Bændablaðið - 01.01.1993, Qupperneq 2

Bændablaðið - 01.01.1993, Qupperneq 2
1.TBL. 7. ÁRG. JAN. - FEB. 1993 "ÉG ÆTLA AÐ HUGSA ÞETTA MÁL * I dag tölum við um mat og heimilishald. Má heita rökrétt framhald af því sem fitjað var upp á f siðasta blaði; um handverks- menntina í landinu og þau örlög sem okkar nútfmi virðist ætla að búa henni. Má ég rétt geta þess, svona í framhjá- hlaupinu, áöur en lengra er haldið, að nútfminn í öðrum löndum hefur ekki gert líkt því eins hatramma árás á handverks- menntir eins og hann hefur gert hér. Mér er tjáð að danskir smiðir haldi enn upp á jesúsarsögina frægu og hin klassíska kjulla sé þeim tamari en allir nýtísku klaufhamrar. Þýska smiði má þekkja á götum úti og í strætó, utan vinnunnar, vegna þess að svo mikla virðingu bera þeir fýrir sínu handverki að þeir ganga einkennisbúnir; f sérstöku tré- smíðavesti. Það virðist ekki hafa skolast til hjá þessum gamalgrónu menningarþjóöum að handverkið er grundvöllur allrar iön- menntar og að það veröur aldrei neitt fjöldaframleitt, hratt og ódýrt, nema það sem búið er að gera módel af í höndunum, með dýrum og seinvirkum aðferðum. Um þetta var ágætur þáttur í sjónvarpi á dögunum. Hann fjallaði um húsgagnaiðnaö í Danmörku. Það hafði ekki farið framhjá neinum sem þar kom fram, að Danir hafa náð forystu í húsgagnaframleiðslunni í nútfmanum, eins og þeir höfðu hana fýrr á tímum, vegna þess og út á það að þeir hafa lagt rækt við handverksmenninguna. Flestar nytsamar uppfinningar dansks húsgagna- iðnaöar eru komnar frá handverksmeistur- unum sjálfum. Og svo hitt sem ekki má gleyma: Iiandbragöið leynir sér ekki, þrátt fyrir allt. Fólk hallast að góðu handbragði, ef ekki vísvitandi þá óvitandi. ÆT egar gengið var milli bols og höfuðs á húsmóðurinni, nú fyrir nokkrum árum, og henni útrýmt, þá náði sú herferð einnig inn á mitt heimili, þrátt fyrir þai ríkjandi íhaldssemi á forna siðu. Enginn var óhultur fýrir þvf fári. Síðan er mitt hús, sem og önnur í landinu, hálf sálarlaust. Það er ekki það að þau verk séu ekki unnin sem hús- móðirin vann áður. Mikil ósköp. Þau eru öll unnin, þau sem þörf reyndust. Mörg þeirra sönnuðu sig líka í því að vera óþörf og voru hér fyrr meir unnin af því einu að hús- mæður voru að láta til sfn taka og reyna að taka hver annarri fram um myndarskap. Nei, skaðinn við að missa húsmóðurina var ekki sá fýrst og fremst að missa vinnuna hennar heldur sá að missa hana sjálfa, - þessa manneskju sem alltaf var heima og á vakt. Mestu munaði um það að þá kom enginn, aldrei, að húsinu auðu. Og það var ómældur skaði fyrir börnin að missa þessa heimsviðmiðun sem borðhald á föstum tfm- um var. Það var Ifka skaði að missa þau matreiðslusérkenni sem hver og ein hús- móðir hafði að sfnu einkennismerki, sem og þann smekk og umgengnisblæ sem hún setti á sitt áhrifasvæði og aðrir sem komu inn f þá návist töldu sér sjálfsagt og skylt að hlíta. Sá skaði varð að vfsu aðeins hálfur en ekki allur hér hjá okkur vegna þess að um leið og húsmóðirin var hrakin út á vinnumarkaöinn, eins og það var látið heita, fengum við ömmu. Hún var raunar orðin gömul og búin að missa heilsuna á þann sorglega hátt að hún vissi ekki alltaf hvaö hún gerði og gat átt til að gera hættulega hluti þar af leiðandi; kveikja