Bændablaðið - 01.08.1994, Side 12
3. TOLUBLAÐ - SEPTEMBER 1994.
Hestamenn
Gæðahnakkar, ýmsar tegundir.
Nýsmíði á öllum helstu reiðtygjum.
Beislamél
MIKIÐ ÚRVAL - GOTT VERÐ
SOKKAR í ÖLLUM
STÆRÐUM
Reiðfatnaður
Reiðskálmar
Reiðstígvél
Myndbönd með hestaefni
Biocare hófabætir
PÓSTSENDUM
& 'pcnvalcUvi
SÓÐLASMIÐAVERKSTÆÐI
Austurvegi 21, SELFOSSI
SÍMI 98-21900
Eina
SERVERSLUN HESTAMA
Á SuÐURLANDl!
Fylgist þú með?
Út eru komin ritin Hagur landbúnaðarins sem er fjölþætt
yfirlitsrit um íslenskan landbúnaðarins á síðustu árum og
Nióurstöóur búreikninga 1192. Tekið er við pöntunum í
síma 93-70122 og 93-7000. Verð hvors rits er kr. 500.
Hagþjónusta landbúnaðarins
Hvanneyri - 311 Borgarnes
Gluggakarmar og fög
Þrýstifúavarðir og málaðir
Utihurðir - Svalahurðir
Rennihurðir úr timbri eða áli
Torco lyftihurðir
Fyrir iðnaðar- og íbúðarhúsnæði
Garðstofur oj;
svalayfirbyggingar
úr timbri og áli
Gluggasmiðjan hf.
VIÐARHOFÐA 3 - REYKJAVIK - SIMI 681077 - TELEFAX 689363
Svo gripið sé til tungutaks
íþróttafréttamanna, sat
varnarleikurinn í
fyrirrúmi á aðalfundi
Landssamtaka
sauðfjárbænda sem
haldinn var að Reykjum í
Hrútafirði 22. og 23.
ágúst. Tölur um
kindakjötsneyslu
innanlands virðast að vísu
vera hættar að benda
áfram niður á við, - í bili
að minnsta kosti, - en það
dugar ekki til að
sauðfjárbændur horfi
tiltakanlega björtum
augum til framtíðarinnar.
Til þess eru birgðir af
gamalli offramleiðslu of
miklar og niðurskurður
og þrengingar síðustu ára
hafa markað dýpri spor
en svo að menn þori að
trúa því að botninum sé
náð. Samkvæmt þeim
tölulegu upplýsingum sem
fram komu í ræðu
Halldórs Blöndal
landbúnaðarráðherra á
aðalfundi
Stéttarsambands bænda
síðar í sömu viku hafa
brúttótekjur
sauðljárbænda minnkað
um 47%, eða tæpan
helming, frá því að
búvörusamningurinn var
gerður. í ljósi þessara
staðreynda þarf engan að
undra þótt aðalfundur
sauðfjárbænda hafi
einkennst af öðru en
björtum og tindrandi
bjartsýnisaugum.
Fyrri fundardaginn fóru fram
ýmis hefðbundin aðalfundarstörf,
flutt var skýrsla stjómar og fram
fóru umræður um hana, reikn-
ingar voru lagðir fram og ræddir
Bændur
leggjastí
vörnina
- FRÁ AÐALFUNDI SA UÐFJÁRBÆNDA AÐ R.EYKJUM í HrÚTAFIRDI
og skipað í nefndir, sem síðan
hófu störf um kvöldið. Þá fluttu
erindi þeir Alexander Þórisson,
framkvæmdastjóri samstarfshóps
um sölu á lambakjöti, Ari Teits-
son ráðunautur og Guðjón Þor-
kelsson hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, auk þess sem
gestir ávörpuðu fundinn. Alex-
ander Þórisson skýrði frá starf-
semi samstarfshópsins og helstu
söluaðgerðum á innanlands-
markaði og ræddi auk þess nokk-
uð um framtíðarhorfur á innan-
landsmarkaði miðað við þróun
undanfarinna ára og nýlegar
neyslukannanir. Ari Teitsson
gerði útflutning og framtíðar-
möguleika á þeim vettvangi að
umtalsefni og Guðjón Þorkelsson
fjallaði um rannsóknir á kinda-
kjöti og nýjungar í vöruþróun svo
nokkuð sé nefnt. Um þessi erindi
er fjallað sérstaklega hér til hliðar.
