Bændablaðið - 01.08.1994, Side 6

Bændablaðið - 01.08.1994, Side 6
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994. Bændur eru ákveðnir í að bjarga sér niðurskurður verði nauðsyn- legur.” A TVINNUVANDINN TEFUR BREYTINGAR Atvinnuástand hefur verið erfitt um mestallt land að undanjornu og atvinnuleysi víða viðvarandi. Ný atvinnutœkifæri hafa ekki orðið til að sama skapi og önnur hafa glatast. Hefur almennt at- vinnuástand í landinu að und- anförnu ef til vill komið í vegjýrir að bændur bregði búi og þannig tafið óumflýjanlegar búhátta- og ef til vill búsetubreytingar? „Við getum ekki horft framhjá því að skortur á atvinnufyrir- tækjum hefur komið í veg fyrir að bændur bregði búi. Við sjáum hvað gerðist haustið 1991 þegar bændum voru gerð ákveðin tilboð í framleiðslurétt sauðfjárafurða. Mestu uppkaupin urðu í sveitum sem liggja vel við þéttbýlisstöðum og auðvelt er að sækja atvinnu til. I því sambandi má nefna suð- vesturhorn landsins, Mýrarnar, Eyjaljarðarsvæðið, og sveitimar kringum Homaljörð - allt byggðir í nágrenni við þéttbýlisstaði. Bændur sem gátu sótt aðra at- vinnu af jörðum sínum voru viljugastir að selja framleiðslurétt sinn hverjar sem búskaparað- stæður þeirra annars voru. Við megum heldur ekki horfa framhjá því að uppkaup framleiðsluréttar; að taka bújarðir úr framleiðslu til frambúðar, getur verið viðkvæmt mál og snert tilfinningar þess fólks sem í hlut á. Ofi er verið að kaupa fólk frá æfistarfi sínu, heimkynnum og lífsstíl.” Versnandi LÍFSKJÖR BREYTA NEYSLUVENJUM Þegar talið berst að því hvort erfiðleikar í atvinnulífi og vers- nandi lífskjör hafi ef til vill breytt neysluvenjum; fækkað þeim sem borða lambakjöt reglulega, kveðst landbúnaðarráðherra telja að svo geti vel verið. „Auðvitað fylgja aðrar venjur versnandi lífskjör- um. Fólk reynir að bregðast við breyttum aðstæðum og dregur saman neyslu. En fleira kemur til. Neysla annarra kjöt- og raunar annarra fæðutegunda hefur auk- ist verulega frá því sem var. Þannig hefur kindakjötið mætt mjög harðri samkeppni við aðrar kjöttegundir og einnig við ýmsa tilbúna rétti sem rutt hafa sér til rúms. Neysluvenjur þjóðarinnar hafa breyst verulega að undan- fömu. í því sambandi má nefna að margir eru hættir að borða heita máltíð í hádeginu þannig að al- mennar matarvenjur byggjast nú að miklu leyti á einni aðalmáltíð á hverjum degi í stað tveggja. Þann- ig má leita margvíslegra orsaka fyrir minnkandi neyslu kinda- kjötsins.” 5 TA DGREIÐSLUKERFIÐ AKKILESARHÆLL A FURÐASTÖÐ VANNA Alvarlegur vandi blasir við hluta sauðfjárbænda nú á haust- nóttum. Vegna minkandi sölu kindakjöts á þessu ári hafa birgðir verið að hlaðast upp - að minnsta kosti 1600 tonn eins og komið hefur fram. Birgðimar em í vörslu afúrðastöðva sem ekki hafa kom- ið þeim í verð. Vegna lagaákvæða um uppgjör afurðastöðva gagn- vart bændum eiga stöðvamar að greiða þær að fúllu innan tiltekins tíma. Til þess hafa þær undan- tekningarlítið tekið afurðalán hjá viðskiptabönkunum. Afurða- lánin eru nú 66% af verðmæti afúrða og eiga að greiðast ári eftir að