á auðum eldavélarhellum, láta renna út úr baðkerinu og þess háttar. En það allt sannaði mér enn ffekar en ella að "konan í húsinu' er ekki verðmæt vegna þeirra verka sem hún vinnur heldur fýrir það eitt að hún er þarna. Amma var okkar börnum ekki slður verðmæt fýrir það að hún var sam- eiginlegt áhyggju- og umönnunarefni. Hinir unnu. Unnu jafnvel allskonar stór og misstór afrek. En þeir komu heim til hennar. Og menn borðuöu með ánægju það sem hún bjó til, eins þótt það væri stundum mislukkaö, fyrir gleymskunnar sakir, af þvf það var hennar sérstaka handverk og hennar ástarjátning til sinna,- hennar aöferð til að hugga og styrkja. Og við vissum að það var, meö ein- hverjum hætti, arfur og þar meö staðfesta kynslóða. Kannski sjálf sál byggðar í landinu. M óðir mfn var mikil matreiðslukona. Að minnsta kosti miðað við það sem nú tfðkast. Þá, fýrir fjörutfu árum eða svo, var matreiðsla með öörum hætti en nú. Mat- reiðsla húsmóður hófst mörgum mánuðum fyrr en matur skyldi á borð borinn. Mest í sláturtíðinni sjálfri en svo líka með pönt- unum og aðdráttum f vissan tíma. Fiskur var keyptur á útmánuðum. Hann var flattur og hengdur upp, helst í þíðu, þannig að í hann kæmi "mátuleg verkun" og síðan tekinn niður, fullmatreiddur undir vor. Hvalur var fenginn að hausti, soðinn við lækinn, í stórum potti, ásamt slátri og lagður í mjólkursýru. Tekinn upp fullmatreiddur, svo fremi sýran væri rétt, eftir tvo mánuöi. Hélt áfram að batna eftir þvf sem á vor og sumar leið. Óhollri feiti var breytt f holla feiti og lystuga, með þessari sömu mjólkursýru. Nú fæst ekki lengur þessi sýra. Matreiðsla hangikjöts byrjaöi, hjá vand- virkum mönnum, veturinn áður en kjötið skyldi étið. Hún byrjaði með þvf að bóndinn rakaöi fjárhúskrærnar með hrffu og sófli þannig að ekki blandaðist í taðskánina hvorki hey né ullarlagðar. Skánin varð að vera hrein og þétt troðin til þess að af henni brynni sá hægi, bragðgóði eldur sem þurfti til þess að reykja gott hangikjöt. í Mývatns- sveit var þetta líka talið nauösynlegt öskunnar vegna, en askan var notuð til þess aö ýlda andaregg. Hún varð að vera mjög svo fín og hrein ef verkun átti að takast. Eggin voru sett f kassa, ný og hulin þessari fínu ösku. Síðan var þetta geymt við jarðarhita. Þannig varð til þetta lostæti sem þar f sveit var kallað "úldin egg". Nú á tímum eru menn eitthvaö aö reyna þetta en kunna ekki aðferöina nógu nákvæmlega, hvorki aö búa til rétta ösku né heldur að velja rétta geymslu. Útkoman verður þvf ekki hin bragðgóöu og auðmeltu úldnu egg heldur rétt og slétt fúlegg sem er allt annar hlutur. Svo segja menn f fáfræöi sinni: "Þetta átu þeir í gamla daga. Þvílíkt og annað eins". BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN EyvindurEilHidsson kJama hefur orðið uppi á teningnum með klassískt verkað hangikjöt. Þegar menn sjá það verkað eins og þeir halda að það haft verið gert, sýnist þeim það skemmt, af því aðferðin er ekki nógu nákvæm. Það sem átti að vera "verkun" verður skemmd. Nú nýlega gerðu menn hasar út af grænu kjöti (allt á aðvera svo ferskt!) Rétt verkað hangikjöt á að vera grænt,- að hiuta. Það á að vera dökkbrúnt yst, þar næst rautt, þá ljóst og innst við beiniö,- grænt. Þá hefur maður ferns konar lostæti