Það er nokkuð hefðbundið á
tveggja daga aðalfúndum að flest
það sem til tíðinda má telja gerist
síðari daginn. Svo var einnig á
aðalfundi sauðfjárbænda. Fjöl-
mörg mál voru rædd og margar
ályktanir samþykktar. Alyktanir-
nar spanna vítt svið og á þeim má
glögglega sjá að sauðfjárbændur
velta um þessar mundir fyrir sér
Greiðslumarkið upp
en úthlutunin ekki
Aðalfundur sauðfjárbænda
samþykkti að leggja til að
úthlutað verði sama fram-
leiðslurétti til bænda fyrir
framleiðsluárið 1995-95 og
gildir fyrir það framlciðsluár
sem nú fer í hönd, eða 7.400
tonnum, þótt rciknað greiðslu-
mark hafi hækkað nokkuð milli
ára. Líkur benda nú til að land-
búnaðarráðherra muni fara að
þessari tillögu.
Lambakjötsneysla Islendinga
virðist ekki hafa dregist saman
milli ára. Heildargreiðslumark
fyrir verðlagsárið 1995-96 hefúr
nú verið reiknað út og verður
7.820 tonn eða 150 tonnum meira
en fyrir verðlagsárið 1994-95.
Kindakjötsbirgðir í landinu voru
á hinn bóginn um 100 tonnum
minni um síðustu mánaðamót en
á sama tíma í fyrra. Þetta var með-
al þess sem fram kom í máli Am-
órs Karlssonar, formanns Lands-
samtaka sauðfjárbænda á aðal-
fúndi samtakanna.
Kindakjötsbirgðir í landinu eru
engu að síður umtalsverðar og
það er meginástæðan fyrir því aó
menn sjá ekki ástæðu til að öllu
þessu greiðslumarki, eða fram-
leiðslurétti, verði úthlutað til
bænda. Það er landbúnaðarráð-
herra sem tekur endanlega
ákvörðun og ákvörðun hans þarf
að liggja fyrir eigi síðar en 15.
september. Ummæli ráðherra á
aðalfundi Stéttarsambands
bænda benda ákveðið til að hann
telji ekki efni til að úthluta nema
7.400 tonnum og muni því fara að
tillögu Landssamtaka sauófjár-
bænda.
Til samanburðar má nefna að í
fyrra var reiknað heildargreiðslu-
mark 7.670 tonn en til bænda var
einungis úthlutað 7.400 tonnum.
Vegna hækkunar heildar-
greióslumarks lagði Karl Sig-
urður Bjömsson, bóndi í Haffa-
fellstungu í Öxarfirði, til að út-
hlutað yrði 7.500 tonnum. Tillag-
an féll með 19 atkvæðum gegn 8.
Það eru hinar svonefndu bein-
greiðslur frá ríkinu sem þetta mál
snýst um. Ríkið greiðir bændum
nú beint um 200 kr. fyrir hvert kíló
innan framleiðsluréttar. Þær
beingreiðslur sem ekki er úthlutað
til bænda em í staðinn notaðar til
að auka sölu á kjöti í því skyni að
minnka umframbirgðimar.
I upphafi sláturtíðar nú er
reiknað með að til verði í landinu
um 1.500 tonn af kindakjöti en
æskileg birgðastaða er talin vera
um 500 tonn. Það bætir svo ekki úr
skák að hátt í 500 tonn af
umframbirgðunum eru rollukjöt
sem er illseljanlegt.
ýmsum mismunandi lausnum á
þeim fjölmörgu vandamálum
sem þessi atvinnugrein á nú við að
etja.
Fullt iðgjald en enginn
UÓTARÉTTUR
Landsfundurinn samþykkti
ályktun þess efnis að sauðfjár-
bændur segi sig úr forfallaþjón-
ustunni enda verði greiðslum til
þeirrar starfsemi hætt.
Sú skýring er á þessari ályktun
að sauðfjárbændur sem hafa allt
að 140 ærgilda bú eru skyldaðir til
að greiða fullt iðgjald til Fofalla-
þjónustunnar en eiga hins vegar
ekki undir neinum kringum-
stæðum rétt til að fá nokkru sinni
að njóta þessarar þjónustu, sama
hversu alvarlega þeir kunna að
forfallast. Þetta kom fram í
skýrslu stjómar Landssambands
sauðfjárbænda á aðalfúndinum.
