Bændablaðið - 01.01.1993, Blaðsíða 9
1.TBL. 7. ÁRG. JAN. - FEB. 1993
Eins og viö sögöum fra í síöasta tölublaði fyrir jól þá
ætla nemendur á umhverfisbraut Garðyrkjuskólans
að halda úti "grænni síðu" í Bændablaðinu. í þessu
fyrsta tölublaði eru grænu síðurnar reyndar nokkrar
og kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi viljum við með
þessu leggja nokkra áherslu og vekja athygli á
þessari nýbreytni. í öðru lagi þá kemur þetta til af
því að ráðunautafundur Búnaðarfélagsins og RALA,
haldinn nú um miðjan febrúar, var að miklu leyti
helgaður þessu umQöllunarefni. í skrifum sínum
hafa nemendur Garðyrkjuskólans að hluta til stuðst
við efni fundarins en auk þess skrifar blaðamaður
BÆNDABLAÐSINS, Þórður Ingimarsson grein þar
sem rakin eru nokkur atriði úr umhverfisverndar-
umræðu ráðunautafundarins.
BÆNDABLAÐIÐ &
LANDSBYGGÐIN
Garðyrkjuskólanemendur
heimsóttu ritstjórn blaðsins
þegar verið var að ganga frá
hinni Grænu síðu. Á myndinni
eru frá vinstri talið
Bergsveinn Þórsson, Einar
Valur Ingimundarson
kennari, Einar S. Guðmunds-
son, Þórunn Pétursdóttir og
Vaiur Þór Hilmarsson. Tveir
nemendanna á umhverfis-
brautinni lágu í fiensu þennan
dag, þær Laufey Böðvarsdóttir
og Margrét Ilálfdánardóttir.
Einar S. Guðmundsson:
UM
LÍFRÆNA RÆKTUN
BORÐUM VIÐ EITUR?
í dag er nokkur umræða um líf-
ræna ræktun á grænmeti, sér-
staklega nú þegar stefnt er að
aðild landsins að EES. Miklar
líkur eru til þess að innflutningur
á fersku grænmeti aukist til muna
á næstu árum og komi þannig til
með að rýra samkeppnishæfni ís-
lenskrar framleiðslu með því vera
jafnvel mun ódýrari en okkar
eigin framleiðsla.
Þetta er að sjálfsögðu mjög
óheillavænleg þróun og mun bitna
illa á íslenskum garðyrkjubændum.
Þeir búa líklega við verri kjör en
kollegar þeirra annars staðar í
Evróþu ef tekið er tillit til
hagstæðara orkuverðs og niður-
greiðslna ýmisskonar sem erlendir
garðyrkjubændur njóta. Ef litið er
á þetta mál út frá gæðum vörunn-
ar þ. e. hvernig íslensk ffamleiðsla
á grænmeti stendur gagnvart þeirri
erlcndu, þá kemur í ljós aö hér á
landi er t. d. notað mun minna af
ýmiss konar eiturefnum.
Reynsla
Eymundar í Vallarnesi
Ef höfð er f huga sú þróun sem
verið hefur í gangi á þessu sviði, þá
er ekki úr vegi að líta aöeins á
reynslu okkar íslendinga af líf-
rænni ræktun grænmetis. Nokkrir
fslenskir bændur hafa aflað sér
töluverörar reynslu á þessu sviði.
Má bar m. a. nefna Eymund
Magnússcnar, bónda í Vallarnesi,
sem hefur um nokkurra ára skeið
stundaö matjurtarækt með þessu
sniöi.
í fyrirlestri sem Eymundur hélt
á ráðunautafundi í bændahöllinni
þann níunda febrúar sfðastliðinn,
stiklaði hann á stóru um lífræna
ræktun grænmetis og einnig ræddi
hann hugmyndir sfnar um lffræna
ræktun nautgripa. Þarna kom til
dæmis fram að illmögulegt er aö
rækta kartöflur á lífrænan hátt
vegna þess hve hægur vöxturinn
er, og vegna þess er þeim mun
hættara við frostskaða á haustin.
Grænmetisræktun hefur hinsvegar
komið mjög vel út þegar rétt er
staðið að hlutunum og eru þá höfö
í huga atriði eins og brennsla,
herfing og skiptiræktun. Það eru
hlutir sem nauðsynlegir eru í
lffrænni ræktun ef vel á til aö
takast.
Lífrænt ræktaö grænmeti er
talið mun hollara en það
hefðbundna. Eymundur tók þar
upp þá samlíkingu aö munurinn á
lffrænu grænmeti og hinu væri
svipaður og á börnum sem alin eru
upp á kók og prins póló og hinum
sem fengu almennilegan mat aö
borða..."