f einum bita. Það ysta og þar með feitina, má gjarnan éta hrátt, eins og menn gera suður í löndum, þar sem menningin er og sælkerarnir eiga heima. (Þar éta menn líka "lifandi ost"). .ZjLfi minn var talinn enginn pjattmaður og leiddist fremur allt það sem kalla mætti pempíuskap og kerlingarhátt. Hann var samt svo snyrtilegur í verkum sínum aö hann sópaði fjárhúsgarðann f bæði mál meö sófli og síðast með húfunni sinni. Hann kunni vel að verka hangikjöt þannig að eftir hans meðhöndlun gat enginn meistara- kokkur, ekki einu sinni úr suðurlöndum, bætt um betur. Það var bara að sjóða það. Ef það var þá ekki étið hrátt. Við krakkarnir sóttum f að skera okkur flísar af þessu þar sem þaö hékk uppi á háaloftsbita. Við hefðum verið búin með það löngu áður en jólin gengu f garð ef ekki hefði verið aganum, sem þá tíðkaðist enn, til að dreifa. Hann valdi efnið f jólahangikjötið á blóö- vellinum. Það voru þykkir skankar. Þó ekki um of. Nokkuð feitir. Þó ekki um of. Af fullorðnu. Þó ekki of gömlu. Þannig voru allir hans mælikvarðar: Allt átti að vera þó nokkuð svona en þó ekki um of. Hann "sló f þetta salti". Væri hann spurður: "Hversu mikið salt?, þá svaraði hann: "Nú, eiginlega ekkert. Jú svona dálítið. Þó ekki um of'. Hann hafði lært sfnar aðferðir líkt og Adda í Álftagerði eða Unnur á Fossi, með því að elta þann sem kunni, og herma eftir hon- um/henni handbrögðin. Oft án þess að vita hvers vegna gert var svona eða hinseg- in.Vitundin um að "svona átti að gera það var látin nægja". Reynslu kynslóðanna treyst, svipað og danskir smiðir gera enn í dag. Þeir vita sem sagt að mönnum hefur tekist margt gott með kjullunni og jesúsar- söginni,- hafi þeir kunnað á þessi verkfæri á annað borö. Hvf þá að leggja þau fyrir róöa? Hann, þessi afi minn, gekk að hangikjöts- verkun líkt og helgiathöfn. Þó án helgislepju af nokkru tagi. Einungis kórrétt. Skankana, huppana og sfðurnar sem reykja átti, hirti hann volgar af blóðvelli. Veðrið átti aö vera; "stirnuð jörð". Það þýðir: Fyrstu frostdagar hausts. Enda var þá sláturtíð. Kjölið skyldi tekið strax þegar skrokk haföi verið sundr- að, vaftð inn f gæruna volga og lagt í fjár- húsjötu. Takið eftir: Ekki í fjósbás eða bæjargöng, upp á fjárhúskamp eöa á fjár- húsgólf. Einmitt f jötu. Menn kynnu nú aö halda að þetta hafi verið eitthvert leyndar- dómamakk, í sambandi við barnið í jötunni. Svo er þó ekki. Fari menn að skoða, þá kemur í ljós að fjárhúsjatan er einmitt sá staðurinn sem líklegur er til þess að halda hæfilegu hitastigi (0-4 gráður), á fýrstu frostdögum hausts). Staður sem er undir þaki, án truflandi hita og hæfilega hátt yfir jörð til þess að, vera óháöur næturfrostum. Þarna skyldi kjötið geymt, í gærunni, f tvo til þrjá daga. Nú á tímum er það kallað að "láta hanga". Gæran veldur því að kjötið brýtur sig á helmingi styttri tíma. Svo er það hengt upp og reykt við hægan eld. Maður lffgar eldinn um fótaferð, kæfir hann um hádegi, lífgar aftur um miödegi og felur eldinn undir háttumál. Eftir tíu daga er fullmatreitt. að kom spænskur matreiðslumeistari í sjónvarpiö nú fyrir skemmstu. Hann var hingað dreginn af frægum, nútímalegum sælkera, Sigmari B. Haukssyni til þess að kenna íslendingum að matreiða bakkalá,- sem kunnur er hér á landi