Astæða þessa sérkennilega
tryggingafyrirkomulags er sú að í
reglum Forfaliaþjónustunnar er
ákvæði um að þeir bændur sem
ekki ná 5 daga rétti til forfalla-
þjónustu, njóti einskis réttar.
Þessum bændum er engu að síður
gert að greiða fúllt iðgjald eða
tæpar tvær kr. á hvert kíló kjöts.
Bág íjárhagsstaða Forfallaþjón-
ustunnar mun ekki heldur auð-
velda það að þessir bændur fái
leiðréttingu sinna mála.
Þess má þó geta að nefnd á
vegum landbúnaðarráðuneytis-
ins vinnur nú að endurskoðun á
reglum Forfallaþjónustunnar og
mun þetta sérkennilega „trygg-
ingamál” hafa verið kynnt nefnd-
armönnum.
Sparnaður og skilvirkni
Varðandi sameiningu bænda-
samtakanna voru það einkum
þrjú atriði sem fundurinn lagði
áherslu á. Sauðfjárbændur vilja
að búgreinafélögin fái að hafa for-
ystu um stefnumörkun og hags-
munabaráttu hvert í sinni grein.
Fundurinn komst líka að þeirri
niðurstöðu að búgreinafélögin
þurfi að hafa um það bil helming
fulltrúa á aðalfundum nýju heild-
arsamtakanna og í þriðja lagi taldi
fundurinn það eina af megin-
forsendum fyrir sameiningunni
að hún leiði til verulegs spamaðar
og geri félagskerfi bænda bæði
einfaldara og skilvirkara.
I sérstakri ályktun sem fúndur-
inn samþykkti er mótmælt hug-
myndum um hækkun vaxta
Stofnlánadeildar landbúnaðarins
en þó talið tímabært að endur-
skoða þá gjaldtöku sem rennur til
deildarinnar.
Afurðalán frá
ÚTLÖNDUM?
Aðalfundurinn krafðist þess
mjög eindregið að séð verði til
þess að afúrðalán dugi til að stað-
greiða sauðfjárafurðir og bendir á
þá leið að ieita til erlendra banka
um ijármögnun takist ekki sainn-
ingar við íslenska bankakerfið. Þá
krafðist fundurinn þess að svo-
nefndri bókun IV við búvöru-
samninginn verði tafarlaust hrint
í framkvæmd en þar er gert ráð
lyrir að bændur eignist fulltrúa í
nefnd þeirri sem ákveður slátr-
unar- og heildsölukostnað.
Fundurinn sá ástæðu til að lýsa
ánægju með aukið samstarf Land-
græðslunnar og bænda en í álykt-
uninni er endurtekinn niður-
skurður til landgræðslu jafnframt
harmaður. Þá krafðist fundurinn
þess að staðið verði við bókun VI
um tveggja milljarða framlag til
landgræðsluverkefna.
Aðalfundur sauðfjárbænda
skoraði á stjóm samtakanna að
beita sér fyrir endurskoðun á verð-
lagningu mislitrar ullar. í umræð-
um um þetta mál upplýsti Amór
Karlsson formaður, sem jafn-
framt á sæti í stjóm ístex að til
stæði að hækka mislita ull nokkuð
í verði en lækka hvíta þriðja
flokks ull í staðinn.
Aðalfúndurinn sá ekki ástæðu
til að mæla með hækkun á úthiut-
un greiðslumarks þótt reiknað
greiðslumark hafi hækkað um
150 tonn ffá því í fyrra. Þá mælti
fundurinn með því að markaðs-
gjald verði 5% af verði afúrða-
stöðva til bænda og að allt inn-
legg umfram úthlutaðan greiðslu-
rétt (hin svonefndu 5%) fari á
umsýslusamninga. Fundurinn
ályktaði einnig að ferskt kjöt úr
slátrun utan hefðbundins slátur-
tíma verði undanþegið verð-
skerðingargjaldi.
Fundurinn lýsti stuðningi við
tillögur sem Amór Karlsson hefur
lagt fram um breytingar á um-
sýslusamningum og einkuin miða
að því að sem hæst verð skili sér til
bænda jafnframt því sem
samningamir virki hvetjandi fyrir
afurðastöðvamar sem þurfa að
selja þetta kjöt á erlendum mark-
aði.