Bændablaðið - 01.01.1993, Síða 12
1.TBL. 7. ÁRG. JAN. - FEB. 1993
BÆNDABLAÐIÐ &
LANDSBYGGÐIN
EFTIR ÞÓRÐ INGIMARSSON
AÐ BUA I SATT
VIÐ NÁTTÚRUNA
- megin umræðuefni
á nýafstöðnum ráðunautafundi
A að auka úthagabeit en draga úr
notkun ræktaðs fóðurs? Á að
draga úr ræktun eða hætta henni
að mestu? Á að auka nýtingu bú-
fjáráburðar en draga úr notkun
tilbúins áburðar? Á að vista
húsdýr sem mest í "náttúrulegu"
umhverfi og varast innilokun
þeirra? Er nauðsynlegt að bú
minnki eða í öllu falli, að þau
verði ekki stærri en hentar einni
íjölskyldu um að annast? Er
vélakostur í landbúnaði of fyrir-
ferðarmikill og þungur? Er
nauðsyniegt að minnka dráttar-
vélar og önnur landbúnaðartæki
því minni vélar valda síður
skemmdum á jarðvegi? Eru þetta
hugmyndir um að færa klukkuna
aftur um nokkur ár eða áratugi
eða er verið að horfa til þeirrar
framtíðar sem bændur verða að
skapa? Framtíðar í samvinnu við
:mhverfi sitt og náttúruna.
Umhverfisvæn viðhorf í land-
búnaði voru til umfjöllunar á ráðu-
nautafundi Búnaðarfélags íslands
og RALA sem lauk f Reykjavík
fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta
skipti sem leiðbeiningaþjónusta
landbúnaðarins tekur umhverfis-
áhrif sérstaklega til umfjöllunar en
fagmenn í búvísindum hér á landi
velta fyrir sér hvort breyttra
viðhorfa og vinnuaðferða sé þörf í
landbúnaði með hliðsjón af
verndun umhverfis og náttúru-
legra verðmæta. Ný viðhorf til
gróðurverndar og ræktunarstarfa
tengjast þessari umræðu á þeim
grundvelli að bændur taki í aukn-
um mæli í framtíðinni að sér þau
viðamiklu verkefni sem framundan
eru við stöðvun á eyðingu jarðvegs
og gróðurs og uþpgræðslu lands.
Náttúrulegt fóður
í inngangserindi Ólafs Dýrmunds-
sonar, landnýtingarráðunautar, á
ráðunautafundinum kom meðal
annars fram að um langt árabil
hafi þau viðhorf verið ríkjandi á
meðal umhverfisverndarsinna og'
margra annarra aö fóður sem
byggir hvað mest á sólarorku - það
er gras og þá einkum úthagabeit -
sé mun æskilegra til búfjárfram-
leiðsiu en korn, auk þess sem hluta
þeirrar kornframleiöslu sem nú er
notuð til skepnufóðurs rnegi nýta
til manneldis. Nútíma kornrækt
byggist auk þess víða á orkufrekri
rányrkju jarðvegs sem ekki standist
kröfur um sjálfbæra búskapar-
hætti. Þvf verði að draga úr ein-
hæfri kraftfóðurnotkun en auka
þess fstað notkun á gróffóðri.
Egg úr hænu
- ekki verksmiðju
Ólafur Dýrmundsson benti á að
lengi vel hafi umræður um gæði
eggja, kjöts og mjólkur einkum
snúist um hættu á neyslu mett-
aðrar fitu og hækkun kólesteróls í
blóði. Nú hafi athyglin hins vegar
fremur beinst í vaxandi mæli að
öðrum gæðaþáttum. Neytendur
láti sig ekki lengur aðeins varða á
hvern hátt neysluvörurnar séu
samsettar heldur einnig hvernig
þær séu framleiddar.
Ýmis umhverfisjónarmið séu
komin til sögunnar í þvf efni og
megi þar meðal annars nefna um-
hirðu og aðbúnað búfjár. Nú séu
komnir fram á sjónarsviðið neyt-
endur sem telji að tæknivæddur
verksmiðjubúskapur nái ekki að
skapa þær afurðir sem þeir vilja
neyta og slíkar framleiösluaðferðir
vekji jafnvel andúð á framleiðsl-
unni.
