Bændablaðið - 01.08.1994, Qupperneq 8

Bændablaðið - 01.08.1994, Qupperneq 8
3. TÖLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994. Sameining um áramót Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda sameinast um áramót. Sameining samtakanna var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða eftir kröftugar umræður á auka Búnaðarþingi, sem haldið var að Ásum í Gnúpverjahreppi 26. ágúst, og á aðalfundi Stéttarsambands bænda, er stóð yfir á Flúðum í Hrunamannahreppi á sama tíma. Snarpastar urðu umræðurnar á aðalfundi Stéttarsambandsins þar sem helsta deilumálið var hvert hlutverk og vægi búgreinafélaganna eigi að verða innan hinna sameinuðu heildarsamtaka. Einnig skiptust menn á skoðunum um framkomnar hugmyndir að skipulagi sameinaðra samtaka auk þess sem markaðs- og kjaramál blönduðust inn í umræðuna. Alls munu 39 fulltrúar eiga sæti á aðalfundi hinna sameinuðu samtaka; þar af 28 fulltrúar kjörnir af búnaðarsamböndum í landinu og einn fulltrúi frá hverju búgreinafélagi. Frá búgreinafélögunum höfðu komið fram kröfur um meira vægi í félagskerflnu, einkum frá Landssambandi kúabænda, er hafði krafist þess að vægi búgreinafélanna yrði helmingur á móti búnaðarsamböndunum. Eftir Þórð Ingimarsson Samkvæmt samkomulagi er sameiningarnefnd Búnaðarfé- lagsins og Stéttarsambandsins hafði gert, og lagt var fram á fúnd- um beggja samtakanna, fer form- leg sameining þeirra fram um næstu áramót. Fyrsti aðalfúndur þeirra, nýtt Búnaðarþing, verður haldinn í mars en fram að þeim tíma fara núverandi stjómir Bún- aðarfélagsins og Stéttarsam- bandsins sameiginlega með yfirstjórn hinna sameinuðu samtaka. Kosning fulltrúa á nýtt Bún- aðarþing fer fram með þeim hætti að innan hvers búnaðarfélags verða kosnir fulltrúar á fulltrúa- fund viðkomandi búnaðarsam- bands, er kýs síðan fulltrúa á Búnaðarþing og verður kosningu til fulltrúafúndanna að vera lokið fyrir 1. október næstkomandi. Þá kjósa búgreinafélög, sem aðild eiga að búnaðarsambandi, einn fulltrúa á fulltrúafund viðkom- andi sambands fyrir 1. október. Nýtt Búnaðarþing mun kjósa hin- um sameinuðu samtökum stjóm og leggja drög að framtíðarstarf- semi þeirra. Sérstök framkvæmdastjóm, er tilnefnd verður af Búnaðarfé- laginu og Stéttarsambandinu, mun fara með stjóm hinna sam- einuðu samtaka í fyrstu. Fram- kvæmdastjórnin mun taka til starfa í byijun október og annast undirbúning að sameiningu fé- laganna fram til áramóta en frá og með 1. janúar mun hún taka við stjóm hinna sameinuðu samtaka í umboði stjóma Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins þar til stjórnarkjör hefur farið fram. Framkvæmdastjómin kýs sér for- mann og varaformann og hefúr prókúruumboð fýrir samtökin á meðan á starfstíma hennar stendur. Gamla kerf/ð fjórskipt Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, gerði sameiningarmálið að meginefni framsöguræðu sinnar á fundin- um. Hann sagði meðal annars að sameiningrnefndin hafi ekki mótað tillögur um innra skipulag og starfsemi nýrra samtaka. Hlut- verk stjóma Búnaðarfélagsins og Stéttarsambandsins væri að gera nauðsynlegar breytingar vegna sameiningarinnar en fyrst og fremst væri mótun skipulags hlut- verk nýrrar stjómar í samræmi við vilja stofnfúndar. Haukur sagði að félagskerfi landbúnaðarins væri í raun fjórskipt í dag; í fyrsta lagi væri Stéttarsambandið vettvang- ur verðlags- og kjaramála, Bún- aðarfélagið hefði leiðbeininga- þjónustu með höndum, búgreina- félögin fjölluðu um ýmis sérmál viðkomandi búgreina og loks af- urðastöðvamar er sinntu mark- aðs- og sölumálum. Óhjákvæmi- legt væri í slíku kerfí, að þótt gengið væri út frá ákveðinni verkaskiptingu, yrði um skömn að ræða á milli stofnana og í raun væri oft sama fólkið að ræða sömu málin á vegum mismunandi að- ila. Þetta félagskerfi væri ekki bú- ið þeim kostum er til þyrfti við að fóta sig í því breytta