt sem dýrafóöur alllengi af flestum sem við landbúnaö fást, er ekki óalgengt aö veriö sé aö bera saman próteinið f meltu og fiski- mjöli. Slíkur samanburöur er í hæsta máta óraunhæfur og eru ýmsar ástæöur til þess. í fyrsta lagi má nefna ferskleika hráefnisins. Andstætt ferskum fiski sem er alger forsenda þess aö notaöur sé viö framleiðslu Mcltu, er óhætt aö segja aö hráefniö sem notað er viö fiskimjölsframleiöslu, sé vægast sagt á allbreytilegu aldursstigi. Dæmi eru til aö fiskimjöls- verksmiöjur safni allt aö mánaðar- birgöum af hráefni. Slíkt hráefni getur aö sjálfsögöu aldrei orðiö úrvals hráefni og úr þvf er þar af leiðandi aldrei hægt aö framlciöa úrvals vöru. Viö framleiðslu á fiskimjöli er notaður mikill hiti, eöa frá um 130°C til allt að 450°C, eftir þvf hvort verið er aö gufuþurrka eöa eldþurrka mjöliö. Hitinn eyöi- leggur töluvert af vítamfnunum og próteiniö rýrnar einnig viö þennan mikla hita. Þessu er þveröfugt fariö meö meltu, þar sem ekki er notað- ur skaölegur hiti viö framleiðsluna og vítamfn og prótein haldast óbreytt eins og náttúran skilar þeim. Meö því aö nota meltu daglega fæst fóöur sem hefur hátt líffræöi- legt gildi og viö þaö bætist aö pró- teinið í meltunni veldur þvf aö pró- teiniö f öðru fóöri nýtist betur. Þetta setur meltuna f sérstakan fóöurflokk af allt ööru og gildis- meira mati en t.d. fiskimjöl, soya- mjöl, kjötbeinamjöl o.þ.l. Aö auki skapast betra jafnvægi milli mikil- vægra Aminosýra og mikilvægra B-vítamfnflokka, þar sem hiö dýrmæta vítamín B12 skipar öndvegi. Aminosýrurnar ellefu Þegar fiski hefur veriö breytt f þunnan vökva, eins og aö framan er lýst, hefur próteiniö veriö brotiö niöur f aögengilegar lausar Amino- sýrur. Rúmlega 20 Aminosýrur eru þekktar, en af þeim eru 11 Iffs- nauösynlegar, þ.e.a.s. þaö veröur aö gefa skepnunum þær í fóörinu sem þær éta. í meltu etu allar mikilvægu Aminosýrurnar, ekki sfst Lysin, sem oft er of lftiö af í ööru fóöri. Aminosýrur þurfa að vera f lausu aðgengilegu ástandi, til þess að skepnurnar geti nýtt þær, en þannig eru þær einmitt f melt- unni. Við höfum líkinguna um keöjuna: "Engin keöja er sterkari en veikasti hlekkurinn." Þannig má kannski koma meö líkingu um skcpnufóðrið, þar sem vitaö er aö Meltu geta bændur keypt eða framleitt heima á bæjunum. Þessi mynd er af meltuútbúnaði í Vogsósum í Selvogi en bóndinn þar sækir hráefni f Þorlákshöfn. Aminosýrur mynda keöju, og segja: "Notagildi fóöurs afmarkast af Aminosýrunni scm minnst er af." Kýr - 500 gr. á dag Mjólkurkúm má gefa 500 gr. af meltu á dag, en hafa skal þaö f huga aö betra er aö skipta magninu og gefa f tvö mál, 250 gr. hvort skipti. Þegar melta er gefin skal draga samsvarandi frá kjarn- fóðurgjöf. Kálfum má byrja aö gefa meltu 7-10 daga gömlum og má þá gefa þeim 50 gr. á dag en síðan skal auka gjöfina smátt og smátt þannig aö þegar kálfarnir hafa náö tveggja mánaöa aldri sé gjöfin orðin 500 gr. á dag. Þessi 500 gr. af meltu á dag jafngilda jafngilda um 2,5 - 3 lítrum af mjólk hvað prótein áhrærir. Meltan virkar mjög vel á maga kálfa þar sem pH talan er mjög lág (3,8 - 3,9), en eins og áöur er getiö þrffast bakteríur ekki viö þaö sýrustig. Hægt er aö sjá á háralagi kálfanna hvort aö magi þeirra cr í lagi, þvf aö fallegt hára- lag og góður magi fylgjast aö. Hér aö framan var minnst á vítamíniö B12 en þaö eykur vöxt dýranna. Þetta vftamfn mynda kálfarnir ekki sjálfir meöan þeir eru undir 6 mánaöa aldri. Gott fyrir litla grísi Gyltum má gefa 500 gr. af mcltu á dag. Gefa skal meltuna óþynnta og hella henni yfir annaö próteinfóöur. Melta er próteinríkt fóður, þessvegna skal minnka pró- teingjöf í ööru fóöri, þvf aö viö þaö eykst notagildiö. Ekki skal nota flskimjöl og meltu samtímis. Dagskammtur grísa fer eftir aldri þeirra og skal vera frá 10 - 300 gr. á dag. Kostir meltu- gjafar cru margir og má þar nefna hátt líffræðilegt gildi, f öðru lagi hentar melta vel f litla viökvæma grfsamaga vegna þess að hún inni- heldur dálftiö af zinki og f þriöja lagi eykur hún matarlyst. Mælt er meö aö dagskammtur slátursvína sé um 200 gr. á dag og meltugjöf sé hætt um 3 vikum fyrir slátrun. Eitt skulum við hafa f huga. Þaö er ekki rétt aö miöa fóöur ætfð viö fóðureiningar, þvf aö fóöur getur gert svo margt, sem alls ekki er skilgreint f fóöureiningum. Þaö má til dæmis nefna hvernig skepnurnar lfta út, þaö má nefna frjósemi bæöi hjá gyltum og kúm, það má nefna magann f smágrfsum og kálfum og þaö má nefna fallegra háralag kálfa. Góö matarlyst og hraustir smágrfsir eru líka einkenni, sem ekki er hægt aö reikna f fóöúr- einingum. Melta er ef til vill ekki neitt töfralyf, en þaö sem um hdna hefur veriö ságt hér að framan ér án efa vel þess viröi aö því sé gefinn gaumur. Hér er aö minnsta kosti um aö ræöa innlenda ffam- leiðslu úr ferskum fiski, veiddum viö strendur íslands. Höfundur er forstjóri fyrir- tækisins Valfóður sem framleiöir meltu til útflutnings. Þó svo að hér sé því ekki um "hlutlausan" greinarhöfund aö ræða taldi undirritaöur að efni þetta ætti fullt erindi við bændur landsins og þá sem vilja styöja og styrkja sem best þá innlendu framleiðslu sem við höfum. Meltan hefur lengi verið umdeilt fóður og blaöið er vissulega opið fyrir athugasemdum viö þaö sem hér stendur. ritstj. ÁSKRJFTA- SÍMINN ER 98-313 76 EINANGRUÐ HITAVEITURÖR ÚR STÁU EINANGRUN FYRIR PLASTHITAVEtTUR LEGGJUM PLASTHITAVEITUR RÁÐGJÖF VIÐ HÖNNUN HITAVEITNA LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA HJUPUR HF. = WUSH Flúðum 801 Selfoss Sími 98-66780 Söluskrifstofa Bolholti 4 105 R&ykjavík. Sími 91-680425

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.