þau eru tekin burtséð frá því hvort afúrðimar hafa verið seldar. Vönduð heimilistæki - HAGSTÆTT VERÐ - Því eiga afurðalán, sem tekin vom á síðasta hausti, að greiðast í nóvember næstkomandi en þá hafa nýjar kjötbirgðir orðið til vegna haustslátrunnarinnar, birgðir sem greiða verður fyrir innan tiltekins tíma síðar í haust. Af þessum sökum búa sumar afurðastöðvamar við mikinn fjár- hagsvanda - svo mikinn að for- maður Stéttarsambands bænda hefur lýst því í ræðu að þær séu ekki undir það búnar að taka kjöt í umboðssölu. Vió þessar aðstœður vakna ákveðnar spurningar, meðal annars um réttmœti staðgreiðslu- kerfis sauðjjárafurða. Hefur það gengió sér til húðar og hvernig ber að skilja ummœli forystu- manns bœnda sem lýst hefur vantrausti á afurðastöðvarnar? „Við þessu er aðeins til eitt svar. Þetta fyrirkomulag hefúr gengið sér til húðar og því þarf að breyta en til þess þarf ákveðna laga- heimild. Staðgreiðslufyrirkomu- lagið hefur gert mörgum afurða- sölufyrirtækjum erfitt fyrir. í stað þessa ástands, sem formaður Stéttarsambandsins hefur lýst vantrausti á, þarf að byggja upp sterk fyrirtæki til að annast um- sýslu með afurðir sauðfjárbænda. Þau sjónarmið sem Haukur Hall- dórsson hefur verið að lala fyrir, að illa staddar afurðastöðvar séu vart í stakk búnar til að annast um- sýslu eða umboðssölu á kjöti, eru sterk á meðal bænda og þau eiga sér ákveðnar rætur í fortíðinni. Vegna rekstrarerfiðleika og gjaldþrota afurðastöðva hafa niargir bændur tapað vemlegum fjárhæðum af afurðaverði. Tor- tryggni af hálfu bænda gagnvart illa stöddum afurðasölufyrirtækj- um er því vel skiljanleg. Staö- greiðslukerfið er akkillesarhæll afuróastöðvanna og skapar þeim óviðunandi fjárhagsstöðu.” Neytendur SÆTTA sig EKKI VID AÐ GREIÐA SKULDAHALANN Bœndasmtökin hafi krafist hœrri afuróalána vegna sauð- fjárafurða eóa allt aó 80% aj'- urðaverós. Einnig hefur komið til umræðu að leita til erlendra lánastofnan um Jýrirgreiðslu á þessu sviði. En til að svo megi veróa þarf íslenska ríkið að ganga í ábyrgð Jýrir umræddum lánum. Er til umræðu að rikisvaldið beiti sér fyrir breytingum á afurða- lánakerfmu til að gera hœkkun afurðalána mögulega eða ganga I ábyrgóir fýrir erlendum lánum af því tilefni? „Nei - slíkt er ekki á dagskrá. Engar hugmyndir eru innan rík- isstjómarinnar um að færa um- sýslu afurðalána aftur til Seðla- bankans sem er forsenda þess að ríkisvaldið gæti haft áhrif á á- kvarðanir um veitingu þeirra. Hækkun afurðalána til afurða- stöðva landbúnaðarins getur heldur ekki gengið til langframa. Ég sé enga aðra leið út úr vanda afurðastöðvanna en að þau sláturhús sem erfiðast eiga gangi í gegnum ákveðinn hreinsunar- eld. Þetta verður meðal annas að gera til að ná sláturkostnaðinum niður. Neytendur sem kaupa landbúnaðarvörur í dag sætta sig ekki við að greiða hærra verð fyrir vömrnar til þess að greiða niður skuldahala sem afurðastöðvamar hafa safnað saman á undanlbm- um árum - jafnvel frá síðasta ára- tug.” Hrá TT KJÖT EKKl FLUTT INN Fleira steðjar að sauðjjárbú- skapnum í landinu en samdráttur I