Burt úr búrunum
í erindi Ólafs Dýrmundssonar kom
fram að hin tæknivæddu fram-
leiðslukerfi hafi kallað á aukna
húsvist. Búfé sem áður hafi notið
útivistar að einhverju marki, svo
sem alifuglar og svín, komi nú
tæpast undir bert loft og njóti ef til
vill aðeins birtu frá rafljósum að
því marki sem bjart sé haft hjá
dýrunum.
Dæmi séu um að svín séu höfð
í myrkri til að hreyfing þeirra veröí
sem minnst og þau nýti fóðrið bet-
ur til vaxtar. Dæmi séu einnig um
að kýr standi inni allt árið og slegið
sé f þær á sumrin. Þá veröi í flest-
um tilvikum að leggja verulegar
hömlur á náttúrulegt atferli dýr-
anna til að nýta sem best hvern
fermetra í dýrum byggingum stór-
búanna. Hafi þetta af sumum ver-
ið kallað þröngeldi og eigi meira
skylt við iönaðarframleiðslu en
landbúnað.
Ólafur sagði að nú gætti end-
urskoðunar og nokkurs fráhvarfs
frá þeirri stefnu, sem víða hafi rfkt
að undanförnu og stundum verið
kennd við "skynvæðingu" hér á
landi. Siðferðileg sjónarmið hafi
rutt sér til rúms og meira sé farið
að huga að velferð og eðlilegu at-
ferli búfjárins.
Vankantar í
verksmiðjuframleiðslu
Ólafur Dýrmundsson sagði að þar
sem geröar væru kröfur um há-
marksafurðir væri mun meiri
hætta á sjúkdómum í búfé og þar
af leiðandi aukinni notkun lyfja. í
lífrænni eða umhverfisvænni bú-
fjárrækt sé hins vegar leitast við að
halda lyfjanotkun f lágmarki með
góðri umhirðu, hreinlæti og skyn-
samlegum búskaparháttum. Hann
sagði nauðsynlegt að ungviði fari
ekki á mis við þau mótefni er það
fái úr broddmjólk móður og hann
benti á að skiptibeit dragi úr
ormasýkingu í búfénaði.
Þá nefndi Ólafur einnig þá
notkun lyfja, sem beitt er til að
örva vöxt, breyta vefjahlutföllum
og auka mjólkurnyt. Notkun slíkra
lyfja hefði færst í vöxt víða erlendis
á undanförnum árum. Hann sagði
aö flestir vankantar nútfmabúfjár-
framleiðslu endurspeglist í verk-
smiðjubúskap þar sem lifnaðar-
hættir búfjár séu komnir langt frá
hinu náttúrulega umhverfi.
Græn efling atvinnu
og byggöar í sveitum
Varðandi hinn fslenska landbúnað
sagði Ólafur Dýrmundsson að
gera þyrfti alhliða úttekt á hverri
búgrein fyrir sig. Skrásetja þyrfti
lffræna staðla og afla opinberrar
viðurkenningar á "grænum" vöru-
merkjum fyrir allar umhverfis-
vænar afurðir. Vegna fjölskyldu-
búskapar á jöröum og einnig
vegna strjálbýlis og þar af leiðandi
minni mengunar og lyfjanotkunar
en í nágrannalöndum okkar, séu
meiri möguleikar á eflingu um-
hverfisvænna búskaparhátta hér á
landi.
Þá verði að kanna hinar grænu
leiðir í landbúnaði meöal annars til
að auka atvinnu og efla byggð f
sveitum landsins.
Frá ráöunautafundinum. Eins og myndirnar bera meö sér
hefur ungt fólk og þá ekki síst ungar konur, verið duglegt viö
aö sækja þessa fundi. Má vera að ráðunautastarfið veröi
smám saman að kvennastarfi?
Koma
hlandgryfjurnar aftur?
