Bændablaðið - 01.01.1993, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.01.1993, Blaðsíða 4
1.TBL. 7. ÁRG. JAN. - FEB. 1993 ÁBURÐARVERÐ LÆKKAR Vegna hagræðingar í rekstri Áburðarverksmiðjunnar á undanförnum árum hefur nú verið unnt að lækka verð á áburði um 5,2% frá síðasta ári. Verð á áburð- arpoka af algengri tegund lækkar úr 1150 krónum í 1090 krónur. Á undanförnum árum hefur verð á áburði frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hækkað minna en verðlagsbreytingar hafa gefið tilefni til vegna sparnaðar í rekstri. jjsasatiiutg?" *^^^‘**S véU 08 fa'artæk'a' ^ Hjá okkur sitja gæöin í fyrirrúmi. FAB Kúlu- og rúllulegur TIMKEN Keilulegur Ásþétti opSfieit (onlinenlal Viftu- og tímareimar precísion Hjöruliðir SACHS Höggdeyfar og kúplingar Bón- og bílasnyrtivörur Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN Hagræöingarstarf þaö sem unnið hefur veriö innan verk- smiðjunnar hefur skilaö þessum árangri. Þetta hefur gerst þrátt fyrir aö framleiösla á áhuröi hafi dregist saman um allt aö 25% frá árinu 1984 aö samdrállur f hefö- bundnum landbúnaöi fór að segja til sfn f minnkandi áburöar- kaupum. Hákon Björnsson, fram- kvæmdastjóri Áburöarverksmiöj- unnar, segir aö rekstur fyrirtækis á borö viö verksmiðjuna byggist á aö leitaö sé allra leiða til að lækka framleiöslukostnað. Meðal annars hafi starfsfólki veriö fækkað veru- lega í verksmiöjunni á undanförn- um árum af þeim sökum eöa um allt aö 85 manns. Vegna marg- víslegra sparnaöaraögeröa heföi hækkunarþörf hennar verið lægri en verölagsbreytingar og komi nú fram f lækkuöu veröi þegar verö- lag standi nokkurn veginn í staö. Hvaö framtíðina varöar sagði Hákon Björnsson að nokkur óvissa væri ríkjandi. Afkastageta verk- smiðjunnar sé ekki nýtt aö fullu og auk þess væri stærö hennar óhag- kvæm rekstrareining boriö saman viö stórar áburðarverksmiðjur í Evrópu. "Viö stöndum þvf ekki nægilega sterkt aö vígi ef til innflutnings á áburöi kemur þegar einkaleyfi verksmiöjunnar veröur afnumið f ársbyrjun 1995," sagöi Hákon Björnsson. "Verð á áburöi er nú lágt f Evrópu en á móti njótum viö nokkurrar fjarlægöar- verndar þar sem dýrt er að flytja tilbúinn áburö til landsins." Þegar framleiösla verksmiðj- unnar var í hámarki framleiddi hún um 70 þúsund tonn af áburði á ári en nú er framleiðsla hennar um 52 þúsund tonn. LÁNVEITINGAR Á VEGUM LÍFEYRISSJÓÐS BÆNDA ÁRIÐ 1993 Á árinu 1993 verða lánveitingar á vegum Lífeyrissjóðs bænda með svofelldum hætti: 1. Bústofnskaupalán. 1.1 Frumbýlingar, sem hófu búskap á árunum 1991,1992 og 1993, eiga rétt á lánum til kaupa á bústofni (sauðfé, nautgripum, svínum og kanínum). 1.2 Lánstími bústofnskaupalána er 8 ár og verðtrygging 100%. Vextir eru 7,05% í janúar 1993 og breytast eins og meðaltalsvextir Seðlabanka íslands á hverjum tíma. 2. Óbundin lífevrissjóðsláii. 2.1 Það er skilyrði fyrir veitingu lífeyrissjóðsláns að sjóðfélagi skuldi eigi Stofnlánadeild landbúnaðarins vegna bústofnskaupalána (annarra en loðdýralána vegna búháttabreytinga), íbúðabyggingar- lána og óbundinna lána yngri en 4 ára. Eigi er heimilt að greiða upp slík lán í því skyni að skapa nýjan lánsrétt. Þeir sem skulda lán, eldri en 4 ára, eiga rétt á láni, sem nemur mismuninum á láni í samræmi við áunninn lánsrétt, sbr. 2.8, og eldri verðtryggðum lánum. Óverðtryggð lán greiðist upp að fullu. 2.2 Þeir sjóðfélagar eiga rétt á láni, sem náð hafa a.m.k. 3,0 stigum í sjóðnum samkvæmt nýjustu iðgjaldaskrá og höfðu þá verið aðilar að sjóðnum í tvö ár. Þegar lánsréttur er metinn samkvæmt þessari grein er tekið tillit til allt að 70% af stigaeign í öðrum sjóðum, enda hafi lánsréttur samkvæmt þeirri stigaeign eigi verið nýttur. 2.3 Lánsréttur fellur niður þegar sex mánuðir eru liðnir frá því að sjóðfélagi greiddi síðast í sjóðinn. Ellilífeyrisþegar og þeir sem hættu iðgjaldagreiðslum vegna aldurs, eiga þó rétt á láni, ef þeir greiddu iðgjöld til sjóðsins fram að lífeyristöku eða til 70 ára aldurs. 2.4 Eftirlifandi makar látinna sjóðfélaga eiga lánsrétt í samræmi við stigaeign hins látna sjóðfélaga. 2.5 Heimilt er að sækja um yfirfærslu óbundins láns af nafni eins skuldara yfir á nafn annars, enda sé hinn nýi skuldari kaupandi að eigninni sem er í veði fyrir láninu. Engu að síður telst upphaflegur skuldari hafa með lántökunni nýtt lánsrétt sinn og yfirtaka lánsins hefur ekki áhrif á lánsrétt þess sem lánið yfirtók. Stofnlánadeild landbúnaðarins tilkynnir Lífeyrissjóði bænda um allar breytingar af því tagi sem um ræðir í þessari grein. 2.6 Eingöngu er lánað gegn veði í fasteign. Stofnlánadeild landbúnaðarins metur veðhæfi eigna, sem settar eru aö veði fyrir láni. 2.7 Lánstími er 15 ár, verðtrygging 100% og vextir eru 8,25 fastir ársvextir. 2.8 Lánsupphæð fer eftir stigaeign sjóðfélaga samkvæmt síðustu iðgjaldaskrá og eftirfarandi töflu: Stigaeign Lánsfjárhæð 3.000 - 9.999 800.000 kr. 10.000-15.999 900.000 kr. 16.000 - 20.999 1.000.000 kr. 21.000 stig eða fleiri 1.100.000 kr. 3. Gildistími Lánareglur þessar gilda frá l.janúar 1993 til 31.desember 1993. Sótt er um bústofnskaupalán og óbundin lán til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Laugavegi 120,105 REYKJAVÍK, sími: 91-25444, sem sér um útborgun lánanna og innheimtu og veitir jafnframt allar nánari upplýsingar. Upplýsingar um lán eru einnig veittar á skrifstofu Lífeyrissjóðs bænda, Bændahöllinni, Hagatorgi 1, 107 REYKJAVÍK, sími: 91- 624747, fax: 624727

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.