Haughænsn
og búrhænsn
Einnig var á fundinum minnst
á kjúklingarækt og skýröur munur
á kjúklingum sem annars vegar
væru ræktaöir í þröngum búrum
og hins vegar á þeim sem eru
frjálsir feröa sinna og voru hinir
sfðarnefndu kallaðir "happý-
kjúklingar" [haughænsni, innsk
BB] vegna þess hversu hamingju-
samlega þeir spóka sig um f sólinni.
Talið er að þeir "hamingjusömu"
geft mun betra kjöt heldur en
hinir. Einnig var minnst á lyfjagjöf
vegna sjúkdóma í búpeningi, en
alltof mikið virðist vera geftö af
pensillínlyfjum sem gætu jafnvel
skilað sér til neytenda í kjöt-
afurðum, ef mikiö magn hefur ver-
ið notað. Eymundur haföi gert
tilraunir með náttúrulækningalyf
ýmisskonar sem virðast hafa geftð
mjög góða raun við hinum ýmsu
sjúkdómum sem á skepnur herja.
Gefur það augaleið aö hér er um
aö ræða mjög náttúruvæna aðferð
sem tekur tillit til bæði manna og
dýra.
Sfðastliöiö vor voru stofnuö
samtök bænda og nokkurra
annarra aöila sem stunda lífræna
ræktun, og nefnast þau VOR eða
Verndun og ræktun. Og veröur
gaman að fylgjast með þvf hvernig
þróunin verður á þessu sviöi á
komandi árum.
Eins og mál standa í dag þegar
EES vofir yfir, er tímabært fyrir þá
sem að framleiöslu landbúnaöar-
vara standa, að leggjast á eitt f
markaðssókn sem leggur áherslu á
hreinleika og gæði vörunnar fram
yfir þá erlendu, þannig að fólk geri
sér grein fyrir þvf fyrir hvaö það er
aö borga.
Þórunn Pétursdóttir:
BELGJURTIR A ISLANDI
Nú á síðustu árum hafa helstu
forkólfar landbúnaðarins og
Landgræðslunnar beint augum
sínum í sívaxandi mæli að notkun
belgjurta, bæði við jarðrækt svo
og við uppgræðslu. Reyndar hefur
Landgræðslan fengist þó nokkuð
við að nota hina umdeildu lúpfnu
í sínu starfi en að mfnu áliti
einblínt um of á þessa einu jurt.
Það vill nefnilega svo til að í
ísiensku flórunni eru plöntur sem
gætu hugsanlega komið að sama
gagni t.d. baunagrasið.
En hvaða sérstöðu hafa þessar
svokölluðu belgjurtir umfram aðr-
ar jurtir? Jú það sem skilur á milli
feigs og ófeigs er að þær búa ekki
einar þ.e.a.s. á rótum þeirra lifir
bakterfa (rhizobium) sem vinnur
köfnunarefni úr loftinu. Bakterfa
þessi miðlar köfnunarefni til plönt-
unnar en fær f staðinn næringu
þannig að bæði njóta góðs af. Sök-
um þess að bakteríurnar vinna
mun meira köfnunarefni en plant-
an kemst yfir að nota, safnast þaö
smám saman fyrir í jarðveginum
og gerir hann þar með mun væn-
tu\
■*
m-mmim ..____________________ ___________
Landgræöslan hefur um of einblínt á lúpínu til uppgræöslu,
segir meöal annars í grein Þórunnar.
legri til búsetu fyrir annan gróður.
í sambandi við túnrækt renna
menn helst hýru auga til hvítsmára
og rauðsmára og hafa sáningstil-
raunir, sem gerðar hafa verið með
að blanda saman smárafræi og
grasfræi, gefist ágætlega. Eins og
áður hefur verið orðað, hefur
lúpfnan haft undirtökin þegar
græða hefur átt upp land með
notkun belgjurta. Þetta er þó
vonandi að breytast þvf nú hefur
einnig heyrst talað um baunagras
og gullkoll í þessu sambandi.
Ekki er hægt að skilja við þátt
landgræðslunnar án þess að
minnast aðeins á trjátegund eina
sem menn binda miklar vonir við
til notkunar við uppgræðslustörf þ.
e. elriö. Það er sömu eiginleikum
gætt og belgjurtirnar þ. e. a. s.
hefur bakterfusambýli á rótunum
sér til aðstoðar.
Þaö er mín von að fólk fari nú
að hugsa aðeins um hvað það er
að gera þegar það ætlar að græöa
upp landskika, ýmist meö plöntum
eða trjám. Hafa ber það f huga að
öll landgræðsla verður að falla inn
f okkar sérstæða náttúrufar og
nauðsynlegt er að viö reynum að
notast viö gróöur úr okkar eigin
flóru eöa það sem fellur hvað best
inn í hana.
GRÆN SÍÐA GARÐYRKJUSKÓLANEMA - LANDBÚNAÐUR OG UMHVERFISVERND - GRÆN SÍÐA GARÐYRKJUSKÓLANEMA - LANDBÚA