sölu kindakjöts og skuldavandi afurðastöðvanna. Með gildistöku GA TT-samkomulagsins; annað hvort um nœstu áramót eóa l.júlí á nœsta ári, breytist viðskipta- umhverfi landbúnaðarins veru- lega. Með samkomulaginu verð- ur leyjilegt að flvtja ýmsar land- búnaðarvörur hingað til lands, sem bannað erfram að gildistöku hans. Nokkurt magn má Jýtja inn með lágum tollum, en að þvi marki náðu verður heimilt að beita tollaígildum til verðjöfn- unar við innlenda framleiðslu. Ljóst er að erlendir aðilar eru þegar farnir að horfa eftir mörk- uðum fyrir kjöt hér á landi og efa- semda gœtir um hvort bújjár- sjúkdómalögin geta varnað þvi að hrátt kjöt verði flutt til lands- ins. Er það stefna stjórnvalda að sporna gegn því að hrátt kjöt verði flutt hingað til lands? „Stefna stjómvalda er að hing- að verði ekki flutt hrátt kjöt. Með því yrði tekin óþarfa áhætta hvað smithættu varðar. Við Islending- ar leggjum mikla áherslu á heil- brigði búfjár. Af þeim sökum verður að fara með mikilli gát hvað varðar allan innflutning er haft getur hættu á smiti búfjár- sjúkdóma í för með sér. Islenskt búfé er mjög viðkvæmt fyrir smiti vegna langrar einangrunar. Við getum rifjað mæðiveikina upp í því sambandi. Við þekkjum einn- ig sláandi dæmi um á hvem hátt sláturafurðir geta borið smit á milli búfjár. Þetta verðum við að hafa mjög alvarlega í huga á sama tíma og við hyggjumst koma landbúnaðarvörum á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum á þeirri forsendu að um hollustu- vömr sé að ræða. Þegar við tölum um heilbrigði og hollustu þá erum við að tala um afurðir sem em framleiddar án notkunar lyija og annarra aðskotaefna - afurðir heilbrigðra dýra.” Landbúnaðarráðherra færði talið að hugsanlegum innflutn- ingi á kjöti frá Nýja Sjálandi hingað til lands sem rætt hefúr verið um eftir að skýrsla Valdi- mars Einarssonar, fyrrum fram- kvæmdastjóra Landssambands kúabænda og nú bankamanns á Nýja Sjálandi, um kjötmarkaðinn hér á landi var gerð opinber. Hann kvaðst telja sönnunarbyrðina í innflutningsmálunum gagn- kvæma. „Við verðum að sanna að hætta geti stafað af innllutningi en Nýsjálendingar verða aftur á móti að sanna að engir þeir sjúkdómar séu fyrir hendi þar í landi að ís- lenskum bústofnum stafi hætta af þeim. Auðvitað munum við standa við GATT-samninginn en við munum einnig standa fast á rétti okkar sjálfra.” Búfjárstofnarnir EINSTÖK VERDMÆTI A undanförnum árum hafa þau sjónarmið hvað eftir annað kom- ið fram að aukinn innflutningur á matvælum og vaxandi samkeppni 15 gerðir af ZANUSSI kæli/frystiskápum Okkar frábasru greiðslukjör. útborgun aðeins 25% og eftirslöðvar í allt að 30 mánuði. KUPPER BUSCH eldavélasettin eru til í hvítu, svörtu, spegli, brúnu og stáli. Þvottavélar - Þurrkarar. Margar gerðir. r* H/F Suðurlandsbraut 16 Sími (91) 88 05 00. Fax (91) 88 05 04 STURTUVAGNAR Fyrirliggjandi. íslensk framleiðsla fyrir ísienskar aðsfæður. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA (jnmFS BIFREIÐASMIÐJURnS^1 SELFOSSI - SÍMI 98-22000

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.