starfsumhverfi er landbúnaðurinn færi nú inn í. Haukur kvað núverandi félagskerfi of dýrt, of flókið og of svifaseint. Boðleiðir þess væm óljósar og þess gætti í vaxandi mæli að menn vildu stefna hver í sína áttina. Sá málaflokkur sem erfiðast hafi gengið að takast á við væri sala ýmissa búvara. A sumum sviðum hafi ríkt hrein ringulreið með undirboðum í verði, greiðslufrestum og stórfelldu tapi fjármuna í viðskiptum við heildsala og smásala er orðið hafi gjaldþrota. Haukur kvað misskilning ef menn héldu að hið margbrotna kerfi tryggði betur áhrif hinna kjömu fulltrúa. Það flækti ffernur málin, tefði ákvarðanir og kallaði á aukið frumkvæði ráðinna starfsmanna. VlTUM EKKERT UM BAKKANN HINUMEGÍN Óvissa um framtíðina og skiptar skoðanir um hlutverk búgreinafélaga voru helstu efni hinna hörðu umræðna er fram fóru á Stéttarsambandsfundi. Guðmundur Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöðum í Lundareykja- dal, sagði meðal annars í þeim umræðum að bændur væru komnir út í ána þannig að of seint væri að snúa við þótt alger óvissa ríkti um bakkann hinumegin. Em þessu ummæli hans dæmigerð fyrir þau sjónarmið er ríkjandi vom í umræðunum. Fram kom ákveðinn ótti við að skipulag og starfshættir fyrirhugaðra heildar- samtaka hefðu ekki verið nægi- lega negld niður af sameiningar- nefndinni. Einnig ræddu menn um hver yrðu áhrif kjörinna fúll- trúa á framgang mála og hvort nægileg uppstokkum yrði gerð á starfsemi samtakanna. Rögnvald- ur Ólafsson, í Flugumýrar- hvammi í Skagafirði velti því fyrir sér af hveiju starfsfólki bænda- samtakanna hefði ekki verið sagt upp störfúm. Hann varpaði því fram hvort einungis ætti að fækka kjömum fúlltrúum en ekki stokka upp í starfandi mannafla samtak- anna. Amór Karlsson í Amar- holti í Biskupstungum og formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda, ræddi meðal annars um hlutverk búgreinafélagana og þátttöku þeirra í starfi Stéttarsambandsins. Hann sagði að samtökin hafi lagt ýmsar ályktanir inn til Stéttar- sambandsins en stjóm þess ekki talið sig treysta sér til að taka þær á dagskrá. Þetta væru áhrif búgreinafélaganna í raun. Stærsta sölumennska BÆNDA GAGNVART NEYTENDUM Ef umræður á aðalfundi Stétt- arsambandsins em dregnar sam- Góðfúslega leitið nánari upplýsinga m HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 Dæmi um verð: M50 5 tonn. Stærð palls: 379 x 196 á einni hásingu verð kr. 250.000 án vsk. M60 6 tonn. Stærð palls: 379 x 236 á einni hásingu verð kr. 285.000 án vsk. M85 8,5 tonn. Stærð palls: 412 x 236 á tveim hásingum verð kr. 389.000 án vsk STU RTUVAG NAR Eigum nú fyrirliggjandi finnsku sturtuvagnana á sama verði og í fyrra. Vagnarnir eru með tvískiptum skjólborðum og fást í 6 gerðum, með burðargetu frá 5 til 14 tonn. BÆNDUR - VERKTAKAR ER EKKI RÉTT AÐ GANGA FRÁ RENNUNUM FYRIR VETURINN? Siba þakrennur eru endingargóðar og auðveldar í uppsetningu. Þær eru úr galvanhúðuðu stáli, en auk þess fást þær í mörgum litum, klæddar með plastisol húð og kopar. Plastisol húðin gerir það að verkum að þær eru varðar fyrir ryðskemmdum í allt 25 ár. SIBA er ódýr og varanleg lausn. Vekjum sérstaklega athygli á Plannja, stallaða þakstálinu, svörtu og tígulsteinsrauðu. Þetta vinsæla þakstál eigum við á lagir. Stálið er með innbrenndu polyesterlakki, eða PV” húð og flokkast undir það besta sem fáanlegt er í þakefnum. GETUM ÚTVEGAÐ RENNUR OG VEGGKLÆÐNINGAR í ÝMSUM LITUM. HÖFUM EINNIG Á LAGER STALLAÐA ÞAKSTÁLIÐ FRÁ PLANNJA AUK ÝMISSA LAUSNA í KLÆÐNINGUM HÚSA INNAN SEM UTAN. RENNUR OG ÞÖK HF. DALVEGI 24, 200 KÓPAVOGUR. SÍMI: 91-641255; FAX: 91-641266 ÖRYGGIÐ í FYRIRRÚMI Mikilvægt er að nota réttar öryggishlífar þar sem þörf er á. Höfum fjölbreytt úrval af viðurkenndum öryggishlífum sem henta hverjum og einum. Allt fyrir öryggið í 40 ár Skeifan 3h-Sími 812670 í 8

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.