Bændablaðið - 01.01.1990, Page 11
Athugasemd frá Guðlaugi Björgvinssyni
forstjóra Mjólkursamsölunnar í Reykjavík:
RANGAR OG VILLANDI
FULLYRÐINGAR UM
MJÓLKURSAMSÖLUNA
í 6. tölublaöi Bændablaösins
sem út kom í desember s.l.
birtist grein á baksíðu eftir
Þórö Ingimarsson. í greininni
koma fram ýmist rangar eöa
mjög svo viliandi fullyröingar
um Mjóikursamsöluna. Því er
óhjákvæmilegt að upplýsa
lesendur Bændablaðsins um
eftirfarandi:
1. Mcö mörgum oröum og
endurtekningum fullyröir
greinarhöfundur (Þ.I.) aö af þeim
29 millj. ltr. sem berast MS frum-
vinni fyrirtækið aöeins rúml. 4,0
milij. ltr. þetta er að sjálfsögöu
alrangt. Allt mjóikurmagniö er
tekið til frumvinnslu hjá MS, þ.e.
til gerilsneyðingar og fituspreng-
ingar. Umrætt mjólkurmagn fer
síöan til fullvinnslu þeirra 5 vöru-
tegunda sem MS sér um fram-
leiðslu og pökkun á. Þær eru ný-
mjólk, léttmjólk, undanrenna,
súrmjólk og rjómi.
2. Fullyröing um aö spara
hefði mátt f nýfjárfestingum meö
því aö fullvinna neyslumjólk fyrir
Reykjavfkurmarkaö úti á lands-
byggðinni er líka röng. ítarleg út-
tekt hlutlausra sérfræöinga leiddi f
ljós aö í fyrsta lagi heföi oröiö aö
byggja yfir slíka fullvinnslu hvar
sem hún heföi veriö staösett og í
ööru lagi væri hagkvæmast aö
staðsetja hana sem næst markaðn-
um þ.e. í Reykjavík.
3. Fullyröing um aö mjólkurbú
noröanlands greiöi niöur Ijár-
festingakostnaö sunnanlands f
gegnum svokallaöa verömiölun er
röng. Mjólkurbú norðanlands eins
og annars staöar á landinu gera
aöeins skil til verömiölunarsjóös á
gjöldum sem þau innheimta við
sölu á mjólk og mjólkurvörum. Aö
mjólkurbú greiöi eitthvaö "úr eigin
vasa" til verömiölunar á því enga
stoö f raunveruleikanum.
4. Hlutverk verömiölunar er
m.a. aö draga úr sveifluáhrifum
sem nýfjárfestingar hefðu ella á
vöruverö. Greiöslur úr sjóðnum
geta þar af leiðandi veriö mikiar á
einum tfma en litlar á öðrum. Aö
upplýsa eingöngu um verðmiðl-
unarþörf vinnslustööva á afmörk-
uöum tíma eins og Þ.I. gerir í
umræddri grein hlýtur aö teljast,
vægast sagt villandi. Þaö væri því
ef til vill forvitnilegt fyrir iesendur
Bændablaösins aö vita hvernig
þessum greiðslum hefúr veriö
variö á t.d. s.l. 9 árum og fer yfirlit
yfir þær greiöslur hér á eftir:
(Tölurnar eru framreiknaöar,
miöaö viö lánskjaravfsitölu, til
verölags 1/1’89)
Þ.I. fullyröir í greininni aö fjár-
festingarkostnaöur í vinnslustöö á
Bitruhálsi sé samkvæmt árs-
reikningi MS 1988 kr. 2,5
milljaröar á verölagi sama árs.
Hiö rétta er aö í fyrsta lagi er f
efnahagsreikningi um samtölu allra
varanlegra rekstrarfjármuna MS
(fasteigna, véla, bifreiöa og áhalda)
Greiðslur
pr. Itr. innv.
mjólkur
1979-87
Ms.Patreksfiröi 13,10
Ms.ísafiröi 4,53
Ms.Hvammstanga 1,62
Ms.Blönduósi 3,64
Ms.Sauðárkróki 0,40
Ms.Akureyri 1,77
Ms.Húsavík 0,68
Ms.Þórshöfn 17,34
Ms.Vopnafiröi 13,23
Ms.Egilsstöðum 5,87
Ms.Neskaupsstaö 16,02
Ms.Djúpavogi 8,79
Ms.Homafiröi 5,16
l.Sölusvæöi 0,89
að ræöa, yngri sem eldri, á fram-
reiknuöu veröi án afskrifta, og f
ööru lagi eru þar með taldar allar
eignir undirfyrirtækja MS svo sem
Mjólkursamlagsins í Búöardal, ís-
geröar MS og brauögeröar MS,
sem eiga ekkert skylt viö fjár-
festingarkostnaö í pökkunar- og
dreifingarstöö á Bitruhálsi.
Aö endingu skal lögö áhersla á
þýöingu mjólkursamlaganna fyrir
framleiðendur í landinu. Upplýs-
ingar um þann rekstur sem ætl-
aöar eru framleiöendum sérstak-
lega þurfa þvf aö vera sem rétt-
astar og hlutiausastar. Eins og
ofangreindar leiöréttingar bera
meö sér skortir mikiö á aö svo hafi
veriö f tilvitnuðum skrifum Þóröar
Ingimarssonar.
Athugasemd
Bændablaðsins
Skrifi þessu verður svarað í næsta
tölublaði Bændabiaðsins.
Heilbrigðir fætur og hreinni ull!
Allar upplýsingar góðfúslega veittar
hjá innkaupa- og sölumönnum.
■Verslunardeild Sambandsins
Byggingavörur- Krókhálsi 7-Sími 91-82033
FB
Kúakögglar
niuhúðadir
20
Framleiðsludagur
Fóðursam- setnlng %
Male 36,9
Bygg 15,0
FiskimJÖI 22,0
Oraamjöl 5,0
tykur 5,0
Fita 3,0
Salt 0,9
Magnfumoxfð 0,3
Vltamin 0,4
Kðgglaherðir 1,5
Hveitiklið 10,0
100,0
Framleiðslunr.
Ihvertkg
erbastt
Notkun
VltamínA 13000 AE
VítaminDj 2500 AE
VitamínE
6mg
Auk þess snefilefnln
Jám, Joð, Kobatt,
Kopar, Mangan og
Selen.
FóAurglldl (kg
Fóðureinlngar 1,02
Hráprótein 20,0%
Kalafum 13,0 g
Foafór 9,0 g
Magnesfum 3,0 g
Natrfum 5,0 g
©
VEUUM
ISLENSKT
Kúakðgglar 20 eru stlaðir hámjólka
kúm fyrstu 2 til 3 mánuði mjalta-
skeiðsins. Sérataklega er mælt með
fóðrun með avo próteinríkri blóndu
ef kýrnar fá mikið vothey. Kúaköggl-
ar 20 henta elnnig mjðg vel fyrir
sauðfó bæði á fengitfma og einnig
um burð, aórataklega ef æmar eru
fóðraðar á votheyi.
Framleidandi
FÓÐURBLANDAN HF.
KORNGARÐ112 S:(91)687766 SUNDAHÓFN
FORYSTA í FÓDURBLÖNDUN