Bændablaðið - 01.01.1993, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.01.1993, Blaðsíða 14
1.TBL. 7. ÁftG. JAN. - FEB. 1993 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN BUSKAPURINN FÆRIR SVEITAPRESTINN NÆR FÓLKINU - segir sr. Pétur Þórarinsson í Laufási í Bændablaðsspjalii Pétur Þórarinsson, prestur og bóndi í Laufási við Eyjafjörð, hefur reynslu af preststörfum við ólíkar aðstæður. Hann hefur þjónað nokkrum prestaköllum - allt frá 250 manna prestakalli í Suður-Þingeyjarsýslu til nær 6000 manna prestakalls í Glerár- hverfi á Akureyri. Pétur hefur nú aftur tekið við prestþjónustu í sveit og búskapurinn er í nálægð sem fyrr. Hann var þó ekki að öllu leyti ókunnugur búskap. Þegar hann var að alast upp í Glerár- hverfí á Akureyri var það að mestu óbyggt og fjölskylda hans rak þar nokkurn búskap ásamt öðrum störfum. Pétur var að koma úr fjárhús- unum þegar gest bar að garði - kvaðst taka daginn snemma að þvi leyti. Veðráttan hafði verið rysjótt undanfarna daga og féð var kom- ið á gjöf þótt aðeins væru nóvem- berlok. Eftir nokkurt spjall um sauðkindur og u'ðarfar að gömium sveitasið ásamt kaffi og kleinum barst talið að starfsævi prestsins í bæ og byggð. Pétur var fyrst inntur eftir hvernig honum hafi brugðið viö að hverfa úr háskólalífi höfuö- borgarinnar og setjast að í norð- lenskri sveit. Lítill söfnuður - passlegur fyrir nýgræðing "Ég var aðeins tuttugu og fimm ára þegar ég fluttist að Hálsi í Fnjóskadal og fór að starfa í litlu prestakalli - aðeins um 250 manns. Auk fámennis og dreifðrar byggö- ar var Fnjóskadalurinn nokkuð af- skekktur á vetrum. Þá haföi ekki verið lagður vegur yfir Víkurskarð en gamli vegurinn um Vaðlaheiði var yfirleitt ófær allan veturinn og ekki mátti mikið útaf bregða í snjóatíð til að vegurinn um Dals- mynni yrði einnig ófær. Af þessum ástæðum þýddi ekki annað en að vera fyrirhyggjusamur - ekki var hlaupiö eftir hverju sem mann vanhagaði um þá stundina. Okkur leið engu að síður mjög vel í Fnjóskadalnum og ég tel hafa veriö passlegt fyrir prest, sem var að ljúka námi, aö takast á við þetta verkefni. Mér óar við þegar ný- græðingar í prestastétt - nýút- skrifaðir úr guðfræðinni - taka að sér stóra söfnuði. Þá vantar alla reynslu og vandamálin, sem koma upp í hinum fjölmennu þéttbýlis- söfnuðum eru svo miklu fleiri og flóknari en f litlum sveitapresta- köllum. Menn verða að fá tækifæri til að öðlast reynslu í prest- skapnum eins og öörum störfum." Strax ákveðinn í að búa Pétur sagði að aldrei hefði komið annað til greina en hefja búskap. "Ég ólst upp með búskap. Faðir minn átti bæði fé og hesta og ég hafði gaman af að umgangast skepnurnar. Það var hluti af fjöl- skyldulífinu. Þegar ég kom að Hálsi bjó þar Þór Jóhannesson frá Þórsmörk á Svalbarðsströnd. Þór var mjög áhugasamur um sauö- fjárrækt og hafði ræktað góðan fjárstofn á búi sfnu. Hann varð mér strax mjög hjálplegur og ég tel það vera gæfuspor fyrir mig að hefja búskapinn á Hálsi undir leiðsögn hans." En svo lá leiðin frá Hálsi. Var presturinn orðinn þreyttur á því að búa afskekkt eins og hann orðaði þaö? Pétur neitar þvf en segir að þegar Mööruvellir f Hörgárdal losnuðu árið 1982 hafi það orðið ákveðin freisting fyrir sig. "Það var ekki síst vegna bú- skaparháttanna sem staöurinn freistaði okkar. Möðruvellir eru mjög vel í sveit settir og búkostir eru þar góðir. Okkur hafði liöið mjög vel á Hálsi og drengirnir okkar, sem alist höfðu þar upp, kunnu afskaplega vel við sig. Ég man að þegar ákveðið var að við færum í Möðruvelli, þá neitaði sá eldri alfarið að flytja með okkur. "Ég byggi mér bara kofa úti f túni," sagði hann, en hann hafði mjög gaman af búskapnum og til marks um það er hann nú við nám í Bændaskólanum á Hólum. Á Möðruvöllum hafði forveri minn, Þórhallur Höskuldsson, einnig stundaö búskap ásamt preststörf- unum. Hann átti gott fé - stórt og sérstaklega mjólkurlagið. Féð á Hálsi var nokkuð öðruvfsi. Þessar lágfættu, harðgerðu, þingeysku kindur. Á Möðruvöllum er starf- rækt tilraunastöð í landbúnaði og naut ég þess á ýmsan hátt - ekki