Magnús Óskarsson, kennari á
Hvanneyri, ræddi um umhverfis-
væna ræktun á ráðunauta-
fundinum. Hann benti meðal ann-
ars á aö talið sé aö fosfórgrýti í
heiminum muni aðeins endast f
300 til 400 ár. Framsýnir menn hafi
bent á að spara megi þessa auðlind
með þvf að minnka forsfórmagn f
áburði og bera ekki meira á en það
magn sem plöntur taka upp. Hann
sagði að þar sem jarövegur bindi
mikið af fosfór hafi verið reynt að
sá honum f rastir til að minnka
snertiflöt jarðvegs og áburðar.
Þetta hafi meðal annars verið reynt
í kartöflugörðum.
Magnús benti einnig á að áður
fyrr - á meðan notkun tilbúins
áburðar hafi veriö minni - hafi
bændur lagt áherslu á að varðveita
næringarefnin f búfjáráburði,
meðal annars með því að aðskilja
saur og þvag. Þá hefði einnig verið
reynt að forðast að áburðarefnin
töpuðust við dreifingu. Búfjár-
áburðinum hafi veriö ekið á tún á
réttum tíma og við góðar veður-
farsaðstæður.
Að bera á við
hagstæð skilyrði
Magnús sagöi aö þróunin hafi orð-
ið sú að verð á tilbúnum áburði
hafi lækkað en fólki f sveitum
fækkað. Minni áhersla hafi því
verið lögð á notkun búfjáráburðar-
ins og farið að dreifa honum á tún
þegar tími hafi gefist til þess frá
öðrum störfum. Meðferð á búfjár-
áburðinum hafi einnig breyst
mikið á undanförnum árum og af-
drifaríkustu breytinguna megi án
efa telja þegar fariö var að blanda
vatni f hann - einkum í kúamykju.
Við það hafi oft orðið svonefnd
loftfyrrð gerjun f áburðinum og
hættulegar lofttegundir myndast.
Magnús sagði að af þessum
sökum verði eflaust í framtíðinni
hugað að því að byggja áburðar-
geyma til hliðar við gripahús en
ekki undir þeim.
Orkugjafar sóttir í
tæmanlegar auðlindir
Magnús Óskarsson sagði að líklega
teldu flestir að íslensk jarðrækt
væri fremur umhverfisvæn. Land-
ið sé kalt, strjálbýlt og einangrað
og því lítið um meinvalda er krefj-
ist notkunar á eiturefnum. Einnig
sé útskolun áburðarefna lítil miðaö
við flatareiningar. Þá sé mest rækt-
að af túnum og því minni hætta á
foki úr fiögum og göröum.
Ekki megi þó gleyma því að við
fóðuröflun og önnur bústörf sé
mikið af orkugjöfum sótt í tæman-
legar auðlindir og muni það enn
aukast fari svo að íslendingar
kaupi köfnunarefnisáburð frá öðr-
um löndum. Sé um of mikla köfn-
unarefnisáburðarnotkun að ræöa
geti nítratmagn í fóðurjurtum
orðið af mikið. Magnús Óskarsson
lauk máli sfnu með þvf aö minna á
hvernig breyta þurfi jarðrækt f
heiminum:
í fyrsta lagi megi hún ekki
verða eins orkukræf og nú er, í
öðru lagi verði að bæta meðferð á
jarðvegi og í þriðja lagi veröi að
bæta meðferð á beitilöndum og
skógi meðal annars með minnk-
andi notkun eiturefna.
Hugmyndir búvísindamanna
um umhverfisvæna búskaparhætti
eru ekki afturhvarf til fyrri tfma.
Hér eru frekar á ferðinni hug-
myndir um aö styrkja náttúruna -
draga úr ágengni gagnvart hinum
náttúrulegu auðæfi og aðlaga
fæðuframleiðsluna þeim mögu-
leikum sem gæöi jaröar hafa til að
bera f framtíðinni.
ÞI
GRÆN SÍÐA FRÁ RÁDUNAUTAFUNDI ■ GRÆN SÍÐA FRÁ RÁÐUNAUTAFUNDI ■ GRÆN SÍÐA FRÁRÁDUNAUTAFUNDI ■ GRÆN SÍÐA FR