undir því hvunn- dagslega heiti - saltfiskur. Það er dásamlegt aö fá að horfa á svona fagmann. Mann sem elskar sitt starf og leggur sig fram. Þetta er fulloröinn maður, búinn að koma sér upp tignarlegu gráu hári og yfirskeggi. Gengur í óaöfinnanlegum, hreinum og klassískum einkennisbúningi, með hnyttnar sögur af afrekum sfnum í bakkalámatreiðslu víða um heim á hraðbergi. Hann brúkar skrautlega og viðeigandi diska fýrir hvern rétt, kryddar allt með fræjum, spænskum vínum og pipr- um frá austurlöndum fjær, ásamt hinum ómissandi, menningaþrungnu ólífum úr biflíunni. Saltfiskur hans, sá sem hann notar f réttina er hvftur og hreinn og oftast ekki nema einhver afar hógvær biti f ofanálag við ansjósur og froska, hrfsgrjón og spaghetti og svo hið margvíslegasta græna gras sem vex í heimalandi hans, - Spáni. Menn eiga aö dást að svona meisturum frá útlöndum. Þó má aðdáunin ekki ganga út í þær öfgar aö menn gleymi því sem þeir eiga ágætt og framúrskarandi sjálfir. Þaö er til dæmis alveg sama hvað þessi ágæti mat- reiöslumeistari Sigmars B. kemur með margar útgáfur af réttum úr íslenskri bakkalá, - hann getur aldrei slegið við þcim klassíska bakkalárétti sem engan matreiðslu- meistara þarf til aö elda og bera fram á sér- gerðum diskum af þvf sá réttur er tilbúinn og óumbetranlegur af sólþurrkunarreitnum, - sé rétt á haldið. Þaö þarf bara að sjóöa. Og svo þarf auðvitað að bera fram meö honum þá rétt verkuöu tólgarfeiti. Sumir kalla þetta frumstæðan mat. En hann er það ekki. Þetta er matreiösla sem margar, margar aldir, langar og strangar, hefur tekið að úthugsa og fullkomna. Þar til heyrir, meðal annars hin fíngeröa gula slikja sem inni- heldur mest af góða bragðinu. Þessi gula slikja á raunar líka aö vera á saltaðri grásleppu, steinbítsrikklingi og haröfiski. Sumir kalla þetta, jafnt í gamni sem alvöru, "sólina í matnum". Nú leggja menn allt kapp á aö útrýma hinum gula lit. Þeir halda aö hvíti liturinn vitni um hreinlæti. Það er ekki rétt. Ilann vitnar ekki um neitt annað en skilningsleysi á góðri matargerð. H reinlæti svokallað, er alls ekki einhlítt til að framleiða góöan mat. Allur göfugur matur, þar með talin spænsk góðvín, frakk- neskir ostar og norrænn fiskur, byggist á réttri gerjun. Þegar búiö er að gerilsneyða allt næst ekki þessi göfuga matargerð. Mér hefur oft fundist þaö hlægilegt aö horfa á snobbfólk smjatta á frönskum gorgonsole- osti eða kammenbert f fínum samkvæmum og vera jafnframt að tala um ónógt hreinlæti og ófullkomnar kröfur til íslensks land- búnaðar. Ég veit svo mikið um franska osta- gerð aö í sumum tilfellum er það megin- regla að sulla í mjólkinni meö berum hönd- um áður en ostagerðarmaðurinn, sem venjulegast er bóndinn sjálfur og mjalta- maðurinn, þvær sér eftir mjaltir. Það þýöir á mæltu máli: Góöur ostur verður ekki til (í Frans) nema blandaður viö ómengaöan skít. Svo ætla menn aö keppa við þetta með sterilíséringu og með þvf aö fýrirlfta allar þær aöferðir hér heima fýrir sem skyldar eru aðferðum hinna frægu frönsku "meistara". G uömundur Jósafatsson frá Brands- stöðum var karl f Húnavatnssýslu. Hann gekk dálftið álútur, ekki hár maður vexti, meö einskonar stirnað glott á vör, gekk

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.