sfst í sambandi viö ræktun fjárins. Eftir að ég kom þangað hóf ég að blanda þessum fjárstofnum saman og útkoman varð sérstaklega góð. Einhverjar bestu afuröir landsins eftir ána eitt árið." Og Pétur heldur áfram. "Eins og ég sagði þá var eldri sonur minn ekki sáttur við að fara frá Hálsi en þegar hann fór aö fást viö fjárbúskapinn á Möðru- völlum með mér og kynntist þessu fallega fé þá skipti hann alveg um skoðun." Römm er sú taug En Pétur hvarf frá Möðruvöll- um, eftir nokkurra ára prestskap, og gerðist prestur í Glerárhverfi á Akureyri, sem þá var orðið nær 6000 manna prestakall. Sveitin að baki og því tímabært að spyrja hvort hann hafi verið búinn að fá nóg af buskapnum. Hvort honum hafi ekki fundist hann geta sinnt honum ásamt preststarfinu leng- ur? Pétur neitar alfarið aö svo hafi verið. "Þegar Pálmi Matthfasson, sem verið hafði sóknarprestur í Glerárhverfi, lét af störfum þar og fluttist til Reykjavíkur, var þrýst á mig aö sækja um prestsembættið. Ég er alinn upp í hverfmu. Man það sem hálfgerða sveit þar sem faðir minn hafði tún og við krakk- arnir stunduðum heyskap með honum. Þetta voru heimkynni min og eftir því sem þrýstingurinn jókst þá lét ég til leiðast. Við getum sagt að römm sé sú laug, sem rekka dregur, föðurtúna til." Gat ekki sofnað með fimm hjón... "Ég var ekki búinn að starfa lengi í Glerárhverfi þegar ég áttaði mig á að ég var kominn á algjör- lega nýjan starfsvettvang. í sveit- inni þekkir presturinn flest sóknar- börn sfn - veit um hagi þeirra og getur veitt þeim mun persónulegri þjónustu en f fjölmennum þétt- býlissóknum. Þar er einungis unnt að ná þessum persónulegu tengslum, sem prestinum eru í raun nauðsynleg, viö lítinn hóp sóknarbarnanna. í þéttbýlinu eru vandamálin einnig oft mun erftöari viðfangs," segir Pétur Þórarinsson. "Einhverju sinni gat ég ekki sofnað að kvöldi til og konan fór aö spyrja mig hvað amaði að. Ég man hverju ég svaraöi henni. Aö ég gæti ekki sofnaö með fimm hjón við hliðina á mér. Ég haföi talað á milli ftmm hjóna um dag- inn, sem öll áttu í erftðleikum í hjónabandinu." Erfiðleikarnir meira áberandi hjá ungu fólki "Glerárhverfi er aö meirihluta byggt ungu fólki. Fólki sem var ný- lega búið aö stofna heimili og var að berjast viö að eignast húsnæði og annaö er til daglegra nota heyr- ir. Margir höfðu tekið á sig meiri fjárhagslegar skuldbindingar en þeir gátu staöið undir. Vandamálin hrönnuöust upp og oft virtist eina leiðin að leita til prestsins þegar fólk gat ekki lengur talaö saman. Starfsdagurinn varö þvf oft langur og þar sem ég er ekki fullkomlega heill heilsu gaf likaminn sig. Eftir dvöl á sjúkrahúsi og í framhaldi af því á Reykjalundi settumst við fjöl- skyldan niður og geröum dæmið upp. Niðurstaðan varö sú að Pétur Þórarinsson væri best kominn í sveit. Þótt verkefnin í Glerár- prestakalli væru vissulega gefandi og að mörgu leyti eftirsjá í þeim, þá var þetta hreinlega of erfitt. Ég sagöi því starfinu lausu." Búskapurinn færir sveita- prestinn nær fólkinu Og Pétur Þórarinsson fór f sveitina á nýjan lcik. Að þessu sinni í Laufás handan Eyjafjarðarins. Og hann hefur einnig tekið til við bú- skapinn. "Já - mfn mál hafa ræst. Ég er kominn hringinn - aö þessu sinni í næsta prcstakall við Háls þar sem ég hóf prestskap og hér ætlum viö okkur að vera ef Guð lofar." Pétur ræöir frekar um prestinn og bóndann sem sameinast f einum og sama manninum og spurning- una um hvort prestar eigi aö stunda búskap á þeim tfmum þeg- leiðsluna niöur vegna offram- leiðslu. "Ég tel ekkert óeðlilegt þótt spurt sé hvort prestar eigi að stunda búskap. En ég hef svarað þvf að ég telji eölilegt að prestar, sem búa á lögbýlum, haft rétt til búskapar. Möguleikinn til búskap- ar er í raun hluti af framfærslu- möguleikum þeirra og sveitaprest- ur, sem stundar búskap, tengist sóknarbörnum sfnum á nánari hátt en ef hann tekur ekki neinn þátt í störfum þeirra. Búskapurinn færir sveitaprestinn nær fólkinu." VIÐTAL: ÞÓRÐUR INGIMARSSON ar skera þarf landbúnaöarfram-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.